Messi lentur í Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2023 13:01 Ung knattspyrnuáhugakona í Miami fyrir framan stóra mynd af nýju hetju borgarinnar, Lionel Messi. AP/Rebecca Blackwell Lionel Messi er loksins kominn til Bandaríkjanna en það eru margar vikur síðan fréttist af því að hann væri að semja við bandaríska félagið Inter Miami. Messi verður formlega kynntur til leiks 16. júlí næstkomandi og má búast við flottri athöfn. Inter Miami staðfesti í gær að hún muni hefjast klukkan sex á sunnudaginn og fari fram á DRV PNK leikvanginum. Messi lenti í Miami í gær og sáust myndir af honum með eiginkonu sinni og börnum á flugvellinum í Fort Lauderdale. Messi fór í viðtal við argentínska sjónvarpsstöð á þriðjudaginn og þar talaði hann um að hann ætlaði að gefa allt sitt til að hjálpa liði Inter Miami. Liðið þarf svo sannarlega á hjálp að halda en eftir 2-2 jafntefli við D.C. United á sunnudaginn hefur Inter Miami leikið tíu leiki í röð án þess að ná að fagna einum einasta sigri. Það hefur aldrei gerst áður í sögu bandaríska félagsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Inter Miami hefur sett stefnuna á það að Messi spili sinn fyrsta leik með félaginu 21. júlí næstkomandi þegar liðið spilar við Cruz Azul í deildarbikarnum. Hinn 35 ára gamli Messi hefur unnið alla helstu titla í boði á ferlinum og alls 43 titla. Hann hefur sjö sinnum fengið Gullhnöttinn sem besti leikmaður heims. 35 af titlum hans komu með Barcelona og skoraði á sínum tíma 672 mörk fyrir félagið. Eftir tvo ár með Paris Saint Germain í Frakklandi þá ákvað Messi að semja frekar við MLS-lið í Bandaríkjunum í stað þess að fara heim til Barcelona eða elta peningana til Sádí-Arabíu. Messi mætir til Bandaríkjanna sem ríkjandi heimsmeistari eftir að hafa kórónað ferilinn sinn með heimsmeistaratitlinum í Katar. MLS deildin væntir mikils af komu hans og augu margra verða á því hvort að Messi sé enn það góður að hann geti rifið Inter Miami liðið upp af botninum. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Messi verður formlega kynntur til leiks 16. júlí næstkomandi og má búast við flottri athöfn. Inter Miami staðfesti í gær að hún muni hefjast klukkan sex á sunnudaginn og fari fram á DRV PNK leikvanginum. Messi lenti í Miami í gær og sáust myndir af honum með eiginkonu sinni og börnum á flugvellinum í Fort Lauderdale. Messi fór í viðtal við argentínska sjónvarpsstöð á þriðjudaginn og þar talaði hann um að hann ætlaði að gefa allt sitt til að hjálpa liði Inter Miami. Liðið þarf svo sannarlega á hjálp að halda en eftir 2-2 jafntefli við D.C. United á sunnudaginn hefur Inter Miami leikið tíu leiki í röð án þess að ná að fagna einum einasta sigri. Það hefur aldrei gerst áður í sögu bandaríska félagsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Inter Miami hefur sett stefnuna á það að Messi spili sinn fyrsta leik með félaginu 21. júlí næstkomandi þegar liðið spilar við Cruz Azul í deildarbikarnum. Hinn 35 ára gamli Messi hefur unnið alla helstu titla í boði á ferlinum og alls 43 titla. Hann hefur sjö sinnum fengið Gullhnöttinn sem besti leikmaður heims. 35 af titlum hans komu með Barcelona og skoraði á sínum tíma 672 mörk fyrir félagið. Eftir tvo ár með Paris Saint Germain í Frakklandi þá ákvað Messi að semja frekar við MLS-lið í Bandaríkjunum í stað þess að fara heim til Barcelona eða elta peningana til Sádí-Arabíu. Messi mætir til Bandaríkjanna sem ríkjandi heimsmeistari eftir að hafa kórónað ferilinn sinn með heimsmeistaratitlinum í Katar. MLS deildin væntir mikils af komu hans og augu margra verða á því hvort að Messi sé enn það góður að hann geti rifið Inter Miami liðið upp af botninum.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira