Sport

Tíu ár í heimsklassa hjá BKG: Miklu heil­brigðari núna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Karl Guðmundsson er búinn að vera einn af tíu hæstu á heimsmeistaramótinu í CrossFit undanfarin átta ár.
Björgvin Karl Guðmundsson er búinn að vera einn af tíu hæstu á heimsmeistaramótinu í CrossFit undanfarin átta ár. Instagram/@bk_gudmundsson

Björgvin Karl Guðmundsson er að ná mögnuðum árangri á þessu CrossFit tímabili eða með því að tryggja sig inn á tíundu heimsleikana sína í CrossFit.

Björgvin er í hópi þriggja kappa sem eru á tíundu heimsleikunum í röð en hinir eru Cole Sager og Noah Ohlsen. Morning Chalk Up heiðrar þessar frábæru íþróttamenn og Björgvin Karl var sá síðasti í röðinni til að fá yfirlit yfir magnaðan feril sinn.

Björgvin keppti fyrst í Opna hlutanum fyrir heimsleikana árið 2012 en komst fyrst inn á heimsleikana árið 2014 þegar hann var tvítugur.

Björgvin komst á verðlaunapallinn á sínum öðrum heimsleikum árið 2015 og endurtók síðan leikinn fjórum árum síðar. Hann hefur náð besta árangri íslensks karlmanns síðustu sjö árin.

Björgvin hefur fimm sinnum verið meðal fimm hæstu á heimsmeistaramótinu og átta sinnum inn á topp tíu á sínum níu heimsleikum.

Hann var ekki meðal tíu hæstu á fyrstu heimsleikunum árið 2014 en hefur síðan verið alltaf meðan tíu bestu í heimi í CrossFit íþróttinni.

„Mér líður ekki eins og þetta séu orðin tíu ár. Mér finnst ég ekki hafa verið í þessu svona lengi,“ sagði Björgvin Karl Guðmundsson við Morning Chalk Up.

„Ég held að ég sé miklu vitrari núna en þegar ég var tvítugur. Ég ræð við miklu erfiðari og meira krefjandi æfingar núna en þegar ég var tuttugu ára hvort sem þú trúir því eða ekki,“ sagði Björgvin Karl.

„Heilt yfir þá held ég að ég sé miklu heilbrigðari núna ,“ sagði Björgvin Karl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×