Caster Semenya vann mál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu Smári Jökull Jónsson skrifar 11. júlí 2023 15:00 Caster Semenya vann áfangasigur í baráttu sinni í dag. Vísir/Getty Suðurafríska hlaupakonan Caster Semenya vann mál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu sem varðar reglur um magn testósteróns hjá frjálsíþróttafólki. Þó lítur ekki út fyrir að hún keppi á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Hin þrjátíu og tveggja ára gamla Caster Semenya hefur í mörg ár barist gegn reglum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem gerir það að verkum að hún og fleiri íþróttakonur hafa þurft að taka lyf til að minnka magn testósteróns í blóðinu ætli þær að keppa í ákveðnum greinum. Á þetta við um íþróttakonur sem af náttúrulegum ástæðum eru með hærra magn testósteróns í blóðinu en konur almennt, á ensku kallað DSD (Differences in sexual development). Semenya hafði áður tapað málaferlum fyrir Alþjóða íþróttadómstólnum (CAS) sem og hæstarétti í Sviss en þegar málið var tekið fyrir hjá Mannréttindadómstólnum vann hún áfrýjunarmál og úrskurðaði dómurinn að brotið hefði verið á réttindum Semenya. Samkvæmt AP fréttastofunni höfðaði Semenya málið fyrir Mannréttindadómstólnum gegn stjórnvöldum í Sviss. Það kemur til vegna þess að þegar Semenya tapaði máli fyrir CAS árið 2019 áfrýjaði hún málinu til hæstaréttar í Sviss. Eftir ákvörðun Mannréttinadómstólsins er framtíð reglanna í óvissu, en þó svaraði Alþjóða frjálsíþróttasambandið því strax í kjölfar birtingu dómsins að reglurnar yrðu áfram í gildi. „Við erum enn á þeirri skoðun að DSD-reglurnar séu nauðsynlegt og sanngjarnt verkfæri til að vernda heiðarleika í keppni kvenna, líkt og CAS og hæstiréttur Sviss hafa áður úrskurðað um eftir ítarlegt mat á sönnunargögnum,“ segir í yfirlýsingu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins en þar sagði jafnframt að reglurnar yrði áfram í gildi og að sambandið myndi hvetja yfirvöld í Sviss til að áfrýja niðurstöðunni. Tóku ekki nægjanlegt tillit til mikilvægra þátta Eins og áður segir hefur Semenya barist gegn reglunum í mörg ár. Semenya fæddist sem kvenmaður og hefur skilgreint sig sem konu allt sitt líf. Í frétt AP kemur fram að hún sé með svipað magn testósteróns í blóðinu og karlmaður og Alþjóða frjálsíþróttasambandið segir að það gefi henni ósanngjarnt forskot í kvennaflokki frjálsra íþrótta. Semenya varð Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi bæði í London árið 2012 sem og í Ríó árið 2016. Síðan reglurnar tóku gildi hefur hún keppt í 200, 5000 og 10.000 metra hlaupi án sama árangurs en DSD-reglurnar eru ekki eins strangar í öllum hlaupagreinum. Dómurinn sem féll í dag er gagnrýninn á ákvörðun CAS frá árinu 2019. Þá festi dómurinn reglurnar í gildi en þær þvinga Semenya og fleiri íþróttakonur til að taka getnaðarvarnarpillur, hormónablokkerandi lyf eða gangast undir aðgerð til að geta keppt í kvennaflokki á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. Olympic champion Caster Semenya won an appeal against track and field's rules when a human rights court ruled she had been discriminated against by regulations that force female athletes to artificially reduce high testosterone levels in order to compete. https://t.co/aIxIYZjB54— The Associated Press (@AP) July 11, 2023 Samkvæmt Mannréttindadómstólnum tók CAS ekki nægilega til greina mikilvæga þætti eins og aukaverkanir af völdum lyfjagjafar, erfiðleika íþróttakvenna að fylgja reglunum og skort á sönnunargögnum að hærra magn testósteróns gæfi íþróttakonunum í raun forskot. Þá segir dómstóllinn enn fremur að áfrýjun Semenya fyrir hæstarétti Sviss hefði átt að þýða að reglurnar hefðu verið endurskoðaðar í þaula sem ekki var gert. Samkvæmt dómnum fær Semenya 60.000 evrur í bætur frá svissneska ríkinu vegna kostnaðar við málsóknina. Frjálsar íþróttir Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Hin þrjátíu og tveggja ára gamla Caster Semenya hefur í mörg ár barist gegn reglum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem gerir það að verkum að hún og fleiri íþróttakonur hafa þurft að taka lyf til að minnka magn testósteróns í blóðinu ætli þær að keppa í ákveðnum greinum. Á þetta við um íþróttakonur sem af náttúrulegum ástæðum eru með hærra magn testósteróns í blóðinu en konur almennt, á ensku kallað DSD (Differences in sexual development). Semenya hafði áður tapað málaferlum fyrir Alþjóða íþróttadómstólnum (CAS) sem og hæstarétti í Sviss en þegar málið var tekið fyrir hjá Mannréttindadómstólnum vann hún áfrýjunarmál og úrskurðaði dómurinn að brotið hefði verið á réttindum Semenya. Samkvæmt AP fréttastofunni höfðaði Semenya málið fyrir Mannréttindadómstólnum gegn stjórnvöldum í Sviss. Það kemur til vegna þess að þegar Semenya tapaði máli fyrir CAS árið 2019 áfrýjaði hún málinu til hæstaréttar í Sviss. Eftir ákvörðun Mannréttinadómstólsins er framtíð reglanna í óvissu, en þó svaraði Alþjóða frjálsíþróttasambandið því strax í kjölfar birtingu dómsins að reglurnar yrðu áfram í gildi. „Við erum enn á þeirri skoðun að DSD-reglurnar séu nauðsynlegt og sanngjarnt verkfæri til að vernda heiðarleika í keppni kvenna, líkt og CAS og hæstiréttur Sviss hafa áður úrskurðað um eftir ítarlegt mat á sönnunargögnum,“ segir í yfirlýsingu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins en þar sagði jafnframt að reglurnar yrði áfram í gildi og að sambandið myndi hvetja yfirvöld í Sviss til að áfrýja niðurstöðunni. Tóku ekki nægjanlegt tillit til mikilvægra þátta Eins og áður segir hefur Semenya barist gegn reglunum í mörg ár. Semenya fæddist sem kvenmaður og hefur skilgreint sig sem konu allt sitt líf. Í frétt AP kemur fram að hún sé með svipað magn testósteróns í blóðinu og karlmaður og Alþjóða frjálsíþróttasambandið segir að það gefi henni ósanngjarnt forskot í kvennaflokki frjálsra íþrótta. Semenya varð Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi bæði í London árið 2012 sem og í Ríó árið 2016. Síðan reglurnar tóku gildi hefur hún keppt í 200, 5000 og 10.000 metra hlaupi án sama árangurs en DSD-reglurnar eru ekki eins strangar í öllum hlaupagreinum. Dómurinn sem féll í dag er gagnrýninn á ákvörðun CAS frá árinu 2019. Þá festi dómurinn reglurnar í gildi en þær þvinga Semenya og fleiri íþróttakonur til að taka getnaðarvarnarpillur, hormónablokkerandi lyf eða gangast undir aðgerð til að geta keppt í kvennaflokki á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. Olympic champion Caster Semenya won an appeal against track and field's rules when a human rights court ruled she had been discriminated against by regulations that force female athletes to artificially reduce high testosterone levels in order to compete. https://t.co/aIxIYZjB54— The Associated Press (@AP) July 11, 2023 Samkvæmt Mannréttindadómstólnum tók CAS ekki nægilega til greina mikilvæga þætti eins og aukaverkanir af völdum lyfjagjafar, erfiðleika íþróttakvenna að fylgja reglunum og skort á sönnunargögnum að hærra magn testósteróns gæfi íþróttakonunum í raun forskot. Þá segir dómstóllinn enn fremur að áfrýjun Semenya fyrir hæstarétti Sviss hefði átt að þýða að reglurnar hefðu verið endurskoðaðar í þaula sem ekki var gert. Samkvæmt dómnum fær Semenya 60.000 evrur í bætur frá svissneska ríkinu vegna kostnaðar við málsóknina.
Frjálsar íþróttir Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti