Segir innviði landsins ekki að springa vegna flóttafólks Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. júlí 2023 14:01 Marín segir gríðarlega mikla hagsmuni fólgna í því að taka vel á móti flóttafólki hérlendis. Vísir/Einar Innviðir hér á landi eru ekki að springa vegna flóttafólks líkt og haldið hefur verið fram í umræðunni. Þetta segir deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Marín Þórsdóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi, segir marga halda að flóttafólk og hælisleitendur séu sá hópur sem geri það að verkum að innviðir hér á landi séu við að springa. Það sé hins vegar ekki rétt. „Ef maður lítur á tölur yfir verndarveitingar á síðasta ári 2022 þá voru það 3500 einstaklingar tæplega sem fengu stöðu flóttafólks hér á landi. Á sama tíma komu 1,7 milljón ferðamenn hingað til landsins sem þurftu að fá heilbrigðisþjónustu og gistingu og annað slíkt. Innflytjendur voru 17.000 manns sem komu líka. Þannig að flóttafólk er klárlega lítill hluti.“ Marín segir flóttafólk vera þann hóp sem hafi fæstu málsvarana og svari síst fyrir sig. Orðræðan síðustu misseri hafi verið neikvæð í þeirra garð. „Þessi hópur er alls ekki svo ofsalega stór. Það eru fleiri hópar hér sem eru líka að nýta sér kerfin. Svo má bara velta fyrir sér hvort að kerfin yfir höfuð séu sprungin, heilbrigðiskerfið og annað en það er bara allt önnur umræða.“ Marín segir mikilvægt að vanda til verka við mótttöku flóttafólks. Ljóst sé að Ísland þurfi á fólki að halda og segir Marín mikilvægt að umræða um stöðu flóttafólks fari fram en þá sé mikilvægt að líta til raunverulegra gagna. „Ég held að íslenskt samfélag, við erum smáþjóð, við þurfum stærri púllíu ef við ætlum að fá þá þjónustu sem við ætlum að hafa. Við erum alltaf að flytja inn fólk í einhver skammtímaverkefni. Þannig að ég held við ættum að fagna því að hér sé fólk sem vilji koma og auðga landið okkar.“ Bítið Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Marín Þórsdóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi, segir marga halda að flóttafólk og hælisleitendur séu sá hópur sem geri það að verkum að innviðir hér á landi séu við að springa. Það sé hins vegar ekki rétt. „Ef maður lítur á tölur yfir verndarveitingar á síðasta ári 2022 þá voru það 3500 einstaklingar tæplega sem fengu stöðu flóttafólks hér á landi. Á sama tíma komu 1,7 milljón ferðamenn hingað til landsins sem þurftu að fá heilbrigðisþjónustu og gistingu og annað slíkt. Innflytjendur voru 17.000 manns sem komu líka. Þannig að flóttafólk er klárlega lítill hluti.“ Marín segir flóttafólk vera þann hóp sem hafi fæstu málsvarana og svari síst fyrir sig. Orðræðan síðustu misseri hafi verið neikvæð í þeirra garð. „Þessi hópur er alls ekki svo ofsalega stór. Það eru fleiri hópar hér sem eru líka að nýta sér kerfin. Svo má bara velta fyrir sér hvort að kerfin yfir höfuð séu sprungin, heilbrigðiskerfið og annað en það er bara allt önnur umræða.“ Marín segir mikilvægt að vanda til verka við mótttöku flóttafólks. Ljóst sé að Ísland þurfi á fólki að halda og segir Marín mikilvægt að umræða um stöðu flóttafólks fari fram en þá sé mikilvægt að líta til raunverulegra gagna. „Ég held að íslenskt samfélag, við erum smáþjóð, við þurfum stærri púllíu ef við ætlum að fá þá þjónustu sem við ætlum að hafa. Við erum alltaf að flytja inn fólk í einhver skammtímaverkefni. Þannig að ég held við ættum að fagna því að hér sé fólk sem vilji koma og auðga landið okkar.“
Bítið Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira