Háskólagráður til sölu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. júlí 2023 14:31 Háskólinn í Salamanca, Spáni. Tim Graham/Getty Images Lögreglan á Spáni hefur handtekið um 20 manns sem stunduðu skipulega sölu á fölsuðum prófskírteinum úr háskólum víðsvegar um heiminn. Fólk getur keypt háskólagráður fyrir 45.000 krónur Má bjóða þér að verða verkfræðingur fyrir 300 evrur? Eða lögfræðingur fyrir 500 evrur? Og sleppa þessum fimm árum í háskóla? Það er ekkert mál, þú ferð bara á netið og kaupir þér fullkomið prófskírteini. Fullkomið að öllu öðru leyti en því að það er rammfalskt. Eftir eins árs rannsókn á sölu falsaðra prófskírteina hefur spænska lögreglan nú upprætt umfangsmikið fyrirtæki sem stundaði sölu á fölsuðum háskólaskírteinum og handtekið 20 manns. Meinið er bara að höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Dóminíkanska lýðveldinu svo forsprakkarnir ganga enn lausir. Hægt að kaupa háskólagráður frá 30 spænskum háskólum Fyrirtækið bauð prófgráður frá um 30 spænskum háskólum. Lögreglan hóf að rannsaka málið þegar einn háskóli hafði samband og vakti athygli á því að falskar prófgráður frá skólanum væru í umferð. Í ljós kom að fjölmargar síður bjóða svona prófskírteini. Flestar þeirra eru svo forhertir svindlarar að þegar fólk hefur látið glepjast og sent greiðslur þá heyrir kúnninn aldrei meira frá þeim, og fær enga háskólagráðu. Nánast ómögulegt að greina á milli falsaðra og raunverulegra prófskírteina En fyrirtækið í Dóminíkanska lýðveldinu var öðruvísi, það seldi virkilega fagmannleg og vel unnin skírteini, svo vel gerð að nær ómögulegt er að greina á milli falsaðs prófskírteinis og raunverulegs. Það var m.a.s. með á skrá hver var rektor hvaða skóla og á hvaða tíma svo engin tæknileg mistök yrðu þeim að falli. Verð á prófskírteinum var frá 300 evrum, þá fékkstu bara rafrænt skírteini, en ef þú keyptir dýrustu útgáfuna sem hægt er að innramma og hengja upp á vegg, þá var verðið í kringum 1.000 evrur, andvirði 150.000 króna. Skírteinin sem lögreglan hefur gert upptæk eru fjölbreytt; þarna eru kennarar, efnaverkfræðingar, lögfræðingar, hagfræðingar, sálfræðingar og svona mætti lengi telja. Elsta prófskírteinið var keypt árið 2013 og viðkomandi hafði starfað við fagið sem háskólaskírteinið hljóðaði upp á allar götur síðan. Spænsku lögregluna grunar að fyrirtækið eigi viðskiptavini í mörgum fleiri löndum. Spánn Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Innlent Fleiri fréttir Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Sjá meira
Fólk getur keypt háskólagráður fyrir 45.000 krónur Má bjóða þér að verða verkfræðingur fyrir 300 evrur? Eða lögfræðingur fyrir 500 evrur? Og sleppa þessum fimm árum í háskóla? Það er ekkert mál, þú ferð bara á netið og kaupir þér fullkomið prófskírteini. Fullkomið að öllu öðru leyti en því að það er rammfalskt. Eftir eins árs rannsókn á sölu falsaðra prófskírteina hefur spænska lögreglan nú upprætt umfangsmikið fyrirtæki sem stundaði sölu á fölsuðum háskólaskírteinum og handtekið 20 manns. Meinið er bara að höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Dóminíkanska lýðveldinu svo forsprakkarnir ganga enn lausir. Hægt að kaupa háskólagráður frá 30 spænskum háskólum Fyrirtækið bauð prófgráður frá um 30 spænskum háskólum. Lögreglan hóf að rannsaka málið þegar einn háskóli hafði samband og vakti athygli á því að falskar prófgráður frá skólanum væru í umferð. Í ljós kom að fjölmargar síður bjóða svona prófskírteini. Flestar þeirra eru svo forhertir svindlarar að þegar fólk hefur látið glepjast og sent greiðslur þá heyrir kúnninn aldrei meira frá þeim, og fær enga háskólagráðu. Nánast ómögulegt að greina á milli falsaðra og raunverulegra prófskírteina En fyrirtækið í Dóminíkanska lýðveldinu var öðruvísi, það seldi virkilega fagmannleg og vel unnin skírteini, svo vel gerð að nær ómögulegt er að greina á milli falsaðs prófskírteinis og raunverulegs. Það var m.a.s. með á skrá hver var rektor hvaða skóla og á hvaða tíma svo engin tæknileg mistök yrðu þeim að falli. Verð á prófskírteinum var frá 300 evrum, þá fékkstu bara rafrænt skírteini, en ef þú keyptir dýrustu útgáfuna sem hægt er að innramma og hengja upp á vegg, þá var verðið í kringum 1.000 evrur, andvirði 150.000 króna. Skírteinin sem lögreglan hefur gert upptæk eru fjölbreytt; þarna eru kennarar, efnaverkfræðingar, lögfræðingar, hagfræðingar, sálfræðingar og svona mætti lengi telja. Elsta prófskírteinið var keypt árið 2013 og viðkomandi hafði starfað við fagið sem háskólaskírteinið hljóðaði upp á allar götur síðan. Spænsku lögregluna grunar að fyrirtækið eigi viðskiptavini í mörgum fleiri löndum.
Spánn Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Innlent Fleiri fréttir Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Sjá meira