Mikilvægt að stíga varlega til jarðar í umræðunni um megrunarlyf Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. júlí 2023 11:35 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Lyfjastofnunar segir tilkynningar stofnunarinnar til eftirlitsnefndar Lyfjastofnunar Evrópu vegna mögulegra tengsla á milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígshugsana vera hluta af reglubundnu verklagi stjórnvalda. Ekki sé búið að sýna fram á bein tengsl með óyggjandi hætti. Fólk er hvatt til að tilkynna aukaverkanir en rúmlega tíu þúsund manns hér á landi eru á slíkum lyfjum. „Þetta er hluti af neytendavernd, þar sem við fáum aukaverkanatilkynningar og tilkynnum þær. Það er hluti af því öryggisneti sem við berum ábyrgð á sem snýr að lyfjum,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við Vísi. Mikil notkun á stuttum tíma Eins og fram hefur komið hefur eftirlitsnefnd á vegum Lyfjastofnunar Evrópu nú til athugunar ábendingu frá Lyfjastofnun Íslands um möguleg tengsl milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugsana. Málin eru sögð varða þrjá einstaklinga sem þjáðust af sjálfsvígs-og sjálfsskaðahugsunum, en einn var á þyngdarstjórnunarlyfinu Ozempic og hinir á Saxenda. Rúna segir eðlilegt að tilkynningar um slíkar aukaverkanir berist þar sem um sé að ræða ný lyf sem stórir hópar nýti sér, á tiltölulega stuttum tíma. Þá komi upp aukaverkanir líkt og þessar þar sem þýðið sé stærra og ekki eins einsleitt og í klínískum rannsóknum. „Við þurfum líka að stíga varlega til jarðar þegar við ræðum þetta, af því að það þarf að rannsaka það hvort það séu yfirhöfuð tengsl á milli þessa og notkun lyfjanna. Nú verður það tekið séstaklega til skoðunar.“ Rúna segir mikilvægt að fólk hafi samband við rétta aðila komi slíkar hugsanir upp, svo sem líkt og hjálparsíma Rauða krossins, Píeta eða aðra viðeigandi aðila. Hún bendir á að í Bandaríkjunum hafi verið tilgreind varnaðarorð til neytenda um að slíkar hugsanir gætu verið aukaverkanir, en það hafi ekki verið gert hingað til í Evrópu. Skortur yfirvofandi á Íslandi og í Evrópu Áður hefur komið fram að stjórnvöld sjái fram á að skortur verði í landinu af Ozempic vegna mikillar eftirspurnar. Rúna segir að lyfjaskortur sé alltaf alvarlegt mál. „Þetta eru rúmlega tíu þúsund manns í heildina sem eru hér á Ozempic og Saxenda. Hvort þetta er óvenju stór hópur get ég ekki sagt til um. Ef þú berð þetta saman við til dæmis blóðsykurslyf eða þunglyndislyf, þá eru hópar notenda þeirra lyfja miklu stærri.“ Miklum árangri hafi verið náð með lyfjunum á stjórnun blóðsykurs fyrir ákveðinn hóp einstaklinga auk þess sem þyngdarstjórnun hafi verið vandamál. Rúna segir skort á Ozempic einnig til staðar í Evrópu. „Lyfjaskortur er alltaf alvarlegur. Þetta er langverkandi lyf, þannig að skorturinn hefur ekki áhrif strax, það má ekki breyta um lyf fyrr en eftir tólf daga en það eru önnur lyf sem sjúklingar eru settir á í staðinn, meðal annars Saxenda sem er til og svo eru til töflur af þessu lyfi.“ Þar sem lyfin séu notuð við stjórn á blóðsykri sé um langtímanotkun að ræða þar sem sjúklingar geta ekki hætt á lyfinu. „Sykursýki 2 er langtímasjúkdómur, svoleiðis að þetta á við um öll önnur lyf sem stýra blóðsykursmagni.“ Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
„Þetta er hluti af neytendavernd, þar sem við fáum aukaverkanatilkynningar og tilkynnum þær. Það er hluti af því öryggisneti sem við berum ábyrgð á sem snýr að lyfjum,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við Vísi. Mikil notkun á stuttum tíma Eins og fram hefur komið hefur eftirlitsnefnd á vegum Lyfjastofnunar Evrópu nú til athugunar ábendingu frá Lyfjastofnun Íslands um möguleg tengsl milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugsana. Málin eru sögð varða þrjá einstaklinga sem þjáðust af sjálfsvígs-og sjálfsskaðahugsunum, en einn var á þyngdarstjórnunarlyfinu Ozempic og hinir á Saxenda. Rúna segir eðlilegt að tilkynningar um slíkar aukaverkanir berist þar sem um sé að ræða ný lyf sem stórir hópar nýti sér, á tiltölulega stuttum tíma. Þá komi upp aukaverkanir líkt og þessar þar sem þýðið sé stærra og ekki eins einsleitt og í klínískum rannsóknum. „Við þurfum líka að stíga varlega til jarðar þegar við ræðum þetta, af því að það þarf að rannsaka það hvort það séu yfirhöfuð tengsl á milli þessa og notkun lyfjanna. Nú verður það tekið séstaklega til skoðunar.“ Rúna segir mikilvægt að fólk hafi samband við rétta aðila komi slíkar hugsanir upp, svo sem líkt og hjálparsíma Rauða krossins, Píeta eða aðra viðeigandi aðila. Hún bendir á að í Bandaríkjunum hafi verið tilgreind varnaðarorð til neytenda um að slíkar hugsanir gætu verið aukaverkanir, en það hafi ekki verið gert hingað til í Evrópu. Skortur yfirvofandi á Íslandi og í Evrópu Áður hefur komið fram að stjórnvöld sjái fram á að skortur verði í landinu af Ozempic vegna mikillar eftirspurnar. Rúna segir að lyfjaskortur sé alltaf alvarlegt mál. „Þetta eru rúmlega tíu þúsund manns í heildina sem eru hér á Ozempic og Saxenda. Hvort þetta er óvenju stór hópur get ég ekki sagt til um. Ef þú berð þetta saman við til dæmis blóðsykurslyf eða þunglyndislyf, þá eru hópar notenda þeirra lyfja miklu stærri.“ Miklum árangri hafi verið náð með lyfjunum á stjórnun blóðsykurs fyrir ákveðinn hóp einstaklinga auk þess sem þyngdarstjórnun hafi verið vandamál. Rúna segir skort á Ozempic einnig til staðar í Evrópu. „Lyfjaskortur er alltaf alvarlegur. Þetta er langverkandi lyf, þannig að skorturinn hefur ekki áhrif strax, það má ekki breyta um lyf fyrr en eftir tólf daga en það eru önnur lyf sem sjúklingar eru settir á í staðinn, meðal annars Saxenda sem er til og svo eru til töflur af þessu lyfi.“ Þar sem lyfin séu notuð við stjórn á blóðsykri sé um langtímanotkun að ræða þar sem sjúklingar geta ekki hætt á lyfinu. „Sykursýki 2 er langtímasjúkdómur, svoleiðis að þetta á við um öll önnur lyf sem stýra blóðsykursmagni.“
Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira