„Fáum þá borgað eins og við eigum skilið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. júní 2023 23:01 Vandræðagemsinn Nick Kyrgios er meira en til í að fá peninga frá Sádi Arabíu inn í tennisinn. Vísir/Getty Tennis gæti orðið næsta íþrótt sem þjóðarsjóður Sádi Arabíu tekur yfir. Nú standa yfir viðræður á milli stjórnenda sjóðsins og forráðamanna ATP-mótaraðarinnar um fjárfestingu. Golfheimurinn nötraði á dögunum eftir að fréttir bárust af sameiningu LIV- og PGA-mótaraðanna eftir að hafa eldað grátt silfur saman í hálft annað ár. Þjóðarsjóður Sádi Arabíu (PIF) mun dæla peningum inn á nýja mótaröð á næstu árum og er samstarfið nýjasta útspilið í viðleitni Sáda til þess að kaupa sér áhrif og fegra ímynd sína í gegnum íþróttir. Ekki nóg með að hafa tekið yfir golfið heldur hafa stærstu knattspyrnustjörnur heims flykkst til Sádi Arabíu á síðustu vikum og mánuðum. Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og N´golo Kanté eru dæmi um leikmenn sem hafa fært sig yfir í olíulandið og spila þar fyrir himinhá laun. Sádar ætla þó ekkert að stíga af bensíngjöfinni. Nú beinast sjónir þeirra að tennisíþróttinni en viðræður standa yfir á milli stjórnenda PIF og forráðamanna ATP-mótaraðarinnar um fjárfestingu. Í Financial Times segir stjórnarformaður ATP-mótaraðarinnar, Andrea Gaudenzi að í gangi séu jákvæðar viðræður um fjárfestingu PIF. Líkt og þegar Sádar stofnuðu LIV-mótaröðina eru einhverjir ósáttir með gang mála. Nick Kyrgios, sem einhverjir myndu kalla hálfgerðan ólátabelg hinnar annars frekar formföstu tennisíþróttar, fagnar fréttunum hins vegar á Twittersíðu sinni í dag. FINALLY. THEY SEE THE VALUE. WE ARE GOING TO GET PAID WHAT WE DESERVE TO GET PAID. SIGN ME UP https://t.co/sJpj9lK6Vg— Nicholas Kyrgios (@NickKyrgios) June 26, 2023 „Loksins, þeir sjá virðið. Við fáum borgað eins og við eigum skilið. Ég skrái mig,“ skrifar Kyrgios sem oftar en ekki hefur komist í fréttirnar á tennismótum fyrir slæma hegðun og dónalega framkomu. Carlos Alcaraz, efsti maður heimslistans í tennis, segir að hann búist við að keppnir fari fram í Sádi Arabíu í framtíðinni. „Ég held að þeir séu með völdin til að halda margar keppnir. Ég hef aldrei spilað í opinberri keppni þar, við verðum að sjá hvernig þetta verður í framtíðinni. Ég efast ekki um að ég mun spila þar í framtíðinni.“ Tennis Sádi-Arabía Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon: Þú vilt spila þessa leik Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Sjá meira
Golfheimurinn nötraði á dögunum eftir að fréttir bárust af sameiningu LIV- og PGA-mótaraðanna eftir að hafa eldað grátt silfur saman í hálft annað ár. Þjóðarsjóður Sádi Arabíu (PIF) mun dæla peningum inn á nýja mótaröð á næstu árum og er samstarfið nýjasta útspilið í viðleitni Sáda til þess að kaupa sér áhrif og fegra ímynd sína í gegnum íþróttir. Ekki nóg með að hafa tekið yfir golfið heldur hafa stærstu knattspyrnustjörnur heims flykkst til Sádi Arabíu á síðustu vikum og mánuðum. Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og N´golo Kanté eru dæmi um leikmenn sem hafa fært sig yfir í olíulandið og spila þar fyrir himinhá laun. Sádar ætla þó ekkert að stíga af bensíngjöfinni. Nú beinast sjónir þeirra að tennisíþróttinni en viðræður standa yfir á milli stjórnenda PIF og forráðamanna ATP-mótaraðarinnar um fjárfestingu. Í Financial Times segir stjórnarformaður ATP-mótaraðarinnar, Andrea Gaudenzi að í gangi séu jákvæðar viðræður um fjárfestingu PIF. Líkt og þegar Sádar stofnuðu LIV-mótaröðina eru einhverjir ósáttir með gang mála. Nick Kyrgios, sem einhverjir myndu kalla hálfgerðan ólátabelg hinnar annars frekar formföstu tennisíþróttar, fagnar fréttunum hins vegar á Twittersíðu sinni í dag. FINALLY. THEY SEE THE VALUE. WE ARE GOING TO GET PAID WHAT WE DESERVE TO GET PAID. SIGN ME UP https://t.co/sJpj9lK6Vg— Nicholas Kyrgios (@NickKyrgios) June 26, 2023 „Loksins, þeir sjá virðið. Við fáum borgað eins og við eigum skilið. Ég skrái mig,“ skrifar Kyrgios sem oftar en ekki hefur komist í fréttirnar á tennismótum fyrir slæma hegðun og dónalega framkomu. Carlos Alcaraz, efsti maður heimslistans í tennis, segir að hann búist við að keppnir fari fram í Sádi Arabíu í framtíðinni. „Ég held að þeir séu með völdin til að halda margar keppnir. Ég hef aldrei spilað í opinberri keppni þar, við verðum að sjá hvernig þetta verður í framtíðinni. Ég efast ekki um að ég mun spila þar í framtíðinni.“
Tennis Sádi-Arabía Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon: Þú vilt spila þessa leik Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Sjá meira