Handbolti

Færeyjar náðu sínum besta árangri

Hjörvar Ólafsson skrifar
Elias Ellefsen Á Skipagötu er einn af lykilleikmönnum í spennandi færeysku liði. 
Elias Ellefsen Á Skipagötu er einn af lykilleikmönnum í spennandi færeysku liði.  Vísir/Getty

Færeyjar tryggðu sér rétt í morgun sjöunda sætið á heimsmeistaramótinu í handbolta skipuðu leikmönnum 21 árs og yngri. Færeyjar lögðu Króatíu að velli í leiknum um sjöunda sætið en þetta er besti árangur í sögu færeyska U-21 árs landsliðsins. 

Lokatölur í leiknum urðu 31-27 Færeyjum í vil. 

Rói Ellefsen Á Skipagötu var markahæstur hjá Færeyjum með fimm mörk og Bogi Hansen, Kristian Jensen, Kristoffur Björgvin, Pauli Hoj og Óli Mittún skoruðu svo fjögur mörk hver. 

Ísland mun spila við Serbíu í leiknum um bronsverðlaunin á mótinu klukkan 13.30 að íslenskum tíma í Berlín í dag en þeim leik verður lýst í beinni textalýsingu á Vísi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×