Hringdi 237 sinnum á Neyðarlínu og hafnað um miskabætur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. júlí 2023 10:57 Frá höfuðstöðvum Neyðarlínunnar. vísir/vilhelm Íslenska ríkið hefur verið sýknað af miskabótakröfu manns sem var handtekinn eftir að hafa hringt 237 sinnum að ástæðulausu í neyðarlínu. Hann var sjálfur talinn hafa valdið aðgerðum lögreglu. Að kvöldi 23. desember 2020 hringdi maðurinn, sem er erlendur ríkisborgari, 237 sinnum á sólarhring í símanúmer Neyðarlínunnar 112, án þess að um neyðartilvik eða erindi við viðbragðsaðila væri að ræða. Lögregla hringdi í manninn í þeim tilgangi að fá hann til að láta af hringingunum, en án árangurs. Svo fór að maðurinn var handtekinn aðfararnótt aðfangadags og fluttur á lögreglustöð. Maðurinn kaus að tjá sig ekki í skýrslutöku um erindi sitt við Neyðarlínuna og í maí 2021 var rannsókn lögreglustjóra á málinu hætt. Í ágúst sama ár krafðist maðurinn miskabóta úr hendi ríkisins vegna aðgerða lögreglu í málinu. Ríkislögreglustjóri hafnaði greiðslu miskabóta og taldi að maðurinn hafi sjálfur orðið valdur að aðgerðum lögreglu gegn honum. Fyrirsjáanleg afleiðing Í miskabótamálinu byggði maðurinn á því að hann hafi verið borinn sökum í sakamáli vegna máls sem var fellt niður. Hann ætti því rétt til óskertra bóta úr hendi ríkisins og krafðist einnar milljónar króna. Hann hafi hvorki brotið gegn fjarskiptalögum né öðrum lögum. Ríkið byggði á því að maðurinn hafi valdið þeim aðgerðum sem lögregla réðist í umrætt kvöld með því að hringja 237 sinnum að óþörfu í Neyðarlínu. Hann hafi valdið verulegri truflun á starfsemi Neyðarlínu og ekki upplýst hvert erindi hans væri. Handtakan hafi verið nauðsynleg í þágu allsherjarreglu. Grunur væri uppi um að maðurinn hafi gerst brotlegur gegn fjarskipta- og hegningarlögum með háttsemi sinni. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var talið að háttsemi mannins hafi gefið fullt tilefni til að handtaka manninn, til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Maðurinn hafi sjálfur valdið þeim aðgerðum sem hann reisti bótakröfu sína á og væri háttsemi hans orsök og fyrirsjáanleg afleiðing af háttsemi hans. Ríkið var því sýknað af kröfum mannsins. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Að kvöldi 23. desember 2020 hringdi maðurinn, sem er erlendur ríkisborgari, 237 sinnum á sólarhring í símanúmer Neyðarlínunnar 112, án þess að um neyðartilvik eða erindi við viðbragðsaðila væri að ræða. Lögregla hringdi í manninn í þeim tilgangi að fá hann til að láta af hringingunum, en án árangurs. Svo fór að maðurinn var handtekinn aðfararnótt aðfangadags og fluttur á lögreglustöð. Maðurinn kaus að tjá sig ekki í skýrslutöku um erindi sitt við Neyðarlínuna og í maí 2021 var rannsókn lögreglustjóra á málinu hætt. Í ágúst sama ár krafðist maðurinn miskabóta úr hendi ríkisins vegna aðgerða lögreglu í málinu. Ríkislögreglustjóri hafnaði greiðslu miskabóta og taldi að maðurinn hafi sjálfur orðið valdur að aðgerðum lögreglu gegn honum. Fyrirsjáanleg afleiðing Í miskabótamálinu byggði maðurinn á því að hann hafi verið borinn sökum í sakamáli vegna máls sem var fellt niður. Hann ætti því rétt til óskertra bóta úr hendi ríkisins og krafðist einnar milljónar króna. Hann hafi hvorki brotið gegn fjarskiptalögum né öðrum lögum. Ríkið byggði á því að maðurinn hafi valdið þeim aðgerðum sem lögregla réðist í umrætt kvöld með því að hringja 237 sinnum að óþörfu í Neyðarlínu. Hann hafi valdið verulegri truflun á starfsemi Neyðarlínu og ekki upplýst hvert erindi hans væri. Handtakan hafi verið nauðsynleg í þágu allsherjarreglu. Grunur væri uppi um að maðurinn hafi gerst brotlegur gegn fjarskipta- og hegningarlögum með háttsemi sinni. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var talið að háttsemi mannins hafi gefið fullt tilefni til að handtaka manninn, til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Maðurinn hafi sjálfur valdið þeim aðgerðum sem hann reisti bótakröfu sína á og væri háttsemi hans orsök og fyrirsjáanleg afleiðing af háttsemi hans. Ríkið var því sýknað af kröfum mannsins.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira