Cloé Eyja orðin leikmaður Arsenal Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2023 10:15 Cloé Lacasse lék við afar góðan orðstír með ÍBV og bjó hér á landi svo lengi að hún fékk íslenskan ríkisborgararétt. Nú er hún orðin leikmaður enska stórliðsins Arsenal. Samsett/Vísir/Arsenal.com Cloé Eyja Lacasse, kanadíska landsliðskonan sem er með íslenskan ríkisborgararétt, var í dag kynnt sem nýjasti leikmaður enska knattspyrnufélagsins Arsenal. Cloé, sem er 29 ára, skoraði 73 mörk í 113 leikjum fyrir ÍBV þegar hún lék hér á landi á árunum 2015-2019. Hún öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt en fékk ekki heimild hjá FIFA til að spila fyrir íslenska landsliðið þar sem að hún bjó ekki samfleytt í fimm ár hér á landi, áður en hún flutti til Portúgals sumarið 2019 til að spila fyrir Benfica. Ferill Cloé hefur hins vegar náð enn meira flugi í Portúgal þar sem hún hefur skorað 100 mörk í 129 leikjum fyrir Benfica, í öllum keppnum, og nú er hún orðin leikmaður Arsenal auk þess að vera komin inn í kanadíska landsliðið og á leið á HM í Eyjaálfu í júlí. „Ferillinn minn hefur í raun bara verið á uppleið, sérstaklega síðustu tvö ár. Ég tel mig tilbúna bæði líkamlega og andlega til að leggja mitt af mörkum hérna og vinna titla,“ segir Cloé á heimasíðu Arsenal og kveðst sérstaklega spennt fyrir því að spila í Meistaradeild Evrópu. Næst á dagskrá hjá henni er hins vegar heimsmeistaramótið með kanadíska landsliðinu: „Það er frekar nýtt fyrir mér að spila fyrir landsliðið mitt svo það hefur verið súrrealísk upplifun og það hefur heimsins mestu þýðingu fyrir mig að vera að fara á HM fyrir Kanada, sem er auðvitað staðurinn þar sem ég ólst upp og þar sem fjölskyldan mín er. Ég hef í raun ekki enn náð að melta þetta en það gerist þegar ég mæti þangað, og ég er ofurspennt og tilbúin að hitta stelpurnar þarna og vonandi fara heim með heimsmeistarabikarinn,“ segir Cloé. Enski boltinn Fótbolti ÍBV Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira
Cloé, sem er 29 ára, skoraði 73 mörk í 113 leikjum fyrir ÍBV þegar hún lék hér á landi á árunum 2015-2019. Hún öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt en fékk ekki heimild hjá FIFA til að spila fyrir íslenska landsliðið þar sem að hún bjó ekki samfleytt í fimm ár hér á landi, áður en hún flutti til Portúgals sumarið 2019 til að spila fyrir Benfica. Ferill Cloé hefur hins vegar náð enn meira flugi í Portúgal þar sem hún hefur skorað 100 mörk í 129 leikjum fyrir Benfica, í öllum keppnum, og nú er hún orðin leikmaður Arsenal auk þess að vera komin inn í kanadíska landsliðið og á leið á HM í Eyjaálfu í júlí. „Ferillinn minn hefur í raun bara verið á uppleið, sérstaklega síðustu tvö ár. Ég tel mig tilbúna bæði líkamlega og andlega til að leggja mitt af mörkum hérna og vinna titla,“ segir Cloé á heimasíðu Arsenal og kveðst sérstaklega spennt fyrir því að spila í Meistaradeild Evrópu. Næst á dagskrá hjá henni er hins vegar heimsmeistaramótið með kanadíska landsliðinu: „Það er frekar nýtt fyrir mér að spila fyrir landsliðið mitt svo það hefur verið súrrealísk upplifun og það hefur heimsins mestu þýðingu fyrir mig að vera að fara á HM fyrir Kanada, sem er auðvitað staðurinn þar sem ég ólst upp og þar sem fjölskyldan mín er. Ég hef í raun ekki enn náð að melta þetta en það gerist þegar ég mæti þangað, og ég er ofurspennt og tilbúin að hitta stelpurnar þarna og vonandi fara heim með heimsmeistarabikarinn,“ segir Cloé.
Enski boltinn Fótbolti ÍBV Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira