„Frábærar í fyrri en seinni hálfleikur var hryllilegur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. júlí 2023 22:32 Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar. Vísir/Diego Þróttur sigraði Selfoss 3-0 á heimavelli fyrr í kvöld. Nik Chamberlain, þjálfari liðsins, var sáttur með niðurstöðu leiksins en óánægður með frammistöðu liðsins í seinni hálfleik. Þróttur skapaði sér mörg hættuleg færi í fyrri hálfleiknum og tókst að komast tveimur mörkum yfir áður en flautað var til leikhlés. „Mér fannst við frábærar í fyrri hálfleik, færðum boltann vel og þær áttu engin svör við okkur. Fengum tvö verðskulduð mörk, hefðum líklega átt að fá tvö í viðbót miðað við færin sem við sköpuðum okkur.“ Þegar komið var út í seinni hálfleikinn virtist liðið fullmett og gerðu lítið til að auka forystu sína. Þær féllu aftar á völlinn og virkuðu einbeitingarlausar. „Seinni hálfleikur var hryllilegur, örugglega mjög vondur leikur á að horfa, hann var það allavega frá mínu sjónarhorni. Við misstum boltann á vondum stöðum og fengum á okkur óþarfa skyndisóknir, sem betur fer hélt vörnin vel í dag. En seinni hálfleikur var alls ekki nógu góður.“ En hvers vegna telur þjálfarinn að spilamennska liðsins hafi breyst svo mikið milli hálfleika? „Þetta er ekki í fyrsta skipti, mögulega skrifast það á reynsluleysi en ég var óánægður með hvernig stelpurnar komu út úr klefanum, ég heyrði þær hlæja aðeins og grínast sín á milli. Við þurfum að vera mun fagmannlegri ef við viljum ná okkar markmiðum og klára leikina almennilega.“ Þróttur á næst leik við Stjörnuna á laugardaginn áður en deildin tekur sér þriggja vikna hlé. Nik segir liðið hæglega get sótt þrjú stig þar og vonast til að halda marki sínu áfram hreinu. „Ef við spilum eins og í fyrri hálfleik, ekki spurning, en við getum ekki komið inn í þann leik eins og við komum inn í seinni hálfleikinn í dag. En tveir leikir í röð með hreint lak og höfum heilt yfir spilað nokkuð vel.“ Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Þróttur - Selfoss 3-0 | Þróttur heldur í við toppliðin Þróttur vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti botnliði Selfoss í fyrsta leik 11. umferðar Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum stökk Þróttur upp í þriðja sæti deildarinnar, en Selfyssingar eru enn límdir við botninn. 3. júlí 2023 21:50 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Sjá meira
Þróttur skapaði sér mörg hættuleg færi í fyrri hálfleiknum og tókst að komast tveimur mörkum yfir áður en flautað var til leikhlés. „Mér fannst við frábærar í fyrri hálfleik, færðum boltann vel og þær áttu engin svör við okkur. Fengum tvö verðskulduð mörk, hefðum líklega átt að fá tvö í viðbót miðað við færin sem við sköpuðum okkur.“ Þegar komið var út í seinni hálfleikinn virtist liðið fullmett og gerðu lítið til að auka forystu sína. Þær féllu aftar á völlinn og virkuðu einbeitingarlausar. „Seinni hálfleikur var hryllilegur, örugglega mjög vondur leikur á að horfa, hann var það allavega frá mínu sjónarhorni. Við misstum boltann á vondum stöðum og fengum á okkur óþarfa skyndisóknir, sem betur fer hélt vörnin vel í dag. En seinni hálfleikur var alls ekki nógu góður.“ En hvers vegna telur þjálfarinn að spilamennska liðsins hafi breyst svo mikið milli hálfleika? „Þetta er ekki í fyrsta skipti, mögulega skrifast það á reynsluleysi en ég var óánægður með hvernig stelpurnar komu út úr klefanum, ég heyrði þær hlæja aðeins og grínast sín á milli. Við þurfum að vera mun fagmannlegri ef við viljum ná okkar markmiðum og klára leikina almennilega.“ Þróttur á næst leik við Stjörnuna á laugardaginn áður en deildin tekur sér þriggja vikna hlé. Nik segir liðið hæglega get sótt þrjú stig þar og vonast til að halda marki sínu áfram hreinu. „Ef við spilum eins og í fyrri hálfleik, ekki spurning, en við getum ekki komið inn í þann leik eins og við komum inn í seinni hálfleikinn í dag. En tveir leikir í röð með hreint lak og höfum heilt yfir spilað nokkuð vel.“
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Þróttur - Selfoss 3-0 | Þróttur heldur í við toppliðin Þróttur vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti botnliði Selfoss í fyrsta leik 11. umferðar Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum stökk Þróttur upp í þriðja sæti deildarinnar, en Selfyssingar eru enn límdir við botninn. 3. júlí 2023 21:50 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Sjá meira
Umfjöllun: Þróttur - Selfoss 3-0 | Þróttur heldur í við toppliðin Þróttur vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti botnliði Selfoss í fyrsta leik 11. umferðar Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum stökk Þróttur upp í þriðja sæti deildarinnar, en Selfyssingar eru enn límdir við botninn. 3. júlí 2023 21:50