Neuer varði kvöldinu á Hvolsvelli Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. júlí 2023 22:27 Manuel Neuer heilsaði upp á starfsfólkið og fékk mynd af sér með þeim inni í eldhúsi. Aðsent Þýska knattspyrnugoðsögnin Manuel Neuer borðaði kvöldmat á veitingastaðnum Hygge í Fljótshlíðinni í gær. Hann fékk sér lax, salat, spænskar kartöflur og kaloríusnauðan Gull Light og var í heila þrjá tíma á staðnum. Vísir ræddi við Jorge Muñoz, kólumbískan eiganda Hygge, um þennan óvænta þýska gest. Hann segir markmanninn hafa verið ótrúlega vinalegan og kurteis. Þá kom Jorge mest á óvart að markmaðurinn sem væri gjarnan talinn með þeim bestu í sögunni gæti verið svona venjulegur í fasi Myndarlegur hávaxinn maður í lopapeysu Jorge sagðist hafa fengið nafnlausa borðapöntun fyrir þrjá í gærkvöldi. Þegar gestirnir mættu kom í ljós að einn þeirra var Manuel Neuer. Sjálfur þekkti hann Neuer þó ekki í fyrstu enda væri hann ekki gríðarlegur fótboltaáhugamaður. Hinn íslenski Marri Rafn fékk mynd af sér með markmanninum.Skjáskot/Instagram Þegar markmaðurinn kom í dyrnar hafi hann hins vegar séð að þetta væri ekki alveg venjulegur gaur. „Ég sé að hann er 1,93 að stærð, mjög myndarlegur og í lopapeysu.“ Aftur á móti hafi einn þjónninn séð um leið hver þetta væri og sagt við hina „Voruði búin að sjá hver þetta er?“ „Hann fékk sér Gull Light, hann bað um bjór án kaloría. Síðan pantaði hann hygge-salat og „patatas bravas“. Í aðalrétt fékk hann sér síðan nýveiddan grillaðan lax,“ sagði Jorge aðspurður um það sem Neuer fékk sér. Hygge er staðsettur á Hellishólum í Fljótshlíðinni og leggur að sögn Jorge mikið upp úr því að nota afurðir úr nærumhverfinu í fusion-eldamennsku úr uppskriftum sem koma frá öllum heimshornum. Neuer fékk sér íslenskan nýveiddan lax í aðalrétt enda er fiskur hollur og góður.Aðsent Stöðugar augngotur frá þrjátíu manna þýskum hópi Á einum tímapunkti komu tveir ungir íslenskir menn, sem höfðu verið að spila golf á golfvellinum við staðinn, inn í salinn og fóru til Neuer að spjalla við hann. Jorge segir Neuer hafa talað smá spænsku við starfsfólkið. Hann hefur kannski lært hana af spænskum liðsfélögum sínum.Aðsent Þá varð öllum í matsalnum ljóst að það væri einhver þekktur á meðal þeirra. Neuer fékk stöðugar augngotur frá þrjátíu manna hópi Þjóðverja en þeir þorðu hins vegar ekki að ræða við hann. Þá vildi Neuer sjálfur ekki vekja mikla athygli á sér, sérstaklega vegna stóra þýska hópsins. Þess vegna vildi hann frekar láta taka mynd af sér með starfsfólki veitingastaðarins inni í eldhúsinu. „Hann kom síðan í eldhúsið að segja hæ við kokkana. Hann hrósaði þeim og þakkaði fyrir matinn,“ sagði Jorge. Eftir að hann kom aftur út úr eldhúsinu hafi Þjóðverjarnir hins vegar beðið eftir honum til að biðja um myndir. Hann hafi orðið við öllum þeim beiðnum. Markmaðurinn var heila þrjá tíma á staðnum. Eftir að hann var búinn að borða segir Jorge að hópur hans hafi verið áfram á staðnum í um korter að skoða landakort af Íslandi til að ákveða hvert skyldi halda næst á ferðalaginu. Rangárþing eystra Matur Þýski boltinn Fótbolti Íslandsvinir Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Vísir ræddi við Jorge Muñoz, kólumbískan eiganda Hygge, um þennan óvænta þýska gest. Hann segir markmanninn hafa verið ótrúlega vinalegan og kurteis. Þá kom Jorge mest á óvart að markmaðurinn sem væri gjarnan talinn með þeim bestu í sögunni gæti verið svona venjulegur í fasi Myndarlegur hávaxinn maður í lopapeysu Jorge sagðist hafa fengið nafnlausa borðapöntun fyrir þrjá í gærkvöldi. Þegar gestirnir mættu kom í ljós að einn þeirra var Manuel Neuer. Sjálfur þekkti hann Neuer þó ekki í fyrstu enda væri hann ekki gríðarlegur fótboltaáhugamaður. Hinn íslenski Marri Rafn fékk mynd af sér með markmanninum.Skjáskot/Instagram Þegar markmaðurinn kom í dyrnar hafi hann hins vegar séð að þetta væri ekki alveg venjulegur gaur. „Ég sé að hann er 1,93 að stærð, mjög myndarlegur og í lopapeysu.“ Aftur á móti hafi einn þjónninn séð um leið hver þetta væri og sagt við hina „Voruði búin að sjá hver þetta er?“ „Hann fékk sér Gull Light, hann bað um bjór án kaloría. Síðan pantaði hann hygge-salat og „patatas bravas“. Í aðalrétt fékk hann sér síðan nýveiddan grillaðan lax,“ sagði Jorge aðspurður um það sem Neuer fékk sér. Hygge er staðsettur á Hellishólum í Fljótshlíðinni og leggur að sögn Jorge mikið upp úr því að nota afurðir úr nærumhverfinu í fusion-eldamennsku úr uppskriftum sem koma frá öllum heimshornum. Neuer fékk sér íslenskan nýveiddan lax í aðalrétt enda er fiskur hollur og góður.Aðsent Stöðugar augngotur frá þrjátíu manna þýskum hópi Á einum tímapunkti komu tveir ungir íslenskir menn, sem höfðu verið að spila golf á golfvellinum við staðinn, inn í salinn og fóru til Neuer að spjalla við hann. Jorge segir Neuer hafa talað smá spænsku við starfsfólkið. Hann hefur kannski lært hana af spænskum liðsfélögum sínum.Aðsent Þá varð öllum í matsalnum ljóst að það væri einhver þekktur á meðal þeirra. Neuer fékk stöðugar augngotur frá þrjátíu manna hópi Þjóðverja en þeir þorðu hins vegar ekki að ræða við hann. Þá vildi Neuer sjálfur ekki vekja mikla athygli á sér, sérstaklega vegna stóra þýska hópsins. Þess vegna vildi hann frekar láta taka mynd af sér með starfsfólki veitingastaðarins inni í eldhúsinu. „Hann kom síðan í eldhúsið að segja hæ við kokkana. Hann hrósaði þeim og þakkaði fyrir matinn,“ sagði Jorge. Eftir að hann kom aftur út úr eldhúsinu hafi Þjóðverjarnir hins vegar beðið eftir honum til að biðja um myndir. Hann hafi orðið við öllum þeim beiðnum. Markmaðurinn var heila þrjá tíma á staðnum. Eftir að hann var búinn að borða segir Jorge að hópur hans hafi verið áfram á staðnum í um korter að skoða landakort af Íslandi til að ákveða hvert skyldi halda næst á ferðalaginu.
Rangárþing eystra Matur Þýski boltinn Fótbolti Íslandsvinir Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira