Segir að einfalt ætti að vera að fá heimild fyrir Hvammsvirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2023 21:30 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Einar Árnason Forstjóri Landsvirkjunar segir að það ætti að vera tiltölulega einfalt mál að fá aftur virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun, aðeins hafi vantað samtal milli tveggja ríkisstofnana. Hann gagnrýnir úrskurðarnefnd fyrir að fella leyfið úr gildi og koma þannig í veg fyrir að mikilvægar framkvæmdir hefjist í sumar. Daginn eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun þann 14. júní kom kjaftshöggið; Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjunarleyfið úr gildi. „Úrskurðarnefndin fjallaði um mjög mörg álitaefni og öllum nema einu var vísað frá, sem gerir það að verkum að úrskurðarnefndin ákvað að fella virkjunarleyfið úr gildi,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í fréttum Stöðvar 2. Þetta hafi verið tiltölulega einfalt atriði sem sneri að málsmeðferð. „Úrskurðarnefndin segir að ef Orkustofnun hefði bara haft ákveðið samtal við Umhverfisstofnun þá hefði virkjunarleyfið ekki verið fellt út gildi. Þannig að það þurfti bara að eiga sér stað ákveðið samtal, sem því miður fór ekki fram,“ segir Hörður og telur að auðvelt ætti að vera að bæta úr. „Og eigi að vera alveg augljóst samkvæmt vatnatilskipuninni að virkjunin verði heimiluð.“ -Þarf þá ekki einhverjar tæknilegar breytingar á útfærslu og slíku? „Nei, þetta er eingöngu að leggja fram bara mikilvægi þeirra samfélagslegu áhrifa sem virkjunin hefur, sem eru náttúrlega augljós; til orkuskipta og til þess að styðja við markmið samfélagsins.“ Hörður vill ekki áætla hve langan tíma taki að fá nýtt virkjunarleyfi. „Þannig að ég geti ekki tjáð mig um þær tímasetningar. En vonandi er það í mánuðum.“ Með Hvammsvirkjun er áformað að stífla Þjórsá á móts við Skarðsfjall, ofan við bæinn Stóranúp.Landsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar er ekki sáttur við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og telur að hún hafi gengið óþarflega langt. Svipting virkjunarleyfis þýði að ekki verði hægt að hefja mikilvægar undirbúningsframkvæmdir í sumar. „Þannig að mér finnst það mjög íþyngjandi af úrskurðarnefndinni að koma í veg fyrir að þær fari fram.“ Og telur að hægt hefði verði að tryggja framgang laganna með vægara úrræði. „Það eru skýrar heimildir í raforkulögum að veita virkjanaleyfi og setja síðan auknar kröfur á framkvæmdatímanum. Það hefði að mínu mati átt að fara þá leið og taka þannig tillit til samfélagslegs mikilvægis þessa verkefnis, sem er akkúrat andi laganna sem á eftir að úrskurða eftir. Það er fyrst og fremst að meta þau samfélagslegu áhrif sem eru, sem öllum ætti að vera ljóst að eru mjög mikil,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Orkuskipti Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Lax Stangveiði Rangárþing ytra Skipulag Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Daginn eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun þann 14. júní kom kjaftshöggið; Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjunarleyfið úr gildi. „Úrskurðarnefndin fjallaði um mjög mörg álitaefni og öllum nema einu var vísað frá, sem gerir það að verkum að úrskurðarnefndin ákvað að fella virkjunarleyfið úr gildi,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í fréttum Stöðvar 2. Þetta hafi verið tiltölulega einfalt atriði sem sneri að málsmeðferð. „Úrskurðarnefndin segir að ef Orkustofnun hefði bara haft ákveðið samtal við Umhverfisstofnun þá hefði virkjunarleyfið ekki verið fellt út gildi. Þannig að það þurfti bara að eiga sér stað ákveðið samtal, sem því miður fór ekki fram,“ segir Hörður og telur að auðvelt ætti að vera að bæta úr. „Og eigi að vera alveg augljóst samkvæmt vatnatilskipuninni að virkjunin verði heimiluð.“ -Þarf þá ekki einhverjar tæknilegar breytingar á útfærslu og slíku? „Nei, þetta er eingöngu að leggja fram bara mikilvægi þeirra samfélagslegu áhrifa sem virkjunin hefur, sem eru náttúrlega augljós; til orkuskipta og til þess að styðja við markmið samfélagsins.“ Hörður vill ekki áætla hve langan tíma taki að fá nýtt virkjunarleyfi. „Þannig að ég geti ekki tjáð mig um þær tímasetningar. En vonandi er það í mánuðum.“ Með Hvammsvirkjun er áformað að stífla Þjórsá á móts við Skarðsfjall, ofan við bæinn Stóranúp.Landsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar er ekki sáttur við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og telur að hún hafi gengið óþarflega langt. Svipting virkjunarleyfis þýði að ekki verði hægt að hefja mikilvægar undirbúningsframkvæmdir í sumar. „Þannig að mér finnst það mjög íþyngjandi af úrskurðarnefndinni að koma í veg fyrir að þær fari fram.“ Og telur að hægt hefði verði að tryggja framgang laganna með vægara úrræði. „Það eru skýrar heimildir í raforkulögum að veita virkjanaleyfi og setja síðan auknar kröfur á framkvæmdatímanum. Það hefði að mínu mati átt að fara þá leið og taka þannig tillit til samfélagslegs mikilvægis þessa verkefnis, sem er akkúrat andi laganna sem á eftir að úrskurða eftir. Það er fyrst og fremst að meta þau samfélagslegu áhrif sem eru, sem öllum ætti að vera ljóst að eru mjög mikil,“ segir forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Orkuskipti Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Lax Stangveiði Rangárþing ytra Skipulag Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10
Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20
Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20