Sól og fjör með Bylgjulestinni á Selfossi Bylgjulestin 11. júlí 2023 11:26 Bylgjulestin mætti í sól og blíðu á Selfossi síðasta laugardag. Mikið fjör var í bænum og afar fjölmennt. Hér má sjá nokkra hressa þátttakendur í leiknum Tengiru? Myndir/Helga Dögg Reynisdóttir Frábært sumarveður og sólarstemning var á Selfossi síðasta laugardag þegar Bylgjulestin mætti í bæinn. Bæjarhátíðin Kótelettan fór fram sömu helgi og muna bæjarbúar varla eftir eins miklum fjölda gesta í bænum eins og var síðasta laugardag. Lestarstjórar Bylgjulestarinnar voru þær Vala Eiríks og Erna Hrönn. „Þetta var fyrsti alvöru sumardagurinn í ár og ég get svo svarið að veðrið var best og stemningin sömuleiðis á Selfossi þennan daginn,“ segir Vala. „Að mínu mati er Kótelettan ein skemmtilegasta bæjarhátíðin enda svo margt skemmtilegt í boði. Selfyssingar eru líka æðislegt fólk, gestrisið og lífsglatt, og við Erna kynntumst fullt af stórkostlegu fólki.“ Veðrið lét við bæjarbúa og aðra gesti síðasta laugardag. Geggjaðir matarvagnar frá Götubitanum voru á staðnum og einnig leiktæki og hoppukastalar frá Köstulum ehf. Boðið var upp á sápukúlufjör, andlitsmálningu, brjóstsykursgerð og margt fleira. Samstarfsaðilar Bylgjunnar settu upp leiki og fyrstu krakkarnir sem mættu fengu gjafapoka og Hekla bauð upp á bílasýningu. BMX Brós sýndu ótrúleg tilþrif í sólinni. Einnig var boðið upp á skemmtilegan leik sem heitir Tengiru? en hann er leikur Bylgjulestarinnar í sumar. Þá mætir fólk fyrir utan Bylgjulestarbílinn, setur á sig bláan hanska og setur eina hönd á bílinn. Sá sem heldur lengst tengingu við bílinn fær svakalegan vinning en þátttakendur þurfa á meðan að leysa allskyns krefjandi verkefni með höndina fasta við bílinn. Boðið var upp á alls kyns kræsingar. „Um 70 börn héngu utan á bílnum okkar og reyndu að vinna 300.000 kr. gjafabréf frá Icelandair og var því mikið líf í kringum okkur. Það var svolítið erfitt að kíkja út um gluggann og sjá þessu litlu og þrjósku, en buguðu andlit reyna að halda þetta út. En allt í allt einkenndist dagurinn af frábærum félagsskap, frábærum mat og frábæru veðri. Ég gef þessum degi 10 af 10 í einkunn!“ Vala Eiríks var einn lestarstjóra Bylgjulestarinnar á Selfossi. Hér fylgist hún með stöðunni á leiknum Tengiru? Skoðaðu myndir frá þessum stórskemmtilega degi: Samstarfsaðilar Bylgjulestarinnar eru Orka náttúrunnar, Vodafone, Hekla, Samgöngustofa og Nettó. Næsta laugardag, 15. júlí, mætir Bylgjulestin í Hafnarfjörð og verður í beinni milli kl. 12 og 16. Bylgjulestin, björt og brosandi um allt land í sumar. Bylgjan Bylgjulestin Ferðalög Árborg Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Bæjarhátíðin Kótelettan fór fram sömu helgi og muna bæjarbúar varla eftir eins miklum fjölda gesta í bænum eins og var síðasta laugardag. Lestarstjórar Bylgjulestarinnar voru þær Vala Eiríks og Erna Hrönn. „Þetta var fyrsti alvöru sumardagurinn í ár og ég get svo svarið að veðrið var best og stemningin sömuleiðis á Selfossi þennan daginn,“ segir Vala. „Að mínu mati er Kótelettan ein skemmtilegasta bæjarhátíðin enda svo margt skemmtilegt í boði. Selfyssingar eru líka æðislegt fólk, gestrisið og lífsglatt, og við Erna kynntumst fullt af stórkostlegu fólki.“ Veðrið lét við bæjarbúa og aðra gesti síðasta laugardag. Geggjaðir matarvagnar frá Götubitanum voru á staðnum og einnig leiktæki og hoppukastalar frá Köstulum ehf. Boðið var upp á sápukúlufjör, andlitsmálningu, brjóstsykursgerð og margt fleira. Samstarfsaðilar Bylgjunnar settu upp leiki og fyrstu krakkarnir sem mættu fengu gjafapoka og Hekla bauð upp á bílasýningu. BMX Brós sýndu ótrúleg tilþrif í sólinni. Einnig var boðið upp á skemmtilegan leik sem heitir Tengiru? en hann er leikur Bylgjulestarinnar í sumar. Þá mætir fólk fyrir utan Bylgjulestarbílinn, setur á sig bláan hanska og setur eina hönd á bílinn. Sá sem heldur lengst tengingu við bílinn fær svakalegan vinning en þátttakendur þurfa á meðan að leysa allskyns krefjandi verkefni með höndina fasta við bílinn. Boðið var upp á alls kyns kræsingar. „Um 70 börn héngu utan á bílnum okkar og reyndu að vinna 300.000 kr. gjafabréf frá Icelandair og var því mikið líf í kringum okkur. Það var svolítið erfitt að kíkja út um gluggann og sjá þessu litlu og þrjósku, en buguðu andlit reyna að halda þetta út. En allt í allt einkenndist dagurinn af frábærum félagsskap, frábærum mat og frábæru veðri. Ég gef þessum degi 10 af 10 í einkunn!“ Vala Eiríks var einn lestarstjóra Bylgjulestarinnar á Selfossi. Hér fylgist hún með stöðunni á leiknum Tengiru? Skoðaðu myndir frá þessum stórskemmtilega degi: Samstarfsaðilar Bylgjulestarinnar eru Orka náttúrunnar, Vodafone, Hekla, Samgöngustofa og Nettó. Næsta laugardag, 15. júlí, mætir Bylgjulestin í Hafnarfjörð og verður í beinni milli kl. 12 og 16. Bylgjulestin, björt og brosandi um allt land í sumar.
Bylgjan Bylgjulestin Ferðalög Árborg Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira