Þá fjöllum við um nýja könnun um fylgi flokkanna sem einnig var birt á Vísi í morgun. Samfylkingin mælist þar langstærsti flokkurinn og hefur nú níu prósentustiga forskot á Sjálfstæðisflokkinn.
Málefni Íslandsbanka verða einnig tekin fyrir og rætt verður við þingmann Viðreisnar en flokkurinn vill kalla Alþingi saman vegna sáttarinnar sem gerð var við bankann á dögunum sem vakið hefur harða gagnrýni víða.
Hvalveiðibannið sem matvælaráðherra setti á dögunum verður einnig rætt en SFS, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa nú fengið lögfræðiálit frá lögmannsstofunni LEX þar sem segir að ákvörðun ráðherrans standist ekki lög.