Gabriel Jesus grét undan Guardiola Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2023 14:31 Pep Guardiola gefur hér Gabriel Jesus fyrirmæli í Meistaradeildarleik. Getty/Dave Howarth Gabriel Jesus fór yfir ástæður þess að hann yfirgaf Manchester City fyrir ári síðan og það var vegna meðferðarinnar sem hann fékk hjá knattspyrnustjóranum Pep Guardiola. Pep Guardiola hefur náð frábærum árangri sem knattspyrnustjóri en hann hlífir engum þegar hann velur liðið sitt. Gabriel Jesus lék undir stjórn Guardiola í fimm ár en sagðist líða eins og frjáls maður eftir að hann komst til Arsenal. „Þetta var Meistaradeildarleikur á móti PSG á heimavelli. Hann lét þá [Oleksandr] Zinchenko spila sem falska níu. Algjör klikkun,“ sagði Gabriel Jesus í hlaðvarpsþættinum „Denilson show“ en hann var þar að rifja upp leik frá því í nóvember 2021. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Daginn áður þá notaði hann Zinchenko ekkert á æfingunni því ég var þá að spila sem framherji. Zinchenko grínaðist einnig við mig: Ég fann til með þér þennan dag,“ sagði Jesus. ESPN segir frá. „Tveimur klukkutímum fyrir leikinn er liðsfundur. Liðið borðar saman, hvílir sig í þrjátíu mínútur og fer síðan á leikinn. Hann sagði frá byrjunarliðinu. Ég hafði enga matarlyst. Ég fór strax upp í rúmið mitt og grét,“ sagði Jesus. „Ég hringdi í móður mína til að ræða málin. Ég sagði: Ég vil komast í burtu. Ég ætla heim af því að hann setti Zinchenko í mína stöðu og ég fékk ekki að spila. Vinstri bakvörð. Ég algjörlega trompaðist,“ sagði Jesus. Jesus kom inn á fyrir Zinchenko í seinni hálfleiknum, lagði upp jöfnunarmarkið og skoraði síðan sigurmarkið sjálfur. „Ég hitaði ekki upp. Mér leið svo illa. Fimm mínútum eftir að [Kylian] Mbappe skoraði þá kallaði hann á mig. Ég gaf stoðsendingu og skoraði mark og við snérum við leiknum. Ég hélt að ég myndi spila í næsta Meistaradeildarleik en gerði það ekki,“ sagði Jesus. „Það var mikið um svona hjá Guardiola og þetta er ekki auðvelt. Leikmenn þroskast hjá honum en þetta er mjög erfitt. Ég ákvað þarna að ég vildi ekki vera þarna lengur og að ég þyrfti að komast í burtu,“ sagði Jesus. Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Pep Guardiola hefur náð frábærum árangri sem knattspyrnustjóri en hann hlífir engum þegar hann velur liðið sitt. Gabriel Jesus lék undir stjórn Guardiola í fimm ár en sagðist líða eins og frjáls maður eftir að hann komst til Arsenal. „Þetta var Meistaradeildarleikur á móti PSG á heimavelli. Hann lét þá [Oleksandr] Zinchenko spila sem falska níu. Algjör klikkun,“ sagði Gabriel Jesus í hlaðvarpsþættinum „Denilson show“ en hann var þar að rifja upp leik frá því í nóvember 2021. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Daginn áður þá notaði hann Zinchenko ekkert á æfingunni því ég var þá að spila sem framherji. Zinchenko grínaðist einnig við mig: Ég fann til með þér þennan dag,“ sagði Jesus. ESPN segir frá. „Tveimur klukkutímum fyrir leikinn er liðsfundur. Liðið borðar saman, hvílir sig í þrjátíu mínútur og fer síðan á leikinn. Hann sagði frá byrjunarliðinu. Ég hafði enga matarlyst. Ég fór strax upp í rúmið mitt og grét,“ sagði Jesus. „Ég hringdi í móður mína til að ræða málin. Ég sagði: Ég vil komast í burtu. Ég ætla heim af því að hann setti Zinchenko í mína stöðu og ég fékk ekki að spila. Vinstri bakvörð. Ég algjörlega trompaðist,“ sagði Jesus. Jesus kom inn á fyrir Zinchenko í seinni hálfleiknum, lagði upp jöfnunarmarkið og skoraði síðan sigurmarkið sjálfur. „Ég hitaði ekki upp. Mér leið svo illa. Fimm mínútum eftir að [Kylian] Mbappe skoraði þá kallaði hann á mig. Ég gaf stoðsendingu og skoraði mark og við snérum við leiknum. Ég hélt að ég myndi spila í næsta Meistaradeildarleik en gerði það ekki,“ sagði Jesus. „Það var mikið um svona hjá Guardiola og þetta er ekki auðvelt. Leikmenn þroskast hjá honum en þetta er mjög erfitt. Ég ákvað þarna að ég vildi ekki vera þarna lengur og að ég þyrfti að komast í burtu,“ sagði Jesus.
Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira