Segir mikla viðurkenningu að vera kallaða í íslenska landsliðið Jón Már Ferro skrifar 11. júlí 2023 22:45 FH liðið hefur komið á óvart í sumar. Það kemur þó ekki á óvart að Arna Eiríksdóttir og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir. vísir/Hulda margrét „Við eigum alveg skilið að vera hérna,“ segir Sunneva Hrönn, leikmaður FH. Arna Eiríksdóttir og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir voru kallaðar inn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Finnlandi og Austuríki í tveimur vináttulandsleikjum á næstu dögum. Arna og Sunneva hafa staðið vaktina í vörn nýliða FH sem hafa komið mikið á óvart í sumar og eru í fjórða sæti Bestu deildarinnar. Landsliðsvalið kom FH-ingunum ekki á óvart. „Nei í rauninni ekki. Við erum búnar að standa okkur rosalega vel með FH og búnar að sýna það að við eigum alveg skilið að vera hérna,“ segir Sunneva. „Við erum mjög þakklátar fyrir tækifærið. Þetta er fyrst og fremst ótrúlega mikil viðurkenning. Örugglega eitthvað sem flestir leikmenn stefna að. Þetta er ótrúlega gaman,“ segir Arna. Arna segir að samheldni sé stærsta ástæðan fyrir góðu gengi FH í sumar. FH-ingar eru þó langt frá því að vera saddir og ætla að byggja ofan á árangurinn sem þegar hefur náðst. „Fyrst og fremst mjög mikil samheldni í liðinu og ég kom náttúrulega seint inn í þetta og liðið var þá orðið mjög rútínerað og allar að vinna í átt að sama markmiði,“ segir Arna. Hvaða markmið setti FH sér fyrir tímabilið? „Við settum okkur bæði langtíma og skammtíma markmið fyrir tímabil að enda í efri hlutanum fyrir úrslitakeppnina. En við erum ekki saddar og ætlum okkur ennþá lengra. Tökum bara einn leik fyrir í einu og sjáum hvert það skilar okkur,“ segir Sunneva. Arna segir að íslenska liðið muni nota næstu daga til að stilla saman strengina fyrir átök haustsins þegar Ísland tekur þátt í Þjóðadeildinni í fyrsta sinn. „Steini talaði um að drilla liðið saman í ýmsum hlutum. Prófa nýja hluti en þetta er fyrst og fremst undirbúningur fyrir haustið,“ segir Arna. Landslið kvenna í fótbolta FH Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Arna og Sunneva hafa staðið vaktina í vörn nýliða FH sem hafa komið mikið á óvart í sumar og eru í fjórða sæti Bestu deildarinnar. Landsliðsvalið kom FH-ingunum ekki á óvart. „Nei í rauninni ekki. Við erum búnar að standa okkur rosalega vel með FH og búnar að sýna það að við eigum alveg skilið að vera hérna,“ segir Sunneva. „Við erum mjög þakklátar fyrir tækifærið. Þetta er fyrst og fremst ótrúlega mikil viðurkenning. Örugglega eitthvað sem flestir leikmenn stefna að. Þetta er ótrúlega gaman,“ segir Arna. Arna segir að samheldni sé stærsta ástæðan fyrir góðu gengi FH í sumar. FH-ingar eru þó langt frá því að vera saddir og ætla að byggja ofan á árangurinn sem þegar hefur náðst. „Fyrst og fremst mjög mikil samheldni í liðinu og ég kom náttúrulega seint inn í þetta og liðið var þá orðið mjög rútínerað og allar að vinna í átt að sama markmiði,“ segir Arna. Hvaða markmið setti FH sér fyrir tímabilið? „Við settum okkur bæði langtíma og skammtíma markmið fyrir tímabil að enda í efri hlutanum fyrir úrslitakeppnina. En við erum ekki saddar og ætlum okkur ennþá lengra. Tökum bara einn leik fyrir í einu og sjáum hvert það skilar okkur,“ segir Sunneva. Arna segir að íslenska liðið muni nota næstu daga til að stilla saman strengina fyrir átök haustsins þegar Ísland tekur þátt í Þjóðadeildinni í fyrsta sinn. „Steini talaði um að drilla liðið saman í ýmsum hlutum. Prófa nýja hluti en þetta er fyrst og fremst undirbúningur fyrir haustið,“ segir Arna.
Landslið kvenna í fótbolta FH Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira