„Þær eru ógeðslega skipulagðar“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2023 16:00 Tahnai Annis skoraði sigurmark Þórs/KA gegn Keflavík. VÍSIR/VILHELM Lið Þórs/KA fékk verðskuldað hrós í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld en liðið situr í 3. sæti Bestu deildarinnar eftir góðan 1-0 útisigur gegn Keflavík í síðasta leik. Akureyringar eru án síns aðalmarkaskorara, Söndru Maríu Jessen, vegna meiðsla en hafa nú fengið tíu af tólf mögulegum stigum í síðustu fjórum leikjum. Mark frá Tahnai Annis dugði gegn Keflavík enda virðist varnarleikur liðsins, eftir að þjálfarinn Jóhann Kristinn Gunnarsson tók á ný við liðinu, afar traustur. „Þær gerðu þetta mjög vel. Þær voru mjög agaðar og þéttar, línurnar þéttar saman hjá þeim, og Keflavík átti mjög erfitt með að búa sér til opin og góð færi,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir í Bestu mörkunum. „Mér hefur fundist Jóa takast þetta mjög vel með Þór/KA. Þær eru ógeðslega skipulagðar varnarlega,“ skaut Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, inn í áður en Sonný bætti við: „Þær eru líka svo skynsamar. Þær vita alveg hvenær þær eiga að fara í pressu og hvenær þær eiga að bíða. Þær eru ekkert að hlaupa út úr stöðum.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um Þór/KA Margrét Lára Viðarsdóttir velti upp þeirri spurningu hvort að lið Þórs/KA væri ekki einfaldlega búið að koma liða mest á óvart í sumar, einu stigi á eftir toppliðunum sem reyndar eiga leik til góða. „Þær vita sín takmörk og hlutverk rosalega vel. Þeim líður vel í þessum hlutverkum sínum. Þeim líður vel þegar staðan er 0-0, eða þegar þær eru einu marki undir. Það er ekkert fát á þeim. Þær missa ekkert hausinn þó að þær byrji illa, eins og gegn Stjörnunni í síðasta leik, þar sem þær lenda 3-0 undir á heimavelli en koma til baka. Þær eru fókuseraðar á sjálfar sig, sína vegferð og að bæta sig sem lið. Það finnst mér ótrúlega gaman að sjá,“ sagði Margrét Lára. Jóhann Kristinn Gunnarsson gerði Þór/KA að Íslandsmeistara árið 2012 og er nú tekinn við liðinu að nýju, með góðum árangri.VÍSIR/VILHELM Næsti leikur Þórs/KA er gegn ÍBV á sunnudaginn en svo tekur við hlé í deildinni. „Þær geta verið í 3. sæti mögulega þegar við förum í þessa þriggja vikna pásu. Við tölum um að gengi Selfoss og mögulega Stjörnunnar hafi komið okkur á óvart, en er ekki bara gengi Þórs/KA að koma flestum mest á óvart, fyrir utan Þórs/KA-liðið?“ spurði Margrét en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Bestu mörkin Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Akureyringar eru án síns aðalmarkaskorara, Söndru Maríu Jessen, vegna meiðsla en hafa nú fengið tíu af tólf mögulegum stigum í síðustu fjórum leikjum. Mark frá Tahnai Annis dugði gegn Keflavík enda virðist varnarleikur liðsins, eftir að þjálfarinn Jóhann Kristinn Gunnarsson tók á ný við liðinu, afar traustur. „Þær gerðu þetta mjög vel. Þær voru mjög agaðar og þéttar, línurnar þéttar saman hjá þeim, og Keflavík átti mjög erfitt með að búa sér til opin og góð færi,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir í Bestu mörkunum. „Mér hefur fundist Jóa takast þetta mjög vel með Þór/KA. Þær eru ógeðslega skipulagðar varnarlega,“ skaut Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, inn í áður en Sonný bætti við: „Þær eru líka svo skynsamar. Þær vita alveg hvenær þær eiga að fara í pressu og hvenær þær eiga að bíða. Þær eru ekkert að hlaupa út úr stöðum.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um Þór/KA Margrét Lára Viðarsdóttir velti upp þeirri spurningu hvort að lið Þórs/KA væri ekki einfaldlega búið að koma liða mest á óvart í sumar, einu stigi á eftir toppliðunum sem reyndar eiga leik til góða. „Þær vita sín takmörk og hlutverk rosalega vel. Þeim líður vel í þessum hlutverkum sínum. Þeim líður vel þegar staðan er 0-0, eða þegar þær eru einu marki undir. Það er ekkert fát á þeim. Þær missa ekkert hausinn þó að þær byrji illa, eins og gegn Stjörnunni í síðasta leik, þar sem þær lenda 3-0 undir á heimavelli en koma til baka. Þær eru fókuseraðar á sjálfar sig, sína vegferð og að bæta sig sem lið. Það finnst mér ótrúlega gaman að sjá,“ sagði Margrét Lára. Jóhann Kristinn Gunnarsson gerði Þór/KA að Íslandsmeistara árið 2012 og er nú tekinn við liðinu að nýju, með góðum árangri.VÍSIR/VILHELM Næsti leikur Þórs/KA er gegn ÍBV á sunnudaginn en svo tekur við hlé í deildinni. „Þær geta verið í 3. sæti mögulega þegar við förum í þessa þriggja vikna pásu. Við tölum um að gengi Selfoss og mögulega Stjörnunnar hafi komið okkur á óvart, en er ekki bara gengi Þórs/KA að koma flestum mest á óvart, fyrir utan Þórs/KA-liðið?“ spurði Margrét en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Bestu mörkin Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira