Segir innviði landsins ekki að springa vegna flóttafólks Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. júlí 2023 14:01 Marín segir gríðarlega mikla hagsmuni fólgna í því að taka vel á móti flóttafólki hérlendis. Vísir/Einar Innviðir hér á landi eru ekki að springa vegna flóttafólks líkt og haldið hefur verið fram í umræðunni. Þetta segir deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Marín Þórsdóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi, segir marga halda að flóttafólk og hælisleitendur séu sá hópur sem geri það að verkum að innviðir hér á landi séu við að springa. Það sé hins vegar ekki rétt. „Ef maður lítur á tölur yfir verndarveitingar á síðasta ári 2022 þá voru það 3500 einstaklingar tæplega sem fengu stöðu flóttafólks hér á landi. Á sama tíma komu 1,7 milljón ferðamenn hingað til landsins sem þurftu að fá heilbrigðisþjónustu og gistingu og annað slíkt. Innflytjendur voru 17.000 manns sem komu líka. Þannig að flóttafólk er klárlega lítill hluti.“ Marín segir flóttafólk vera þann hóp sem hafi fæstu málsvarana og svari síst fyrir sig. Orðræðan síðustu misseri hafi verið neikvæð í þeirra garð. „Þessi hópur er alls ekki svo ofsalega stór. Það eru fleiri hópar hér sem eru líka að nýta sér kerfin. Svo má bara velta fyrir sér hvort að kerfin yfir höfuð séu sprungin, heilbrigðiskerfið og annað en það er bara allt önnur umræða.“ Marín segir mikilvægt að vanda til verka við mótttöku flóttafólks. Ljóst sé að Ísland þurfi á fólki að halda og segir Marín mikilvægt að umræða um stöðu flóttafólks fari fram en þá sé mikilvægt að líta til raunverulegra gagna. „Ég held að íslenskt samfélag, við erum smáþjóð, við þurfum stærri púllíu ef við ætlum að fá þá þjónustu sem við ætlum að hafa. Við erum alltaf að flytja inn fólk í einhver skammtímaverkefni. Þannig að ég held við ættum að fagna því að hér sé fólk sem vilji koma og auðga landið okkar.“ Bítið Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Marín Þórsdóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi, segir marga halda að flóttafólk og hælisleitendur séu sá hópur sem geri það að verkum að innviðir hér á landi séu við að springa. Það sé hins vegar ekki rétt. „Ef maður lítur á tölur yfir verndarveitingar á síðasta ári 2022 þá voru það 3500 einstaklingar tæplega sem fengu stöðu flóttafólks hér á landi. Á sama tíma komu 1,7 milljón ferðamenn hingað til landsins sem þurftu að fá heilbrigðisþjónustu og gistingu og annað slíkt. Innflytjendur voru 17.000 manns sem komu líka. Þannig að flóttafólk er klárlega lítill hluti.“ Marín segir flóttafólk vera þann hóp sem hafi fæstu málsvarana og svari síst fyrir sig. Orðræðan síðustu misseri hafi verið neikvæð í þeirra garð. „Þessi hópur er alls ekki svo ofsalega stór. Það eru fleiri hópar hér sem eru líka að nýta sér kerfin. Svo má bara velta fyrir sér hvort að kerfin yfir höfuð séu sprungin, heilbrigðiskerfið og annað en það er bara allt önnur umræða.“ Marín segir mikilvægt að vanda til verka við mótttöku flóttafólks. Ljóst sé að Ísland þurfi á fólki að halda og segir Marín mikilvægt að umræða um stöðu flóttafólks fari fram en þá sé mikilvægt að líta til raunverulegra gagna. „Ég held að íslenskt samfélag, við erum smáþjóð, við þurfum stærri púllíu ef við ætlum að fá þá þjónustu sem við ætlum að hafa. Við erum alltaf að flytja inn fólk í einhver skammtímaverkefni. Þannig að ég held við ættum að fagna því að hér sé fólk sem vilji koma og auðga landið okkar.“
Bítið Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira