Juventus samþykkir árs bann frá Evrópukeppnum Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2023 14:30 Juventus mun að öllum líkindum ekki taka þátt í Sambandsdeildinni á næsta ári. Vísir/Getty Juventus og Knattspyrnusamband Evrópu UEFA eru við það að ná samkomulagi um refsingu ítalska félagsins vegna brota þess á fjárhagsreglum sambandsins. Bókhald ítalska stórliðsins Juventus hefur verið til rannsóknar síðustu mánuðina vegna gruns um að félagið hafi brotið fjárhagsreglur UEFA. Í nóvember sagði öll stjórn félagsins af sér vegna rannsóknarinnar og í janúar voru fimmtán stig dregin af félaginu í Serie A vegna þessara brota. Íþróttamálayfirvöld Ítalíu felldu þann dóm úr gildi og fyrirskipuðu ný réttarhöld og í maí var úrskurðað að stig skyldu dregin af Juventus á nýjan leik, í þetta skiptið tíu stig sem þýddi að liðið hafnaði í 7. sæti Serie A og náði þar með aðeins sæti í Sambandsdeild Evrópu. Refsingin er eins og áður segir tilkomin vegna fjárhagsbrota en félagið er grunað um að hafa falsað bókhald félagsins á árunum 2019-21 varðandi kaup og sölur á leikmönnum. Nú greinir ítalski miðillinn Corriero Dello Sport frá því að Juventus og UEFA séu búin að ná samkomulagi vegna málsins. Juventus fær árs bann frá Evrópukeppnum og mun því ekki taka þátt í Sambandsdeildinni á komandi tímabili. Samþykki Juventus að áfrýja ekki þessum úrskurði mun félagið geta unnið sér inn sæti í Evrópukeppni tímabilið 2024-25 sem væri mikilvægt fyrir félagið. Talið er að forráðamenn Juventus muni taka þessari niðurstöðu í stað þess að hætta á frekari refsingu áfrýi félagið til CAS, Alþjóða íþróttadómstólsins. Fiorentina mun taka sæti Juventus í Sambandsdeildinni verði þetta lendingin. Á morgun hefjast réttarhöld yfir Andrea Agnelli, fyrrverandi framkvæmdastjóra Juventus, vegna brota hans í starfi. Hann er grunaður um að hafa falsað skjöl um laun leikmanna sem og greiðslur til umboðsmanna. Aðrir fyrrum háttsettir menn hjá Juventus hafa náð samkomulagi við saksóknara vegna málsins, það hefur Agnelli hins vegar ekki gert og fer því fyrir rétt á morgun. Ítalski boltinn UEFA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Bókhald ítalska stórliðsins Juventus hefur verið til rannsóknar síðustu mánuðina vegna gruns um að félagið hafi brotið fjárhagsreglur UEFA. Í nóvember sagði öll stjórn félagsins af sér vegna rannsóknarinnar og í janúar voru fimmtán stig dregin af félaginu í Serie A vegna þessara brota. Íþróttamálayfirvöld Ítalíu felldu þann dóm úr gildi og fyrirskipuðu ný réttarhöld og í maí var úrskurðað að stig skyldu dregin af Juventus á nýjan leik, í þetta skiptið tíu stig sem þýddi að liðið hafnaði í 7. sæti Serie A og náði þar með aðeins sæti í Sambandsdeild Evrópu. Refsingin er eins og áður segir tilkomin vegna fjárhagsbrota en félagið er grunað um að hafa falsað bókhald félagsins á árunum 2019-21 varðandi kaup og sölur á leikmönnum. Nú greinir ítalski miðillinn Corriero Dello Sport frá því að Juventus og UEFA séu búin að ná samkomulagi vegna málsins. Juventus fær árs bann frá Evrópukeppnum og mun því ekki taka þátt í Sambandsdeildinni á komandi tímabili. Samþykki Juventus að áfrýja ekki þessum úrskurði mun félagið geta unnið sér inn sæti í Evrópukeppni tímabilið 2024-25 sem væri mikilvægt fyrir félagið. Talið er að forráðamenn Juventus muni taka þessari niðurstöðu í stað þess að hætta á frekari refsingu áfrýi félagið til CAS, Alþjóða íþróttadómstólsins. Fiorentina mun taka sæti Juventus í Sambandsdeildinni verði þetta lendingin. Á morgun hefjast réttarhöld yfir Andrea Agnelli, fyrrverandi framkvæmdastjóra Juventus, vegna brota hans í starfi. Hann er grunaður um að hafa falsað skjöl um laun leikmanna sem og greiðslur til umboðsmanna. Aðrir fyrrum háttsettir menn hjá Juventus hafa náð samkomulagi við saksóknara vegna málsins, það hefur Agnelli hins vegar ekki gert og fer því fyrir rétt á morgun.
Ítalski boltinn UEFA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira