Tveir lagðir inn vegna alvarlegrar nóróveirusýkingar Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. júlí 2023 18:33 Tveir voru lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri vegna alvarlegra veikinda í kjölfar nóróveirusýkingar. Vísir/Vilhelm Tveir voru lagðir inn á Sjúkrahús Akureyrar með alvarlega veikindi vegna nóróveirusýkingar eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. Forstjóri sjúkrahússins gat ekki staðfest að annar einstaklinganna væri látinn líkt og hefur verið fullyrt í fjölmiðlum. Tólf manns hið minnsta smituðust af nóróveiru eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. Tveir voru lagði inn með alvarleg veikindi á Sjúkrahús Akureyrar vegna sýkingarinnar. Fyrr í kvöld greindi mbl frá því að kona á níræðisaldri væri látin í kjölfar nóróveirusýkingar. Ekki hægt að staðfesta andlát Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, staðfesti í samtali við Vísi að tveir hefðu verið lagðir inn með alvarlega veikindi vegna nóróveirusýkingar en gat ekki staðfest að einn væri látinn líkt og mbl hafa fullyrt. „Við getum ekki staðfest andlátið þar sem við höfum ekki staðfestinguna,“ sagði Hildigunnur og því hlytu fréttirnar að koma annars staðar frá. Þá sagði hún að ástæða andláts lægi ekki fyrir og fannst henni ólíklegt að búið væri að gefa út dánarvottorð. Engar sýkingar síðustu 36 klukkutíma Pétur Heimisson, umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi, sagði ekkert nýtt smit hafa komið upp síðustu 36 klukkutíma og það hafi enginn verið lagður inn á umdæmi Sjúkrahúss Austurlands. „Vaktlæknar hafa ekkert heyrt af þessu hér á Austurlandi og það eru engin ný smit í tengslum við hótelið,“ sagði Pétur í samtali við Vísi. Pétur Heimisson sagði heppilegt að fáir hafi átt bókað á hótelinu um helgina og því hafi verið auðveldara að grípa til viðeigandi sóttvarnarráðstafanna. Sýkingin að ganga yfir Örn Ragnarsson, umdæmislæknir sóttvarna á Norðurlandi, sagði nóróveirusýkinguna vera að ganga yfir. „Ég held að þetta sé að fjara út,“ sagði Örn aðspurður út í stöðu sýkingarinnar í samtali við Vísi. Örn sagði fjóra hafa verið lagða inn á Norðurlandi, tvo á Akureyri og tvo á Sauðárkróki. Þeir tveir sem voru lagðir inn á Sauðárkróki væru báðir útskrifaðir. „Síðan vissi ég af einhverju fólki sem var bara heima,“ sagði hann en að það hafi ekki neinir leitað eftir aðstoð vegna nýrra smita. Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðismál Tengdar fréttir Minnst tólf nóróveirutilfelli á hóteli á Austurlandi Tólf manns hið minnsta smituðust af nóróveiru og einn var lagður inn á sjúkrahús eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. 2. júlí 2023 11:01 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Tólf manns hið minnsta smituðust af nóróveiru eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. Tveir voru lagði inn með alvarleg veikindi á Sjúkrahús Akureyrar vegna sýkingarinnar. Fyrr í kvöld greindi mbl frá því að kona á níræðisaldri væri látin í kjölfar nóróveirusýkingar. Ekki hægt að staðfesta andlát Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, staðfesti í samtali við Vísi að tveir hefðu verið lagðir inn með alvarlega veikindi vegna nóróveirusýkingar en gat ekki staðfest að einn væri látinn líkt og mbl hafa fullyrt. „Við getum ekki staðfest andlátið þar sem við höfum ekki staðfestinguna,“ sagði Hildigunnur og því hlytu fréttirnar að koma annars staðar frá. Þá sagði hún að ástæða andláts lægi ekki fyrir og fannst henni ólíklegt að búið væri að gefa út dánarvottorð. Engar sýkingar síðustu 36 klukkutíma Pétur Heimisson, umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi, sagði ekkert nýtt smit hafa komið upp síðustu 36 klukkutíma og það hafi enginn verið lagður inn á umdæmi Sjúkrahúss Austurlands. „Vaktlæknar hafa ekkert heyrt af þessu hér á Austurlandi og það eru engin ný smit í tengslum við hótelið,“ sagði Pétur í samtali við Vísi. Pétur Heimisson sagði heppilegt að fáir hafi átt bókað á hótelinu um helgina og því hafi verið auðveldara að grípa til viðeigandi sóttvarnarráðstafanna. Sýkingin að ganga yfir Örn Ragnarsson, umdæmislæknir sóttvarna á Norðurlandi, sagði nóróveirusýkinguna vera að ganga yfir. „Ég held að þetta sé að fjara út,“ sagði Örn aðspurður út í stöðu sýkingarinnar í samtali við Vísi. Örn sagði fjóra hafa verið lagða inn á Norðurlandi, tvo á Akureyri og tvo á Sauðárkróki. Þeir tveir sem voru lagðir inn á Sauðárkróki væru báðir útskrifaðir. „Síðan vissi ég af einhverju fólki sem var bara heima,“ sagði hann en að það hafi ekki neinir leitað eftir aðstoð vegna nýrra smita.
Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðismál Tengdar fréttir Minnst tólf nóróveirutilfelli á hóteli á Austurlandi Tólf manns hið minnsta smituðust af nóróveiru og einn var lagður inn á sjúkrahús eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. 2. júlí 2023 11:01 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Minnst tólf nóróveirutilfelli á hóteli á Austurlandi Tólf manns hið minnsta smituðust af nóróveiru og einn var lagður inn á sjúkrahús eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. 2. júlí 2023 11:01