„Ég hef alltaf vitað að ég væri mikill markaskorari“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2023 10:00 Bryndís Arna Níelsdóttir bregður á leik með skotskóna. Vísir/Hulda Margrét Valskonan Bryndís Arna Níelsdóttir er langmarkahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir fyrstu ellefu umferðirnar. Hún hefur skorað níu mörk eða fjórum mörkum meira en þær sem skipa annað sætið á listanum yfir markahæstu menn. Bryndís Arna er að blómstra á sínu öðru tímabili hjá Hlíðarenda en hvað er að skila öllum þessum mörkum. „Ég hef verið að æfa þetta mjög mikið og svo er ég með þessa leikmenn við hliðina á mér í Val sem eru að aðstoða mig. Þær eiga jafnmikið kredit fyrir þessi mörk og ég. Ég er mjög ánægð með alla í liðinu,“ sagði Bryndís Arna Níelsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Erfitt í fyrra Bryndís segir að það sé munur á henni í ár og í fyrra þegar hún steig sína frumraun með Valsliðinu. „Jú klárlega. Ég var að glíma við meiðsli í fyrra og svo vorum við bara með hörku framherja í Cyeru [Hintzen] og Elínu Mettu [Jensen] þegar ég kom til baka. Þá var svolítið erfitt að brjótast inn í liðið,“ sagði Bryndís Arna. „Ég setti mér það markmið fyrir þetta tímabil að ætla að komast inn í þetta byrjunarlið, fara hjálpa liðinu, skora mörk, gefa stoðsendingar og mér finnst það hafa heppnast vel,“ sagði Bryndís. Vildi vera framherji númer eitt, tvö og þrjú „Cyera fór út og Elín Metta hætti. Ég vildi bara vera framherji númer eitt, tvö og þrjú. Ég vil alltaf vaxa og dafna í mínum leik og það hjálpar að vera með þessu Valsliði og vera með Pétur sem þjálfara,“ sagði Bryndís en hvernig er Pétur sem þjálfari. „Hann er mjög góður þjálfari og við sjáum það bara á árangri Valsliðins undanfarin ár. Liðið varð Íslands- og bikarmeistari í fyrra og hann er mjög góður þjálfari og að kenna mér mjög margt,“ sagði Bryndís. Alltaf að tala um þegar hann var í Feyenoord Pétur Pétursson er náttúrulega algjör goðsögn sem leikmaður og einn allra besti framherji Íslandssögunnar. Minnir hann stelpurnar stundum á það. „Ó já. Á hverri einustu æfingu þá er hann að tala um þegar hann var í Feyenoord. Hann er mjög fyndinn og mjög góð týpa. Það er mjög skemmtilegt að hafa hann,“ sagði Bryndís. Hún er búin að skora níu sinnum í ellefu leikjum en er markauppskera sumarsins til þessa framar hennar vonum. „Nei ég hef alltaf vitað að ég væri mikill markaskorari og er góð í því. Ég hef skorað mikið af mörkum í gegnum tíðina og þetta var aldrei að fara að breytast í ár. Bara að skora mörk og leggja upp mörk fyrir liðsfélagana mín. Það var alltaf markmiðið og meðan við erum að vinna þá er ég mjög sátt,“ sagði Bryndís. Bryndís talar líka um Fanndísi Friðriksdóttur og mikilvægi hennar í viðtalinu. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Bryndís Arna: Hann er mjög fyndinn og mjög góð týpa Besta deild kvenna Valur Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Bryndís Arna er að blómstra á sínu öðru tímabili hjá Hlíðarenda en hvað er að skila öllum þessum mörkum. „Ég hef verið að æfa þetta mjög mikið og svo er ég með þessa leikmenn við hliðina á mér í Val sem eru að aðstoða mig. Þær eiga jafnmikið kredit fyrir þessi mörk og ég. Ég er mjög ánægð með alla í liðinu,“ sagði Bryndís Arna Níelsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Erfitt í fyrra Bryndís segir að það sé munur á henni í ár og í fyrra þegar hún steig sína frumraun með Valsliðinu. „Jú klárlega. Ég var að glíma við meiðsli í fyrra og svo vorum við bara með hörku framherja í Cyeru [Hintzen] og Elínu Mettu [Jensen] þegar ég kom til baka. Þá var svolítið erfitt að brjótast inn í liðið,“ sagði Bryndís Arna. „Ég setti mér það markmið fyrir þetta tímabil að ætla að komast inn í þetta byrjunarlið, fara hjálpa liðinu, skora mörk, gefa stoðsendingar og mér finnst það hafa heppnast vel,“ sagði Bryndís. Vildi vera framherji númer eitt, tvö og þrjú „Cyera fór út og Elín Metta hætti. Ég vildi bara vera framherji númer eitt, tvö og þrjú. Ég vil alltaf vaxa og dafna í mínum leik og það hjálpar að vera með þessu Valsliði og vera með Pétur sem þjálfara,“ sagði Bryndís en hvernig er Pétur sem þjálfari. „Hann er mjög góður þjálfari og við sjáum það bara á árangri Valsliðins undanfarin ár. Liðið varð Íslands- og bikarmeistari í fyrra og hann er mjög góður þjálfari og að kenna mér mjög margt,“ sagði Bryndís. Alltaf að tala um þegar hann var í Feyenoord Pétur Pétursson er náttúrulega algjör goðsögn sem leikmaður og einn allra besti framherji Íslandssögunnar. Minnir hann stelpurnar stundum á það. „Ó já. Á hverri einustu æfingu þá er hann að tala um þegar hann var í Feyenoord. Hann er mjög fyndinn og mjög góð týpa. Það er mjög skemmtilegt að hafa hann,“ sagði Bryndís. Hún er búin að skora níu sinnum í ellefu leikjum en er markauppskera sumarsins til þessa framar hennar vonum. „Nei ég hef alltaf vitað að ég væri mikill markaskorari og er góð í því. Ég hef skorað mikið af mörkum í gegnum tíðina og þetta var aldrei að fara að breytast í ár. Bara að skora mörk og leggja upp mörk fyrir liðsfélagana mín. Það var alltaf markmiðið og meðan við erum að vinna þá er ég mjög sátt,“ sagði Bryndís. Bryndís talar líka um Fanndísi Friðriksdóttur og mikilvægi hennar í viðtalinu. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Bryndís Arna: Hann er mjög fyndinn og mjög góð týpa
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira