Meirihluti íbúa á móti vindmyllum í Þykkvabæ Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2023 11:20 Ónýtar vindmyllur voru felldar í Þykkvabæ í fyrra. Íbúum þar virðist ekki hugnast að fá nýjar í þeirra stað. Vísir/Egill Aðalsteinsson Aðeins rúmur þriðjungur íbúa í Þykkvabæ og nágrenni eru hlynntir því að nýjar vindmyllur verði reistar í stað annarra sem voru teknar niður í fyrra. Töluverður munur var á afstöðu íbúa eftir því hversu nálægt þeir búa við fyrirhugaðar vindrafstöðvar. Tvær vindmyllur fyrirtækisins Biokraft sem voru notaðir til að framleiða rafmagn í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra voru teknar niður í fyrra. Þær skemmdust báðar í eldsvoða, önnur þeirra árið 2017 en hin á nýársdag í fyrra. Töluverður darraðardans varð þegar seinni vindmyllan var tekin niður í september en hún stóð af sér ítrekaðar tilraunir til þess að fella hana. Áform eru uppi um að reisa tvær nýjar vindrafstöðvar í Þykkvabæ. Í tilefni af því lagði sveitarfélagið viðhorfskönnun fyrir 162 fullorðna íbúa í gamla Djúpárhreppi og spurði um afstöðu þeirra til verkefnisins í maí og júní. Af þeim 86 sem svöruðu sögðust 54,1 prósent andvíg nýjum vindmyllum í bænum. Flestir þeirra sem lýsti yfir andstöðu við áformin sögðust mjög andvígir, 35 af 46 neikvæðum svarendum. Hlynnt voru 35,3 prósent (30 manns), flestir þeirra mjög hlynntir (23). Andstaðan mun meiri á meðal þeirra sem búa næst Þeir sem búa fimm kílómetrum eða fjær frá fyrirhugðum vindrafstöðvum voru merkjanlega jákvæðari í garð þeirra en þeir sem nær búa, að því er kemur fram í fundargerð byggðarráðs Rangárþings ytra. Þeir sem búa fjær fyrirhuguðum vindmyllunum skiptust í jafnstórar fylkingar, 40,7 prósent með og á móti en 18,5 prósent í meðallagi andvíg eða hlynnt. Af þeim sem búa innan við fimm kílómetrum frá vindrafstöðvunum sögðust aðeins 32,1 prósent hlynnt en 60,7 prósent andvíg. Þeir sem sögðust í meðallagi voru 7,1 prósent. Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Orkumál Tengdar fréttir Engin vindmylla eftir í Þykkvabæ Eftirstandandi vindmyllan í Þykkvabæ var felld í dag, níu mánuðum eftir að fyrri myllan var sprengd niður. Verkið gekk mun hraðar fyrir sig en síðast enda ákveðið að hvíla sprengjurnar í þetta skiptið. 20. september 2022 21:25 Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Sjá meira
Tvær vindmyllur fyrirtækisins Biokraft sem voru notaðir til að framleiða rafmagn í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra voru teknar niður í fyrra. Þær skemmdust báðar í eldsvoða, önnur þeirra árið 2017 en hin á nýársdag í fyrra. Töluverður darraðardans varð þegar seinni vindmyllan var tekin niður í september en hún stóð af sér ítrekaðar tilraunir til þess að fella hana. Áform eru uppi um að reisa tvær nýjar vindrafstöðvar í Þykkvabæ. Í tilefni af því lagði sveitarfélagið viðhorfskönnun fyrir 162 fullorðna íbúa í gamla Djúpárhreppi og spurði um afstöðu þeirra til verkefnisins í maí og júní. Af þeim 86 sem svöruðu sögðust 54,1 prósent andvíg nýjum vindmyllum í bænum. Flestir þeirra sem lýsti yfir andstöðu við áformin sögðust mjög andvígir, 35 af 46 neikvæðum svarendum. Hlynnt voru 35,3 prósent (30 manns), flestir þeirra mjög hlynntir (23). Andstaðan mun meiri á meðal þeirra sem búa næst Þeir sem búa fimm kílómetrum eða fjær frá fyrirhugðum vindrafstöðvum voru merkjanlega jákvæðari í garð þeirra en þeir sem nær búa, að því er kemur fram í fundargerð byggðarráðs Rangárþings ytra. Þeir sem búa fjær fyrirhuguðum vindmyllunum skiptust í jafnstórar fylkingar, 40,7 prósent með og á móti en 18,5 prósent í meðallagi andvíg eða hlynnt. Af þeim sem búa innan við fimm kílómetrum frá vindrafstöðvunum sögðust aðeins 32,1 prósent hlynnt en 60,7 prósent andvíg. Þeir sem sögðust í meðallagi voru 7,1 prósent.
Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Orkumál Tengdar fréttir Engin vindmylla eftir í Þykkvabæ Eftirstandandi vindmyllan í Þykkvabæ var felld í dag, níu mánuðum eftir að fyrri myllan var sprengd niður. Verkið gekk mun hraðar fyrir sig en síðast enda ákveðið að hvíla sprengjurnar í þetta skiptið. 20. september 2022 21:25 Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Sjá meira
Engin vindmylla eftir í Þykkvabæ Eftirstandandi vindmyllan í Þykkvabæ var felld í dag, níu mánuðum eftir að fyrri myllan var sprengd niður. Verkið gekk mun hraðar fyrir sig en síðast enda ákveðið að hvíla sprengjurnar í þetta skiptið. 20. september 2022 21:25
Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45