Áralöngu ferli lokið með samkomulagi eftir nokkurra vikna viðræður Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júní 2023 19:33 Við undirritun samkomulagsins. Vísir/Steingrímur Dúi Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 á næsta ári, en línan á að tryggja raforkuöryggi íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum og skapa tækifæri til uppbyggingar. Eftir áralangt þras hafa Vogar og Landsnet komist að samkomulagi um framkvæmdina, að loknum snörpum viðræðum. Viðræður um Suðurnesjalínu 2 hafa staðið í hátt í tvo áratugi. Þær hafa einkum strandað á afstöðu Voga sem hafa ekki viljað láta háspennulínu í lofti í gegnum sveitarfélagið, en það hefur Landsnet viljað. Nú er langþráð samkomulag í höfn. Í samkomulaginu, sem var undirritað af forstjóra Landsnets og bæjarstjóra Voga, felst að Suðurnesjalína 2 verður loftlína, en þegar rekstur hennar hefst er stefnt að því að leggja Suðurnesjalínu 1 í jörðu á um fimm kílómetra kafla á millu Grindavíkurvegar og Vogaafleggjara. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við línu 2 á næsta ári. „Vonandi getum við klárað það ef vel gengur árið 2024, fyrir áramót þá,“ sagði Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Guðmundur segir að vegferðin að samkomulaginu hafi verið löng og ströng. „Við erum búin að fara tvisvar í gegnum umhverfismat og verið með miklar viðræður í gangi. Það er mikil og vönduð vinna á bak við þetta. Þetta var niðurstaðan núna eftir talsvert margra ára vinnu, og vonandi ásættanleg fyrir alla aðila.“ Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Vísir/Steingrímur Dúi Komið til móts við bæinn Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að verkefnið komist í gang, enda er línunni ætlað að efla raforkuöryggi á Suðurnesjum. Miðla hafi þurft málum til að samkomulagið yrði að veruleika. „Þetta er afrakstur af góðu samtali sem hefur átt sér stað núna undanfarnar vikur á milli bæjaryfirvalda hér og Landsnets. Það liggur auðvitað í augum uppi að þegar samkomulag liggur á borðinu, þá felur það í sér sátt, og þar er tekið tillit til sjónarmiða beggja aðil,“ Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri. Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga.Vísir/Steingrímur Dúi Komið hafi verið til móts við meginsjónarmið bæjarins. „Sem hefur alla tíð verið það að draga sem mest úr áhrifum, sjónrænum áhrifum, af þessari framkvæmd.“ Þrátt fyrir áralangt ferli hafi viðræður um samkomulagið sem nú er á borðinu ekki verið langar. „Það er bara stundum þannig þegar aðilar setjast niður og eru lausnamiðaðir, þá kemur oft eitthvað gott úr úr því. Þetta er bara dæmi um það,“ segir Gunnar Axel. Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Tengdar fréttir Suðurnesjalína 1 í jörð með langþráðu samkomulagi Landsnet og Sveitarfélagið Vogar undirrituðu í dag samkomulag um lagningu Suðurnesjalínu 2 og breytingar á Suðurnesjalínu 1. Deilt hefur verið um Suðurnesjalínu 2 í hátt í tvo áratugi en henni er ætlað að tryggja afhendingaröryggi rafmagns á Suðurnesjum. 30. júní 2023 12:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Viðræður um Suðurnesjalínu 2 hafa staðið í hátt í tvo áratugi. Þær hafa einkum strandað á afstöðu Voga sem hafa ekki viljað láta háspennulínu í lofti í gegnum sveitarfélagið, en það hefur Landsnet viljað. Nú er langþráð samkomulag í höfn. Í samkomulaginu, sem var undirritað af forstjóra Landsnets og bæjarstjóra Voga, felst að Suðurnesjalína 2 verður loftlína, en þegar rekstur hennar hefst er stefnt að því að leggja Suðurnesjalínu 1 í jörðu á um fimm kílómetra kafla á millu Grindavíkurvegar og Vogaafleggjara. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við línu 2 á næsta ári. „Vonandi getum við klárað það ef vel gengur árið 2024, fyrir áramót þá,“ sagði Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Guðmundur segir að vegferðin að samkomulaginu hafi verið löng og ströng. „Við erum búin að fara tvisvar í gegnum umhverfismat og verið með miklar viðræður í gangi. Það er mikil og vönduð vinna á bak við þetta. Þetta var niðurstaðan núna eftir talsvert margra ára vinnu, og vonandi ásættanleg fyrir alla aðila.“ Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Vísir/Steingrímur Dúi Komið til móts við bæinn Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að verkefnið komist í gang, enda er línunni ætlað að efla raforkuöryggi á Suðurnesjum. Miðla hafi þurft málum til að samkomulagið yrði að veruleika. „Þetta er afrakstur af góðu samtali sem hefur átt sér stað núna undanfarnar vikur á milli bæjaryfirvalda hér og Landsnets. Það liggur auðvitað í augum uppi að þegar samkomulag liggur á borðinu, þá felur það í sér sátt, og þar er tekið tillit til sjónarmiða beggja aðil,“ Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri. Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga.Vísir/Steingrímur Dúi Komið hafi verið til móts við meginsjónarmið bæjarins. „Sem hefur alla tíð verið það að draga sem mest úr áhrifum, sjónrænum áhrifum, af þessari framkvæmd.“ Þrátt fyrir áralangt ferli hafi viðræður um samkomulagið sem nú er á borðinu ekki verið langar. „Það er bara stundum þannig þegar aðilar setjast niður og eru lausnamiðaðir, þá kemur oft eitthvað gott úr úr því. Þetta er bara dæmi um það,“ segir Gunnar Axel.
Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Tengdar fréttir Suðurnesjalína 1 í jörð með langþráðu samkomulagi Landsnet og Sveitarfélagið Vogar undirrituðu í dag samkomulag um lagningu Suðurnesjalínu 2 og breytingar á Suðurnesjalínu 1. Deilt hefur verið um Suðurnesjalínu 2 í hátt í tvo áratugi en henni er ætlað að tryggja afhendingaröryggi rafmagns á Suðurnesjum. 30. júní 2023 12:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Suðurnesjalína 1 í jörð með langþráðu samkomulagi Landsnet og Sveitarfélagið Vogar undirrituðu í dag samkomulag um lagningu Suðurnesjalínu 2 og breytingar á Suðurnesjalínu 1. Deilt hefur verið um Suðurnesjalínu 2 í hátt í tvo áratugi en henni er ætlað að tryggja afhendingaröryggi rafmagns á Suðurnesjum. 30. júní 2023 12:30