Mikil áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júlí 2023 15:31 Páll segir erlenda fanga ekki erfiðari en þá íslensku en að þeim fylgi annars konar áskoranir. Vísir/Vilhelm Fangelsismálastjóri, Páll Winkel, segir það mikla áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin en síðustu ár hefur verið mikið fjölgun meðal erlendra fanga í íslenskum fangelsum. Alls eru 30 prósent þeirra sem afplána í íslenskum fangelsum af erlendu bergi brotin og 60 prósent þeirra sem eru í gæsluvarðhaldi. Þetta er gríðarleg fjölgun frá fyrri árum en sem dæmi var hlutfall erlendra fanga í afplánun árið 2019 18,1 prósent og gæsluvarðhaldsfanga 34,8 prósent. Mikil fjölgun hefur verið meðal erlendra fanga síðustu ár. Mynd/Fangelsismálastofnun. Fjallað er sérstaklega um stöðu erlendra kvenna í afplánun í nýrri OPCAT-skýrslu umboðsmanns Alþingis þar sem bent er á sérstöðu erlendra kvenfanga og ýmsar ábendingar lagðar til er varðar stöðu þeirra. Þar má nefna til dæmis að gæta þess að alltaf sé kallaður til túlkur við innkomu fanga og að tryggja að mikilvægar upplýsingar séu þýddar á fleiri tungumál en íslensku og ensku. Þá er einnig varað við því að fangar túlki fyrir hvern annan, sérstaklega þegar um er að ræða viðkvæm einkamálefni eða upplýsingar sem varða réttindi þeirra eða skyldur. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að ekki sé hægt að neita því að slíkri fjölgun fylgi nýjar áskoranir. „Útlendingum í fangelsum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu misserum og eru nú um 30% þeirra sem eru í afplánun erlendir ríkisborgarar en 60% allra gæsluvarðhaldsfanga eru erlendir ríkisborgarar. Það hefur verið áskorun að fá túlkun fyrir svo ört vaxandi hóp sem talar mörg mismunandi tungumál en við komu í fangelsi liggur ekki ávallt fyrir hvaða tungumál viðkomandi mælir á,“ segir Páll. Hann segir að stofnunin muni að sjálfsögðu taka mið af ábendingum og athugasemdum umboðsmanns Alþingis varðandi aukna túlkaþjónustu „Eins og varðandi önnur atriði sem okkur er fært að bregðast við. Mikilvægt er þó að taka fram að erlendir fangar eru ekki erfiðari en íslenskir en aðrar áskoranir geta fylgt þeim, meðal annars hvað varðar tungumálaerfiðleika. Fangelsismálastofnun hefur að undanförnu lagt áherslu á að ráða fangaverði sem tala erlend tungumál þannig að unnt verði að veita betri og faglegri þjónustu,“ segir Páll að lokum. Fangelsismál Jafnréttismál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir „Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00 Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Alls eru 30 prósent þeirra sem afplána í íslenskum fangelsum af erlendu bergi brotin og 60 prósent þeirra sem eru í gæsluvarðhaldi. Þetta er gríðarleg fjölgun frá fyrri árum en sem dæmi var hlutfall erlendra fanga í afplánun árið 2019 18,1 prósent og gæsluvarðhaldsfanga 34,8 prósent. Mikil fjölgun hefur verið meðal erlendra fanga síðustu ár. Mynd/Fangelsismálastofnun. Fjallað er sérstaklega um stöðu erlendra kvenna í afplánun í nýrri OPCAT-skýrslu umboðsmanns Alþingis þar sem bent er á sérstöðu erlendra kvenfanga og ýmsar ábendingar lagðar til er varðar stöðu þeirra. Þar má nefna til dæmis að gæta þess að alltaf sé kallaður til túlkur við innkomu fanga og að tryggja að mikilvægar upplýsingar séu þýddar á fleiri tungumál en íslensku og ensku. Þá er einnig varað við því að fangar túlki fyrir hvern annan, sérstaklega þegar um er að ræða viðkvæm einkamálefni eða upplýsingar sem varða réttindi þeirra eða skyldur. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að ekki sé hægt að neita því að slíkri fjölgun fylgi nýjar áskoranir. „Útlendingum í fangelsum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu misserum og eru nú um 30% þeirra sem eru í afplánun erlendir ríkisborgarar en 60% allra gæsluvarðhaldsfanga eru erlendir ríkisborgarar. Það hefur verið áskorun að fá túlkun fyrir svo ört vaxandi hóp sem talar mörg mismunandi tungumál en við komu í fangelsi liggur ekki ávallt fyrir hvaða tungumál viðkomandi mælir á,“ segir Páll. Hann segir að stofnunin muni að sjálfsögðu taka mið af ábendingum og athugasemdum umboðsmanns Alþingis varðandi aukna túlkaþjónustu „Eins og varðandi önnur atriði sem okkur er fært að bregðast við. Mikilvægt er þó að taka fram að erlendir fangar eru ekki erfiðari en íslenskir en aðrar áskoranir geta fylgt þeim, meðal annars hvað varðar tungumálaerfiðleika. Fangelsismálastofnun hefur að undanförnu lagt áherslu á að ráða fangaverði sem tala erlend tungumál þannig að unnt verði að veita betri og faglegri þjónustu,“ segir Páll að lokum.
Fangelsismál Jafnréttismál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir „Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00 Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
„Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00
Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26