Segir innviði landsins ekki að springa vegna flóttafólks Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. júlí 2023 14:01 Marín segir gríðarlega mikla hagsmuni fólgna í því að taka vel á móti flóttafólki hérlendis. Vísir/Einar Innviðir hér á landi eru ekki að springa vegna flóttafólks líkt og haldið hefur verið fram í umræðunni. Þetta segir deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Marín Þórsdóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi, segir marga halda að flóttafólk og hælisleitendur séu sá hópur sem geri það að verkum að innviðir hér á landi séu við að springa. Það sé hins vegar ekki rétt. „Ef maður lítur á tölur yfir verndarveitingar á síðasta ári 2022 þá voru það 3500 einstaklingar tæplega sem fengu stöðu flóttafólks hér á landi. Á sama tíma komu 1,7 milljón ferðamenn hingað til landsins sem þurftu að fá heilbrigðisþjónustu og gistingu og annað slíkt. Innflytjendur voru 17.000 manns sem komu líka. Þannig að flóttafólk er klárlega lítill hluti.“ Marín segir flóttafólk vera þann hóp sem hafi fæstu málsvarana og svari síst fyrir sig. Orðræðan síðustu misseri hafi verið neikvæð í þeirra garð. „Þessi hópur er alls ekki svo ofsalega stór. Það eru fleiri hópar hér sem eru líka að nýta sér kerfin. Svo má bara velta fyrir sér hvort að kerfin yfir höfuð séu sprungin, heilbrigðiskerfið og annað en það er bara allt önnur umræða.“ Marín segir mikilvægt að vanda til verka við mótttöku flóttafólks. Ljóst sé að Ísland þurfi á fólki að halda og segir Marín mikilvægt að umræða um stöðu flóttafólks fari fram en þá sé mikilvægt að líta til raunverulegra gagna. „Ég held að íslenskt samfélag, við erum smáþjóð, við þurfum stærri púllíu ef við ætlum að fá þá þjónustu sem við ætlum að hafa. Við erum alltaf að flytja inn fólk í einhver skammtímaverkefni. Þannig að ég held við ættum að fagna því að hér sé fólk sem vilji koma og auðga landið okkar.“ Bítið Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Marín Þórsdóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi, segir marga halda að flóttafólk og hælisleitendur séu sá hópur sem geri það að verkum að innviðir hér á landi séu við að springa. Það sé hins vegar ekki rétt. „Ef maður lítur á tölur yfir verndarveitingar á síðasta ári 2022 þá voru það 3500 einstaklingar tæplega sem fengu stöðu flóttafólks hér á landi. Á sama tíma komu 1,7 milljón ferðamenn hingað til landsins sem þurftu að fá heilbrigðisþjónustu og gistingu og annað slíkt. Innflytjendur voru 17.000 manns sem komu líka. Þannig að flóttafólk er klárlega lítill hluti.“ Marín segir flóttafólk vera þann hóp sem hafi fæstu málsvarana og svari síst fyrir sig. Orðræðan síðustu misseri hafi verið neikvæð í þeirra garð. „Þessi hópur er alls ekki svo ofsalega stór. Það eru fleiri hópar hér sem eru líka að nýta sér kerfin. Svo má bara velta fyrir sér hvort að kerfin yfir höfuð séu sprungin, heilbrigðiskerfið og annað en það er bara allt önnur umræða.“ Marín segir mikilvægt að vanda til verka við mótttöku flóttafólks. Ljóst sé að Ísland þurfi á fólki að halda og segir Marín mikilvægt að umræða um stöðu flóttafólks fari fram en þá sé mikilvægt að líta til raunverulegra gagna. „Ég held að íslenskt samfélag, við erum smáþjóð, við þurfum stærri púllíu ef við ætlum að fá þá þjónustu sem við ætlum að hafa. Við erum alltaf að flytja inn fólk í einhver skammtímaverkefni. Þannig að ég held við ættum að fagna því að hér sé fólk sem vilji koma og auðga landið okkar.“
Bítið Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira