„Ég hef alltaf vitað að ég væri mikill markaskorari“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2023 10:00 Bryndís Arna Níelsdóttir bregður á leik með skotskóna. Vísir/Hulda Margrét Valskonan Bryndís Arna Níelsdóttir er langmarkahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir fyrstu ellefu umferðirnar. Hún hefur skorað níu mörk eða fjórum mörkum meira en þær sem skipa annað sætið á listanum yfir markahæstu menn. Bryndís Arna er að blómstra á sínu öðru tímabili hjá Hlíðarenda en hvað er að skila öllum þessum mörkum. „Ég hef verið að æfa þetta mjög mikið og svo er ég með þessa leikmenn við hliðina á mér í Val sem eru að aðstoða mig. Þær eiga jafnmikið kredit fyrir þessi mörk og ég. Ég er mjög ánægð með alla í liðinu,“ sagði Bryndís Arna Níelsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Erfitt í fyrra Bryndís segir að það sé munur á henni í ár og í fyrra þegar hún steig sína frumraun með Valsliðinu. „Jú klárlega. Ég var að glíma við meiðsli í fyrra og svo vorum við bara með hörku framherja í Cyeru [Hintzen] og Elínu Mettu [Jensen] þegar ég kom til baka. Þá var svolítið erfitt að brjótast inn í liðið,“ sagði Bryndís Arna. „Ég setti mér það markmið fyrir þetta tímabil að ætla að komast inn í þetta byrjunarlið, fara hjálpa liðinu, skora mörk, gefa stoðsendingar og mér finnst það hafa heppnast vel,“ sagði Bryndís. Vildi vera framherji númer eitt, tvö og þrjú „Cyera fór út og Elín Metta hætti. Ég vildi bara vera framherji númer eitt, tvö og þrjú. Ég vil alltaf vaxa og dafna í mínum leik og það hjálpar að vera með þessu Valsliði og vera með Pétur sem þjálfara,“ sagði Bryndís en hvernig er Pétur sem þjálfari. „Hann er mjög góður þjálfari og við sjáum það bara á árangri Valsliðins undanfarin ár. Liðið varð Íslands- og bikarmeistari í fyrra og hann er mjög góður þjálfari og að kenna mér mjög margt,“ sagði Bryndís. Alltaf að tala um þegar hann var í Feyenoord Pétur Pétursson er náttúrulega algjör goðsögn sem leikmaður og einn allra besti framherji Íslandssögunnar. Minnir hann stelpurnar stundum á það. „Ó já. Á hverri einustu æfingu þá er hann að tala um þegar hann var í Feyenoord. Hann er mjög fyndinn og mjög góð týpa. Það er mjög skemmtilegt að hafa hann,“ sagði Bryndís. Hún er búin að skora níu sinnum í ellefu leikjum en er markauppskera sumarsins til þessa framar hennar vonum. „Nei ég hef alltaf vitað að ég væri mikill markaskorari og er góð í því. Ég hef skorað mikið af mörkum í gegnum tíðina og þetta var aldrei að fara að breytast í ár. Bara að skora mörk og leggja upp mörk fyrir liðsfélagana mín. Það var alltaf markmiðið og meðan við erum að vinna þá er ég mjög sátt,“ sagði Bryndís. Bryndís talar líka um Fanndísi Friðriksdóttur og mikilvægi hennar í viðtalinu. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Bryndís Arna: Hann er mjög fyndinn og mjög góð týpa Besta deild kvenna Valur Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira
Bryndís Arna er að blómstra á sínu öðru tímabili hjá Hlíðarenda en hvað er að skila öllum þessum mörkum. „Ég hef verið að æfa þetta mjög mikið og svo er ég með þessa leikmenn við hliðina á mér í Val sem eru að aðstoða mig. Þær eiga jafnmikið kredit fyrir þessi mörk og ég. Ég er mjög ánægð með alla í liðinu,“ sagði Bryndís Arna Níelsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Erfitt í fyrra Bryndís segir að það sé munur á henni í ár og í fyrra þegar hún steig sína frumraun með Valsliðinu. „Jú klárlega. Ég var að glíma við meiðsli í fyrra og svo vorum við bara með hörku framherja í Cyeru [Hintzen] og Elínu Mettu [Jensen] þegar ég kom til baka. Þá var svolítið erfitt að brjótast inn í liðið,“ sagði Bryndís Arna. „Ég setti mér það markmið fyrir þetta tímabil að ætla að komast inn í þetta byrjunarlið, fara hjálpa liðinu, skora mörk, gefa stoðsendingar og mér finnst það hafa heppnast vel,“ sagði Bryndís. Vildi vera framherji númer eitt, tvö og þrjú „Cyera fór út og Elín Metta hætti. Ég vildi bara vera framherji númer eitt, tvö og þrjú. Ég vil alltaf vaxa og dafna í mínum leik og það hjálpar að vera með þessu Valsliði og vera með Pétur sem þjálfara,“ sagði Bryndís en hvernig er Pétur sem þjálfari. „Hann er mjög góður þjálfari og við sjáum það bara á árangri Valsliðins undanfarin ár. Liðið varð Íslands- og bikarmeistari í fyrra og hann er mjög góður þjálfari og að kenna mér mjög margt,“ sagði Bryndís. Alltaf að tala um þegar hann var í Feyenoord Pétur Pétursson er náttúrulega algjör goðsögn sem leikmaður og einn allra besti framherji Íslandssögunnar. Minnir hann stelpurnar stundum á það. „Ó já. Á hverri einustu æfingu þá er hann að tala um þegar hann var í Feyenoord. Hann er mjög fyndinn og mjög góð týpa. Það er mjög skemmtilegt að hafa hann,“ sagði Bryndís. Hún er búin að skora níu sinnum í ellefu leikjum en er markauppskera sumarsins til þessa framar hennar vonum. „Nei ég hef alltaf vitað að ég væri mikill markaskorari og er góð í því. Ég hef skorað mikið af mörkum í gegnum tíðina og þetta var aldrei að fara að breytast í ár. Bara að skora mörk og leggja upp mörk fyrir liðsfélagana mín. Það var alltaf markmiðið og meðan við erum að vinna þá er ég mjög sátt,“ sagði Bryndís. Bryndís talar líka um Fanndísi Friðriksdóttur og mikilvægi hennar í viðtalinu. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Bryndís Arna: Hann er mjög fyndinn og mjög góð týpa
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira