Conte las yfir í brasilísku stjörnunni í tvo tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2023 10:31 Richarlison fær hér klapp frá Antonio Conte eftir að sá síðarnefndi tók Brassann af velli. Getty/Mike Hewitt Richarlison náði ekki að standast þær væntingar sem voru til hans gerðar þegar Tottenham keypti hann frá Everton. Meðferðin hjá knattspyrnustjóranum var örugglega ekki að hjálpa mikið til. Richarlison hefur nú sagt frá því sem hann þurfti að ganga í gegnum á liðsfundi hjá Tottenham á síðasta tímabili. Hann segir að knattspyrnustjórinn Antonio Conte hafi þá lesið yfir honum í tvo klukkutíma. Richarlison hafði gagnrýnt Conte eftir að Tottenham datt út úr Meistaradeildinni en Conte svaraði honum opinberlega með því að kalla brasilíska framherjann eigingjarnan. Conte var seinna rekinn frá Tottenham. PSA: Don't criticise Antonio Conte in public #Richarlison #Conte #Spurs #THFC #PL pic.twitter.com/TLaR7pJMsq— DR Sports (@drsportsmedia) July 10, 2023 Richarlison var gestur í Que Papinho hlaðvarpinu í heimalandi sínu og talaði þar um að það hafi verið rangt hjá sér að gagnrýna knattspyrnustjórann sinn og að honum hafi svo sannarlega verið refsað fyrir það fyrir framan liðsfélaga sína. „Auðvitað gerði ég mig sjálfan að fífli í viðtalinu með því að segja ég þyrfti tíma og allt annað sem ég sagði. Þetta var eftir að við duttum út úr Meistaradeildinni og ég bað hann seinna afsökunar,“ sagði Richarlison. „Ég sagði meira segja við hann að ef hann vildi refsa mér þá mætti hann það. Við unnum úr þessu þarna en þegar ég reyndi að komast aftur á skrið þá meiddist ég aftur. Hvort sem þér líkar það betur eða verr þá hefur þetta alltaf áhrif á hausinn,“ sagði Richarlison. „Hann verður alltaf að sýna ákveðni sína fyrir framan hópinn, láta vita af því að hann sé þarna og hver sé með stjórnina. Það er hans leið að eiga samskipti við fólk og við hópinn. Hann eyddi næstum því tveimur tímum í að lesa yfir mér á liðsfundi og það fyrir framan alla,“ sagði Richarlison og hló. Richarlison reached out to Antonio Conte after he left Tottenham pic.twitter.com/dTxJvVrzJz— ESPN UK (@ESPNUK) July 8, 2023 Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira
Richarlison hefur nú sagt frá því sem hann þurfti að ganga í gegnum á liðsfundi hjá Tottenham á síðasta tímabili. Hann segir að knattspyrnustjórinn Antonio Conte hafi þá lesið yfir honum í tvo klukkutíma. Richarlison hafði gagnrýnt Conte eftir að Tottenham datt út úr Meistaradeildinni en Conte svaraði honum opinberlega með því að kalla brasilíska framherjann eigingjarnan. Conte var seinna rekinn frá Tottenham. PSA: Don't criticise Antonio Conte in public #Richarlison #Conte #Spurs #THFC #PL pic.twitter.com/TLaR7pJMsq— DR Sports (@drsportsmedia) July 10, 2023 Richarlison var gestur í Que Papinho hlaðvarpinu í heimalandi sínu og talaði þar um að það hafi verið rangt hjá sér að gagnrýna knattspyrnustjórann sinn og að honum hafi svo sannarlega verið refsað fyrir það fyrir framan liðsfélaga sína. „Auðvitað gerði ég mig sjálfan að fífli í viðtalinu með því að segja ég þyrfti tíma og allt annað sem ég sagði. Þetta var eftir að við duttum út úr Meistaradeildinni og ég bað hann seinna afsökunar,“ sagði Richarlison. „Ég sagði meira segja við hann að ef hann vildi refsa mér þá mætti hann það. Við unnum úr þessu þarna en þegar ég reyndi að komast aftur á skrið þá meiddist ég aftur. Hvort sem þér líkar það betur eða verr þá hefur þetta alltaf áhrif á hausinn,“ sagði Richarlison. „Hann verður alltaf að sýna ákveðni sína fyrir framan hópinn, láta vita af því að hann sé þarna og hver sé með stjórnina. Það er hans leið að eiga samskipti við fólk og við hópinn. Hann eyddi næstum því tveimur tímum í að lesa yfir mér á liðsfundi og það fyrir framan alla,“ sagði Richarlison og hló. Richarlison reached out to Antonio Conte after he left Tottenham pic.twitter.com/dTxJvVrzJz— ESPN UK (@ESPNUK) July 8, 2023
Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira