Gosóróinn lækki enn sem sé eðlilegt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. júlí 2023 13:05 Eldgosið við Litla-Hrút hófst með krafti klukkan 16:40 í gær en síðan þá hefur verulega dregið úr krafti gossins og hraunflæði minnkað. vísir/vilhelm Verulega hefur dregið úr krafti eldgossins við Litla-Hrút og hraunflæði minnkað sem sé eðlilegt að sögn náttúruvárssérfræðings hjá Veðurstofunni. Eldgosið malli með lotukenndum hætti en gosóróinn fari lækkandi. Eldgosið við Litla-Hrút hófst með krafti í gær klukkan 16:40 en síðan þá hefur verulega dregið úr krafti gossins og hraunflæði minnkað. Bjarki Kaldalón Friis, náttúruvársérfræðingur á veðurstofunni segir gosið malla með nokkuð lotukenndum hætti. „Í morgun var smá strókavirkni en svo datt hún alveg niður í smá tíma, svo hófst hún aftur. Eins og er virðist maður sjá út frá vefmyndavélum að svæðið norður af Litla-Hrút sé rólegra, ekki eins mikil strókavirkni og sprunguvirkni og var.“ Hér má fylgjast með gosinu í beinni útsendingu frá vefmyndavél Vísis: Gosóróinn hafi verið í hámarki um klukkan níu í gærkvöldi en lækkað hægt og rólega um miðnætti og segir Bjarki óróann enn fara lækkandi, sem sé eðlilegt. „Þetta byrjar yfirleitt með krafti og svo minnkar virkni með tímanum þegar gosið er að ná jafnvægi og það getur verið það sem er að gerast núna. Þetta er eins og þegar þú hristir gosflösku eða kampavín, þá kemur rosa mikið út fyrst en svo minnkar flæðið með tímanum en heldur samt áfram að renna úr flöskunni og það er bara spurning hversu mikið er í gangi þarna niðri og hversu mikið færist upp í gegnum gígjana. En eins og núna þá virðist minni gangur í gosinu en fyrr, en tíminn einn leiðir í ljós hvað verður.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Verulega minni kraftur en í gær Verulega hefur dregið úr krafti eldgossins við Litla-Hrút í nótt og hraunflæði hefur minnkað. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, en hann var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 11. júlí 2023 08:16 „Jörðin hérna gengur bara eins og alda á sjó“ Þegar jarðskjálftar sem eiga upptök sín nálægt Kleifarvatni ganga yfir í Seltúni í Krýsuvík, þá gengur jörðin hreinlega í bylgjum. Afleiðingarnar eru grjóthrun og tómar hillur. En það sem er ívið verra að sögn landvarðar, eru klósettmálin. 11. júlí 2023 07:00 Litlar breytingar á gosvirkninni í nótt og dreifist úr hraunbreiðunni „Það virðist ekki vera mikil breyting á gosvirkninni; það gýs ennþá úr sprungunni og hraun rennur þarna jafnt og þétt til suðurs. Það hefur aðeins dreift úr sér austan við Litla-Hrút í nótt.“ 11. júlí 2023 06:02 Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. 11. júlí 2023 00:14 Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“ Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti. 11. júlí 2023 00:05 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Eldgosið við Litla-Hrút hófst með krafti í gær klukkan 16:40 en síðan þá hefur verulega dregið úr krafti gossins og hraunflæði minnkað. Bjarki Kaldalón Friis, náttúruvársérfræðingur á veðurstofunni segir gosið malla með nokkuð lotukenndum hætti. „Í morgun var smá strókavirkni en svo datt hún alveg niður í smá tíma, svo hófst hún aftur. Eins og er virðist maður sjá út frá vefmyndavélum að svæðið norður af Litla-Hrút sé rólegra, ekki eins mikil strókavirkni og sprunguvirkni og var.“ Hér má fylgjast með gosinu í beinni útsendingu frá vefmyndavél Vísis: Gosóróinn hafi verið í hámarki um klukkan níu í gærkvöldi en lækkað hægt og rólega um miðnætti og segir Bjarki óróann enn fara lækkandi, sem sé eðlilegt. „Þetta byrjar yfirleitt með krafti og svo minnkar virkni með tímanum þegar gosið er að ná jafnvægi og það getur verið það sem er að gerast núna. Þetta er eins og þegar þú hristir gosflösku eða kampavín, þá kemur rosa mikið út fyrst en svo minnkar flæðið með tímanum en heldur samt áfram að renna úr flöskunni og það er bara spurning hversu mikið er í gangi þarna niðri og hversu mikið færist upp í gegnum gígjana. En eins og núna þá virðist minni gangur í gosinu en fyrr, en tíminn einn leiðir í ljós hvað verður.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Verulega minni kraftur en í gær Verulega hefur dregið úr krafti eldgossins við Litla-Hrút í nótt og hraunflæði hefur minnkað. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, en hann var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 11. júlí 2023 08:16 „Jörðin hérna gengur bara eins og alda á sjó“ Þegar jarðskjálftar sem eiga upptök sín nálægt Kleifarvatni ganga yfir í Seltúni í Krýsuvík, þá gengur jörðin hreinlega í bylgjum. Afleiðingarnar eru grjóthrun og tómar hillur. En það sem er ívið verra að sögn landvarðar, eru klósettmálin. 11. júlí 2023 07:00 Litlar breytingar á gosvirkninni í nótt og dreifist úr hraunbreiðunni „Það virðist ekki vera mikil breyting á gosvirkninni; það gýs ennþá úr sprungunni og hraun rennur þarna jafnt og þétt til suðurs. Það hefur aðeins dreift úr sér austan við Litla-Hrút í nótt.“ 11. júlí 2023 06:02 Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. 11. júlí 2023 00:14 Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“ Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti. 11. júlí 2023 00:05 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Verulega minni kraftur en í gær Verulega hefur dregið úr krafti eldgossins við Litla-Hrút í nótt og hraunflæði hefur minnkað. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, en hann var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 11. júlí 2023 08:16
„Jörðin hérna gengur bara eins og alda á sjó“ Þegar jarðskjálftar sem eiga upptök sín nálægt Kleifarvatni ganga yfir í Seltúni í Krýsuvík, þá gengur jörðin hreinlega í bylgjum. Afleiðingarnar eru grjóthrun og tómar hillur. En það sem er ívið verra að sögn landvarðar, eru klósettmálin. 11. júlí 2023 07:00
Litlar breytingar á gosvirkninni í nótt og dreifist úr hraunbreiðunni „Það virðist ekki vera mikil breyting á gosvirkninni; það gýs ennþá úr sprungunni og hraun rennur þarna jafnt og þétt til suðurs. Það hefur aðeins dreift úr sér austan við Litla-Hrút í nótt.“ 11. júlí 2023 06:02
Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. 11. júlí 2023 00:14
Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“ Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti. 11. júlí 2023 00:05