Vissi ekki af áhyggjum Lyfjastofnunar af megrunarlyfi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. júlí 2023 06:46 Alma Möller er landlæknir. Vísir/Vilhelm Landlæknisembættinu hafa ekki borist ábendingar um að megrunarlyfjum sé ávísað með óábyrgum hætti af læknum hér á landi. Embættið hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun vegna ábendinga til Lyfjastofnunar Evrópu um möguleg tengsl lyfjanna við sjálfskaða-og sjálfsvígshugsanir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari landlæknis við skriflegri fyrirspurn Vísis um ávísun megrunarlyfja. Tilefnið eru fréttir af því að Lyfjastofnun Íslands hafi gert Lyfjastofnun Evrópu viðvart um þrjú tilvik þar sem einstaklingar fundu fyrir sjálfsskaða-eða sjálfsvígshugsunum á lyfjunum. Forstjóri Lyfjastofnunar hefur áður sagt í samtali við Vísi að rúmlega tíu þúsund manns séu nú á lyfjunum hér á landi. Lyfin eru tiltölulega ný af nálinni og hefur notkun þeirra stóraukist svo að stefnir í skort á tilteknu lyfi, Ozempic í sumar. Aukningin þurfi ekki að koma á óvart „Embætti landlæknis hefur ekki verið upplýst um málið en hefur óskað upplýsinga frá Lyfjastofnun,“ segir í svörum landlæknis til Vísis. Þar segir að eitt af meginhlutverkum embættis landlæknis sé að hafa eftirlit með lyfjaávísunum og stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun landsmanna. „Lyfin sem um ræðir eru ný af nálinni og virðast gefa góða raun í meðhöndlun sykursýki og stuðla jafnframt að þyngdartapi. Aukning á notkun þessara lyfja ætti því ekki að koma á óvart. Þá hefur embættinu ekki borist erindi er varða misnotkun umræddra lyfja, en frá sjónarhóli embættisins má fyrst og fremst koma í veg fyrir slíkt með því að heilbrigðisstarfsmenn stundi ábyrga ávísun lyfja.“ Segir embættið jafnframt í svörum sínum að því hafi ekki borist ábendingar um að lyfinu sé ávísað með óábyrgum hætti. Segir landlæknir auk þess ekki hafa upplýsingar um það hvort læknar hafi fjárhagslegan ávinning af því að ávísa lyfjunum. „Í 48gr. lyfjalaga nr. 100/2020, sem Lyfjastofnun framfylgir, er sérstaklega kveðið á um að þeim sem ávísa lyfjum beri að stuðla að ábyrgri notkun lyfja við ávísun þeirra til sjúklinga með öryggi þeirra og lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi. Það eru Sjúkratryggingar Íslands sem ákveða greiðslufyrirkomulag og sinna eftirliti þar að lútandi.“ Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari landlæknis við skriflegri fyrirspurn Vísis um ávísun megrunarlyfja. Tilefnið eru fréttir af því að Lyfjastofnun Íslands hafi gert Lyfjastofnun Evrópu viðvart um þrjú tilvik þar sem einstaklingar fundu fyrir sjálfsskaða-eða sjálfsvígshugsunum á lyfjunum. Forstjóri Lyfjastofnunar hefur áður sagt í samtali við Vísi að rúmlega tíu þúsund manns séu nú á lyfjunum hér á landi. Lyfin eru tiltölulega ný af nálinni og hefur notkun þeirra stóraukist svo að stefnir í skort á tilteknu lyfi, Ozempic í sumar. Aukningin þurfi ekki að koma á óvart „Embætti landlæknis hefur ekki verið upplýst um málið en hefur óskað upplýsinga frá Lyfjastofnun,“ segir í svörum landlæknis til Vísis. Þar segir að eitt af meginhlutverkum embættis landlæknis sé að hafa eftirlit með lyfjaávísunum og stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun landsmanna. „Lyfin sem um ræðir eru ný af nálinni og virðast gefa góða raun í meðhöndlun sykursýki og stuðla jafnframt að þyngdartapi. Aukning á notkun þessara lyfja ætti því ekki að koma á óvart. Þá hefur embættinu ekki borist erindi er varða misnotkun umræddra lyfja, en frá sjónarhóli embættisins má fyrst og fremst koma í veg fyrir slíkt með því að heilbrigðisstarfsmenn stundi ábyrga ávísun lyfja.“ Segir embættið jafnframt í svörum sínum að því hafi ekki borist ábendingar um að lyfinu sé ávísað með óábyrgum hætti. Segir landlæknir auk þess ekki hafa upplýsingar um það hvort læknar hafi fjárhagslegan ávinning af því að ávísa lyfjunum. „Í 48gr. lyfjalaga nr. 100/2020, sem Lyfjastofnun framfylgir, er sérstaklega kveðið á um að þeim sem ávísa lyfjum beri að stuðla að ábyrgri notkun lyfja við ávísun þeirra til sjúklinga með öryggi þeirra og lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi. Það eru Sjúkratryggingar Íslands sem ákveða greiðslufyrirkomulag og sinna eftirliti þar að lútandi.“
Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira