Krýndur rauðhærðasti Íslendingurinn í annað sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2023 22:21 Pálmar Vígmundsson var krýndur rauðhærðasti Íslendingurinn á Írsku dögum á Akranesi í ár. Hann vann titilinn fyrst fyrir þrettán árum síðan. Samsett/Facebook/Bylgjan Pálmar Vígmundsson var krýndur rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2023. Þetta er í annað sinn sem hann hlýtur titilinn, þrettán árum eftir fyrra skiptið. Pálmar ákvað að skrá sig í keppnina sem fram fór á Írskum dögum á Akranesi í dag og endaði á því að vinna. Hann fór því heim með titilinn, viðurkenningarskjal og gjafabréf frá Icelandair. „Ég hef tekið þátt áður 2010 og þá vann ég einmitt líka, ótrúlegt en satt,“ sagði hann aðspurður út í það hvort hann hefði tekið þátt áður. Tæknilega séð unnið þrisvar Pálmar tók einnig þátt árið 2011, ári eftir fyrsta sigurinn. Þá var hann krýndur sigurvegari en var sviptur titlinum á sviðinu þegar kom í ljós að hann hafði unnið árið áður. „Þetta var bara svo kjánalegt hjá þeim, tæknilega séð vann ég 2011 en þau breyttu þessu á sviðinu þótt það væri búið að krýna mig sem þann rauðhærðasta,“ sagði Pálmar sem vildi þó helst ekki blanda þeirri keppni inn í fréttir af sigrinum í ár. „Maður á bara að hafa gaman að þessu og þetta var alveg gaman líka gaman þá en hallærislegt að gera þetta á sviðinu þegar fólk var búið að heyra nafnið mitt,“ sagði hann. Sallarólegur þrátt fyrir harða keppni Pálmar segir dómnefndin í ár hafa verið snögg að ákveða sigurvegarann þrátt fyrir mikinn fjölda þátttakenda. Hann hafi alls ekki verið viss um sigur en aðalmálið væri líka að hafa gaman. Hvernig fer þetta fram? „Við förum öll, sem erum að keppa, á ákveðnum tíma í herbergi og dómnefndin horfir á okkur öll og tekur mynd,“ segir Pálmar. Dómnefndin tilkynni síðan hver vinni og það er sigurvegarinn er krýndur á sviðinu fyrir framan áhorfendur. „Þær voru mjög fljótar að ákveða sig. Við vorum eitthvað um 27 manns. Það voru ekki allir sem mættu en mig minnir að það hafi verið 27 sem skráðu sig,“ segir Pálmar. Aðspurður út í kynjahlutföll keppenda sagði Pálmar að það hefði verið meira af stelpum en það hefðu samt verið nokkrir strákar. Varstu sigurviss? „Ég var bara sallarólegur, mér fannst tveir til þrír strákar alveg koma til greina. En maður á bara að hafa gaman að þessu,“ sagði Pálmar um samkeppnina. Ekki lengur bikar fyrir sigurvegarann Aðspurður út í verðlaunin sagðist hann hafa fengið viðurkenningarskjal sem hægt væri að ramma inn og gjafabréf með Icelandair, inneignarnóta sem gildi í fimm ár. Það væri aðeins breytt frá því fyrir þrettán árum síðan. „Síðast var það þrjátíu þúsund króna gjafabréf frá Iceland Express og bikar,“ sagði hann. Aðspurður hvernig Írskir dagar hefðu verið sagðist hann hafa skemmt sér vel, hins vegar hefði verið „sama leiðindaveðrið“ og venjulega, rigningarskúrir sem tóku sér hlé annað veifið en komu alltaf aftur. „Það er alltaf gaman að vera á Skaganum,“ sagði Pálmar að lokum sem reynir að kíkja á flestar bæjarhátíðir sem hann getur. Akranes Grín og gaman Tímamót Tengdar fréttir Piparúða spreyjað á gesti Írskra daga og fíkniefnahundar frá Suðurnesjum Óprúttinn aðili spreyjaði piparúða yfir gesti á dansgólfinu í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Yfirlögregluþjónn segir Írska daga hafa farið vel fram en lögreglan væri þó með aukið fíkniefnaeftirlit þar sem um fjölskylduhátíð væri að ræða. 1. júlí 2023 16:43 Veðrið leikur við gesti á Írskum dögum á Akranesi Veðrið leikur við gesti á Írskum dögum á Akranesi sem settir voru í tuttugasta og fjórða sinn á fimmtudaginn og nær hápunkti í kvöld. Formaður bæjarráðs segir hátíðarhöld hafa gengið vel, bærinn sé fullur af fólki og tjaldsvæðið fullt. 1. júlí 2023 12:26 Vigdís Birna er rauðhærðasti Íslendingurinn Hin þrettán ára gamla Vigdís Birna var valin rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2021. Keppnin fer fram á Írskum dögum á Akranesi ár hvert. 6. júlí 2021 11:02 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Pálmar ákvað að skrá sig í keppnina sem fram fór á Írskum dögum á Akranesi í dag og endaði á því að vinna. Hann fór því heim með titilinn, viðurkenningarskjal og gjafabréf frá Icelandair. „Ég hef tekið þátt áður 2010 og þá vann ég einmitt líka, ótrúlegt en satt,“ sagði hann aðspurður út í það hvort hann hefði tekið þátt áður. Tæknilega séð unnið þrisvar Pálmar tók einnig þátt árið 2011, ári eftir fyrsta sigurinn. Þá var hann krýndur sigurvegari en var sviptur titlinum á sviðinu þegar kom í ljós að hann hafði unnið árið áður. „Þetta var bara svo kjánalegt hjá þeim, tæknilega séð vann ég 2011 en þau breyttu þessu á sviðinu þótt það væri búið að krýna mig sem þann rauðhærðasta,“ sagði Pálmar sem vildi þó helst ekki blanda þeirri keppni inn í fréttir af sigrinum í ár. „Maður á bara að hafa gaman að þessu og þetta var alveg gaman líka gaman þá en hallærislegt að gera þetta á sviðinu þegar fólk var búið að heyra nafnið mitt,“ sagði hann. Sallarólegur þrátt fyrir harða keppni Pálmar segir dómnefndin í ár hafa verið snögg að ákveða sigurvegarann þrátt fyrir mikinn fjölda þátttakenda. Hann hafi alls ekki verið viss um sigur en aðalmálið væri líka að hafa gaman. Hvernig fer þetta fram? „Við förum öll, sem erum að keppa, á ákveðnum tíma í herbergi og dómnefndin horfir á okkur öll og tekur mynd,“ segir Pálmar. Dómnefndin tilkynni síðan hver vinni og það er sigurvegarinn er krýndur á sviðinu fyrir framan áhorfendur. „Þær voru mjög fljótar að ákveða sig. Við vorum eitthvað um 27 manns. Það voru ekki allir sem mættu en mig minnir að það hafi verið 27 sem skráðu sig,“ segir Pálmar. Aðspurður út í kynjahlutföll keppenda sagði Pálmar að það hefði verið meira af stelpum en það hefðu samt verið nokkrir strákar. Varstu sigurviss? „Ég var bara sallarólegur, mér fannst tveir til þrír strákar alveg koma til greina. En maður á bara að hafa gaman að þessu,“ sagði Pálmar um samkeppnina. Ekki lengur bikar fyrir sigurvegarann Aðspurður út í verðlaunin sagðist hann hafa fengið viðurkenningarskjal sem hægt væri að ramma inn og gjafabréf með Icelandair, inneignarnóta sem gildi í fimm ár. Það væri aðeins breytt frá því fyrir þrettán árum síðan. „Síðast var það þrjátíu þúsund króna gjafabréf frá Iceland Express og bikar,“ sagði hann. Aðspurður hvernig Írskir dagar hefðu verið sagðist hann hafa skemmt sér vel, hins vegar hefði verið „sama leiðindaveðrið“ og venjulega, rigningarskúrir sem tóku sér hlé annað veifið en komu alltaf aftur. „Það er alltaf gaman að vera á Skaganum,“ sagði Pálmar að lokum sem reynir að kíkja á flestar bæjarhátíðir sem hann getur.
Akranes Grín og gaman Tímamót Tengdar fréttir Piparúða spreyjað á gesti Írskra daga og fíkniefnahundar frá Suðurnesjum Óprúttinn aðili spreyjaði piparúða yfir gesti á dansgólfinu í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Yfirlögregluþjónn segir Írska daga hafa farið vel fram en lögreglan væri þó með aukið fíkniefnaeftirlit þar sem um fjölskylduhátíð væri að ræða. 1. júlí 2023 16:43 Veðrið leikur við gesti á Írskum dögum á Akranesi Veðrið leikur við gesti á Írskum dögum á Akranesi sem settir voru í tuttugasta og fjórða sinn á fimmtudaginn og nær hápunkti í kvöld. Formaður bæjarráðs segir hátíðarhöld hafa gengið vel, bærinn sé fullur af fólki og tjaldsvæðið fullt. 1. júlí 2023 12:26 Vigdís Birna er rauðhærðasti Íslendingurinn Hin þrettán ára gamla Vigdís Birna var valin rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2021. Keppnin fer fram á Írskum dögum á Akranesi ár hvert. 6. júlí 2021 11:02 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Piparúða spreyjað á gesti Írskra daga og fíkniefnahundar frá Suðurnesjum Óprúttinn aðili spreyjaði piparúða yfir gesti á dansgólfinu í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Yfirlögregluþjónn segir Írska daga hafa farið vel fram en lögreglan væri þó með aukið fíkniefnaeftirlit þar sem um fjölskylduhátíð væri að ræða. 1. júlí 2023 16:43
Veðrið leikur við gesti á Írskum dögum á Akranesi Veðrið leikur við gesti á Írskum dögum á Akranesi sem settir voru í tuttugasta og fjórða sinn á fimmtudaginn og nær hápunkti í kvöld. Formaður bæjarráðs segir hátíðarhöld hafa gengið vel, bærinn sé fullur af fólki og tjaldsvæðið fullt. 1. júlí 2023 12:26
Vigdís Birna er rauðhærðasti Íslendingurinn Hin þrettán ára gamla Vigdís Birna var valin rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2021. Keppnin fer fram á Írskum dögum á Akranesi ár hvert. 6. júlí 2021 11:02