Heimiliskötturinn gaf eigendur sína saman Íris Hauksdóttir skrifar 3. júlí 2023 20:01 Kötturinn Momo gegndi mikilvægu hlutverki í við hjónavígslu eigenda sinna. TikTok Bandaríska parið Amanda Terry og Steve Terry gekk í hjónaband fyrir skömmu en óhætt er að segja að athöfnin hafi farið fram með óvenjulegum hætti. Vígsluvotturinn var nefnilega heimiliskötturinn þeirra. Eftir að hafa fylgst vökulum glyrnum með eigendum sínum fara með brúðkaupsheitin innsiglaði kötturinn Momo hjónabandið með því að leggja blekvota loppuna sína á hjónabandsleyfi parsins. Það sem vekur þó mesta furðu er að samkvæmt reglum í Colorado, þar sem hjónin eru búsett, er athöfn með þessum hætti, lögleg. Hjónabandslög í Colorado gera enga kröfu til þess að vígðir embættismenn sinni brúðkaupsathöfnum. Í Colorado þarf vottur í hjónavíglum ekki að vera vígður embættismaður.TikTok Þau Amanda (32) og Steve (29) ættleiddu læðuna Momo árið 2021 en hún var áður á vergangi og því er óvíst um aldur hennar. Æfðu loppufarið lengi „Momo er að því sem ég best veit, fyrsti kötturinn til að undirrita hjónabandssamning,“ sagði Amanda, í samtali við The Post. „Að hafa hana sem vitni gerði brúðkaupið skemmtilega eftirminnilegt. Við æfðum hana mikið í að stimpla loppufarið áður en til stóru stundarinnar kom. Í fyrstu var þetta bara eins og einn stór flekkur en loka niðurstaðan er æðisleg og styrkir ástina okkar.“ Hjónin segja loppufar Momo á hjónabandspappírnum styrkja ástina á milli þeirra. TikTok Brúðkaupsferð til Íslands Á TikTok síðu sinni deildu hjónin myndum og myndbandsbroti af kettinum gráa dýfa loppu sinni í gæludýravænt blek og stimpla með henni á lögfræðiskjalið. Myndbandið hefur nú hlotið 4,4 milljón áhorfs. @mandamoeckterry Momo was the best witness we could have asked for. My mom lost our orginal wedding certificate paperwork so we were able to do this in Colorado. #coloradocats #weddingpawty #catsoftiktok Hey Lover - The Daughters Of Eve Viðbrögð við færslunni hafa verið fjölbreytt þar sem stór hópur fólks segist munu leggja leið sína til Colorado til að leika þetta eftir. „Þetta á við um allar gerðir gæludýra,“ skrifar einn í athugasemd og tekur fram að vinnufélagi sinn hafi haft hundinn sinn sem vitni. Eftir brúðkaupið héldu hjónin í brúðkaupsferð til Íslands þar sem þau nutu alls þess sem landið hefur upp á að bjóða. Brúðkaup Dýr Kettir Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Eftir að hafa fylgst vökulum glyrnum með eigendum sínum fara með brúðkaupsheitin innsiglaði kötturinn Momo hjónabandið með því að leggja blekvota loppuna sína á hjónabandsleyfi parsins. Það sem vekur þó mesta furðu er að samkvæmt reglum í Colorado, þar sem hjónin eru búsett, er athöfn með þessum hætti, lögleg. Hjónabandslög í Colorado gera enga kröfu til þess að vígðir embættismenn sinni brúðkaupsathöfnum. Í Colorado þarf vottur í hjónavíglum ekki að vera vígður embættismaður.TikTok Þau Amanda (32) og Steve (29) ættleiddu læðuna Momo árið 2021 en hún var áður á vergangi og því er óvíst um aldur hennar. Æfðu loppufarið lengi „Momo er að því sem ég best veit, fyrsti kötturinn til að undirrita hjónabandssamning,“ sagði Amanda, í samtali við The Post. „Að hafa hana sem vitni gerði brúðkaupið skemmtilega eftirminnilegt. Við æfðum hana mikið í að stimpla loppufarið áður en til stóru stundarinnar kom. Í fyrstu var þetta bara eins og einn stór flekkur en loka niðurstaðan er æðisleg og styrkir ástina okkar.“ Hjónin segja loppufar Momo á hjónabandspappírnum styrkja ástina á milli þeirra. TikTok Brúðkaupsferð til Íslands Á TikTok síðu sinni deildu hjónin myndum og myndbandsbroti af kettinum gráa dýfa loppu sinni í gæludýravænt blek og stimpla með henni á lögfræðiskjalið. Myndbandið hefur nú hlotið 4,4 milljón áhorfs. @mandamoeckterry Momo was the best witness we could have asked for. My mom lost our orginal wedding certificate paperwork so we were able to do this in Colorado. #coloradocats #weddingpawty #catsoftiktok Hey Lover - The Daughters Of Eve Viðbrögð við færslunni hafa verið fjölbreytt þar sem stór hópur fólks segist munu leggja leið sína til Colorado til að leika þetta eftir. „Þetta á við um allar gerðir gæludýra,“ skrifar einn í athugasemd og tekur fram að vinnufélagi sinn hafi haft hundinn sinn sem vitni. Eftir brúðkaupið héldu hjónin í brúðkaupsferð til Íslands þar sem þau nutu alls þess sem landið hefur upp á að bjóða.
Brúðkaup Dýr Kettir Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira