Metár í fjölda ferðamanna handan við hornið Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. júlí 2023 13:09 Fjöldi ferðamanna er farinn að nálgast sama fjölda og var metárið 2018. Í ár dvelja ferðamenn hins vegar einni nóttu lengur en 2018. Vísir/Vilhelm Ferðamálastjóri segir að metár í fjölda ferðamanna hérlendis verði líklega slegið á næsta ári. Fjöldi brottfara erlendra ferðamanna frá Íslandi í júní síðastliðnum voru um 233 þúsund sem er álíka mikið og metárið 2018. „Núna í júní, samkvæmt okkar talningum þá komu 233 þúsund erlendir ferðamenn til Íslands. Þetta er nánast sami fjöldi og kom í sama mánuði árið 2018 þegar mest var,“ segir Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri. „Það var metár þannig við erum bara að jafna það ár svo gott sem.“ Munum við sjá þetta aukast eða erum við komin að mettun? „Ef við horfum á þann fjölda sem hefur komið til landsins það sem af er ári þá hafa komið hingað um 953 þúsund ferðamenn sem að er um það bil sjö prósentum undir árinu 2018 þannig við erum ekki enn búin að jafna það ár. En við nálgumst það jafnt og þétt, þetta metár 2018. Ferðamenn dvelja lengur en þeir gerðu 2018 Að sögn Arnars er það ekki bara fjöldinn sem skipti máli heldur líka dvalarlengdin sem er um einni nóttu lengri en árið 2018. Hann telur innviði nægilega sterka til að þennan gríðarlega ferðamannafjölda. Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri, segir styttast í nýtt metár í fjölda ferðamanna.Aðsent „Það jákvæða í þessu er ekki fjöldinn sjálfur heldur hversu lengi þeir dvelja. Dvalarlengdin er lengri, ferðamenn dvelja hér lengur og þar af leiðandi skilar hver ferðamaður meira til okkar heldur en var og það er mjög jákvætt,“ segir hann. „Svo getum við líka velt fyrir okkur innviðum, hversu vel eru þeir í stakk búnir til þess að taka við þessum fjölda. Ef við berum okkur saman við árið 2018 þá myndi ég nú segja að við séum betur búin undir þetta en þá.“ „Það er meiri fyrirhyggja í bransanum og við eigum von á þessum fjölda, það hefur innviðauppbygging átt sér stað í Covid og ennþá erum við undir fjöldanum sem var 2018. Þannig ég held við séum nokkuð vel undir það búin. Markvissar herferðir á Bandaríkjamarkaði skili árangri „En svo er eitt sem vekur áhuga og það er það að Bandaríkjamenn eru um það bil 43 prósent af heild sem koma hérna í júní. Þetta er stærra hlutfall heldur en hefur verið. Bandaríkjamenn hafa verið á bilinu 30 til 40 prósent af okkar erlendu ferðamönnum en núna eru þeir 43 prósent,“ segir Arnar. „Þá er ágætt að rýna í hvað veldur, Dollarinn er sterkur og Bandaríkjamenn flykkjast dálítið til Evrópu.“ Bandarískir ferðamenn flykkjast til landsins eins og enginn sé morgundagurinn.Vísir/Vilhelm „Hlutfall Bandaríkjamanna hér er þó nokkuð hærra heldur en víðs vegar annars staðar. Hvað veldur, það er svo sem ekki eitt svar við því. Markaðsstarf bæði flugfélaga og ferðaþjónustufyrirtækja beinist talsvert inn á þennan markað og það virðist vera að skila góðum árangri. Ísland sem áfangastaður held ég að henti vel því sem Bandaríkjamenn hafa áhuga á að sjá og upplifa,“ segir Arnar. Það eru engin Asíulönd á þessum lista yfir fjölmennustu ferðamannaþjóðirnar? „Asíumarkaður, við eigum hann inni, við getum orðað það þannig. Árið 2018 og '19 voru Kínverjar á bilinu sex til sjö prósent af heildarfjölda farþega sem komu til Íslands. Þeir eru enn ókomnir, við eigum von á því að seinni part ársins og í byrjun næsta munu mun fleiri Asíubúar koma til landsins,“ segir Arnar. Metár handan við hornið Arnar segir Ferðamálastofu hafa spáð um 2,3 til 2,4 milljónum ferðamanna til landsins á þessu ári. Telja þau að metár í fjölda erlendra ferðamanna verða slegið á næsta ári. „Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist seinni hluta ársins og við höfum verið að spá því, hérna hjá Ferðamálastofu, að þegar uppi er staðið þá komi hingað um 2,3 til 2,4 milljónir ferðamanna á þessu ári. Það veldur dálítið á því hvað gerist seinni hluta ársins,“ segir hann. Við gætum þá farið að slá metárið? „Samkvæmt okkar spám munum við gera það á næsta ári,“ sagði Arnar að lokum. Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Núna í júní, samkvæmt okkar talningum þá komu 233 þúsund erlendir ferðamenn til Íslands. Þetta er nánast sami fjöldi og kom í sama mánuði árið 2018 þegar mest var,“ segir Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri. „Það var metár þannig við erum bara að jafna það ár svo gott sem.“ Munum við sjá þetta aukast eða erum við komin að mettun? „Ef við horfum á þann fjölda sem hefur komið til landsins það sem af er ári þá hafa komið hingað um 953 þúsund ferðamenn sem að er um það bil sjö prósentum undir árinu 2018 þannig við erum ekki enn búin að jafna það ár. En við nálgumst það jafnt og þétt, þetta metár 2018. Ferðamenn dvelja lengur en þeir gerðu 2018 Að sögn Arnars er það ekki bara fjöldinn sem skipti máli heldur líka dvalarlengdin sem er um einni nóttu lengri en árið 2018. Hann telur innviði nægilega sterka til að þennan gríðarlega ferðamannafjölda. Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri, segir styttast í nýtt metár í fjölda ferðamanna.Aðsent „Það jákvæða í þessu er ekki fjöldinn sjálfur heldur hversu lengi þeir dvelja. Dvalarlengdin er lengri, ferðamenn dvelja hér lengur og þar af leiðandi skilar hver ferðamaður meira til okkar heldur en var og það er mjög jákvætt,“ segir hann. „Svo getum við líka velt fyrir okkur innviðum, hversu vel eru þeir í stakk búnir til þess að taka við þessum fjölda. Ef við berum okkur saman við árið 2018 þá myndi ég nú segja að við séum betur búin undir þetta en þá.“ „Það er meiri fyrirhyggja í bransanum og við eigum von á þessum fjölda, það hefur innviðauppbygging átt sér stað í Covid og ennþá erum við undir fjöldanum sem var 2018. Þannig ég held við séum nokkuð vel undir það búin. Markvissar herferðir á Bandaríkjamarkaði skili árangri „En svo er eitt sem vekur áhuga og það er það að Bandaríkjamenn eru um það bil 43 prósent af heild sem koma hérna í júní. Þetta er stærra hlutfall heldur en hefur verið. Bandaríkjamenn hafa verið á bilinu 30 til 40 prósent af okkar erlendu ferðamönnum en núna eru þeir 43 prósent,“ segir Arnar. „Þá er ágætt að rýna í hvað veldur, Dollarinn er sterkur og Bandaríkjamenn flykkjast dálítið til Evrópu.“ Bandarískir ferðamenn flykkjast til landsins eins og enginn sé morgundagurinn.Vísir/Vilhelm „Hlutfall Bandaríkjamanna hér er þó nokkuð hærra heldur en víðs vegar annars staðar. Hvað veldur, það er svo sem ekki eitt svar við því. Markaðsstarf bæði flugfélaga og ferðaþjónustufyrirtækja beinist talsvert inn á þennan markað og það virðist vera að skila góðum árangri. Ísland sem áfangastaður held ég að henti vel því sem Bandaríkjamenn hafa áhuga á að sjá og upplifa,“ segir Arnar. Það eru engin Asíulönd á þessum lista yfir fjölmennustu ferðamannaþjóðirnar? „Asíumarkaður, við eigum hann inni, við getum orðað það þannig. Árið 2018 og '19 voru Kínverjar á bilinu sex til sjö prósent af heildarfjölda farþega sem komu til Íslands. Þeir eru enn ókomnir, við eigum von á því að seinni part ársins og í byrjun næsta munu mun fleiri Asíubúar koma til landsins,“ segir Arnar. Metár handan við hornið Arnar segir Ferðamálastofu hafa spáð um 2,3 til 2,4 milljónum ferðamanna til landsins á þessu ári. Telja þau að metár í fjölda erlendra ferðamanna verða slegið á næsta ári. „Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist seinni hluta ársins og við höfum verið að spá því, hérna hjá Ferðamálastofu, að þegar uppi er staðið þá komi hingað um 2,3 til 2,4 milljónir ferðamanna á þessu ári. Það veldur dálítið á því hvað gerist seinni hluta ársins,“ segir hann. Við gætum þá farið að slá metárið? „Samkvæmt okkar spám munum við gera það á næsta ári,“ sagði Arnar að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira