„Ekkert skemmtilegra í heiminum en að vinna medalíu með bestu vinum þínum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2023 23:30 Andri Már smellir hér kossi á Þorstein Leó Gunnarsson í bronsleiknum í dag. IHF Andri Már Rúnarsson skoraði fimm mörk þegar Ísland vann Serbíu, 27-23, í leiknum um bronsið á HM U-21 árs liða í Berlín í dag. „Mér líður frábærlega núna. Þetta var erfið fæðing en við náðum sem betur fer að vinna leikinn og erum núna með eitt stykki medalíu. Það er ekkert skemmtilegra í heiminum en að vinna medalíu með bestu vinum þínum,“ sagði Andri þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli eftir bronsleikinn. Íslenska liðið átti frábært mót og vann sjö af átta leikjum sínum. Eina tapið var gegn ógnarsterkum Ungverjum. „Við ákváðum að taka þetta mót skref fyrir skref. Við fórum kannski aðeins fram úr okkur á seinasta móti og lærðum af því,“ sagði Andri. „Núna tókum við þetta skref fyrir skref, kláruðum riðilinn, svo milliriðilinn og það kom okkur hingað. Auðvitað spiluðum við ekki nógu vel í gær en risa hrós á strákana að hrista það svona af sér,“ sagði Andri. En fyrir mótið hvað leyfðu Íslendingar sér að dreyma um? „Auðvitað máttum við ekki segja mikið en í mínum huga var það alltaf verðlaunapallur. Ég vildi það mjög mikið og það tókst. En auðvitað hugsar maður alltaf um að vinna. Ég og allir strákarnir eru með geggjað hugarfar, sigurhugarfar og við vildum vinna hvern einasta leik og það kom okkur hingað,“ sagði Andri. Íslenska liðið var lengi í gang í leiknum í dag en seinni hálfleikurinn var einn sá besti hjá liðinu á mótinu. Andri segir gott að enda á þeim nótum. „Jú, það voru allir frábærir og geggjuð stemmning í höllinni. Íslendingarnir voru alveg frábærir þannig að þetta var með skemmtilegri leikjum á ævinni, hingað til,“ sagði Andri að endingu. Tengdar fréttir „Við erum allir í skýjunum“ Brynjar Vignir Sigurjónsson var ein af hetjum íslenska U-21 árs landsliðsins sem vann til bronsverðlauna á HM í dag. 2. júlí 2023 16:00 „Frábær hópur þar sem allir eru mjög góðir vinir“ Benedikt Gunnar Óskarsson, leikstjórnandi íslenska U-21 árs landsliðsins í handbolta var að vonum himinlifandi með að næla í bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu eftir sigur gegn Serbíu í Berlín í dag. 2. júlí 2023 15:59 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Sjá meira
„Mér líður frábærlega núna. Þetta var erfið fæðing en við náðum sem betur fer að vinna leikinn og erum núna með eitt stykki medalíu. Það er ekkert skemmtilegra í heiminum en að vinna medalíu með bestu vinum þínum,“ sagði Andri þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli eftir bronsleikinn. Íslenska liðið átti frábært mót og vann sjö af átta leikjum sínum. Eina tapið var gegn ógnarsterkum Ungverjum. „Við ákváðum að taka þetta mót skref fyrir skref. Við fórum kannski aðeins fram úr okkur á seinasta móti og lærðum af því,“ sagði Andri. „Núna tókum við þetta skref fyrir skref, kláruðum riðilinn, svo milliriðilinn og það kom okkur hingað. Auðvitað spiluðum við ekki nógu vel í gær en risa hrós á strákana að hrista það svona af sér,“ sagði Andri. En fyrir mótið hvað leyfðu Íslendingar sér að dreyma um? „Auðvitað máttum við ekki segja mikið en í mínum huga var það alltaf verðlaunapallur. Ég vildi það mjög mikið og það tókst. En auðvitað hugsar maður alltaf um að vinna. Ég og allir strákarnir eru með geggjað hugarfar, sigurhugarfar og við vildum vinna hvern einasta leik og það kom okkur hingað,“ sagði Andri. Íslenska liðið var lengi í gang í leiknum í dag en seinni hálfleikurinn var einn sá besti hjá liðinu á mótinu. Andri segir gott að enda á þeim nótum. „Jú, það voru allir frábærir og geggjuð stemmning í höllinni. Íslendingarnir voru alveg frábærir þannig að þetta var með skemmtilegri leikjum á ævinni, hingað til,“ sagði Andri að endingu.
Tengdar fréttir „Við erum allir í skýjunum“ Brynjar Vignir Sigurjónsson var ein af hetjum íslenska U-21 árs landsliðsins sem vann til bronsverðlauna á HM í dag. 2. júlí 2023 16:00 „Frábær hópur þar sem allir eru mjög góðir vinir“ Benedikt Gunnar Óskarsson, leikstjórnandi íslenska U-21 árs landsliðsins í handbolta var að vonum himinlifandi með að næla í bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu eftir sigur gegn Serbíu í Berlín í dag. 2. júlí 2023 15:59 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Sjá meira
„Við erum allir í skýjunum“ Brynjar Vignir Sigurjónsson var ein af hetjum íslenska U-21 árs landsliðsins sem vann til bronsverðlauna á HM í dag. 2. júlí 2023 16:00
„Frábær hópur þar sem allir eru mjög góðir vinir“ Benedikt Gunnar Óskarsson, leikstjórnandi íslenska U-21 árs landsliðsins í handbolta var að vonum himinlifandi með að næla í bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu eftir sigur gegn Serbíu í Berlín í dag. 2. júlí 2023 15:59