76 ára gamall og heldur áfram í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2023 07:32 Roy Hodgson gerbreytti öllu hjá Crystal Palace þegar hann tók við liðinu í mars. Getty/Tom Dulat Roy Hodgson hefur samþykkt það að halda áfram sem knattspyrnustjóri Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. Hodgson tók við Palace liðinu í mars og tók þá við eftir að félagið hafði rekið Patrick Vieira. Undir stjórn Vieira hafði Palace ekki unnið í tólf leikjum og ekkert annað en fall blasti við. Sky Sports News has learned there is a "verbal agreement in place" for Roy Hodgson to continue as manager of Crystal Palace next season pic.twitter.com/j7ZCQtbGrs— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 26, 2023 Crystal Palace var því í slæmum málum í fallbaráttunni þegar hann tók við en liðið náði í átján stig í síðustu tíu leikjum sínum og endaði í ellefta sæti. Hinn 75 ára gamli Hodgson er staddur í fríi en Sky Sports og breska ríkisútvarpið segir frá því að hann sé búinn að ganga frá því að halda áfram með liðið. Hann er fæddur 9. ágúst 1947 og verður því 76 ára gamall í haust. Palace er æskufélag Hodgson en hann var knattspyrnustjóri Crystal Palace í fjögur ár frá árinu 2017 en ákvað að hætta með liðið 2021. Hann tók við Watford í janúar 2022 en tókst ekki að bjarga liðinu frá falli og hætti eftir fimm mánuði. BREAKING: Sky Sports News has learnt there is a verbal agreement in place for Roy Hodgson to continue as manager of Crystal Palace next season pic.twitter.com/NBxHOBKFVF— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 26, 2023 Þjálfaraferill Roy Hodgson spannar nú 47 ár en hann hefur á þeim tíma stýrt liðum eins og Inter Milan, Blackburn, Fulham, Liverpool, West Brom and Palace auk þess að vera landsliðsþjálfari Englands, Sviss, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Finnlands. Alls hefur hann stýrt 22 liðum í átta mismunandi löndum. Fyrsta starfið var hjá Halmstads BK í Svíþjóð árið 1976. Það héldu kannski margir að enska landsliðsþjálfarastarfið yrði það síðasta hjá honum eftir að Ísland vann England í sextán liða úrslitum EM 2016 en svo var alls ekki. Enski boltinn Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira
Hodgson tók við Palace liðinu í mars og tók þá við eftir að félagið hafði rekið Patrick Vieira. Undir stjórn Vieira hafði Palace ekki unnið í tólf leikjum og ekkert annað en fall blasti við. Sky Sports News has learned there is a "verbal agreement in place" for Roy Hodgson to continue as manager of Crystal Palace next season pic.twitter.com/j7ZCQtbGrs— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 26, 2023 Crystal Palace var því í slæmum málum í fallbaráttunni þegar hann tók við en liðið náði í átján stig í síðustu tíu leikjum sínum og endaði í ellefta sæti. Hinn 75 ára gamli Hodgson er staddur í fríi en Sky Sports og breska ríkisútvarpið segir frá því að hann sé búinn að ganga frá því að halda áfram með liðið. Hann er fæddur 9. ágúst 1947 og verður því 76 ára gamall í haust. Palace er æskufélag Hodgson en hann var knattspyrnustjóri Crystal Palace í fjögur ár frá árinu 2017 en ákvað að hætta með liðið 2021. Hann tók við Watford í janúar 2022 en tókst ekki að bjarga liðinu frá falli og hætti eftir fimm mánuði. BREAKING: Sky Sports News has learnt there is a verbal agreement in place for Roy Hodgson to continue as manager of Crystal Palace next season pic.twitter.com/NBxHOBKFVF— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 26, 2023 Þjálfaraferill Roy Hodgson spannar nú 47 ár en hann hefur á þeim tíma stýrt liðum eins og Inter Milan, Blackburn, Fulham, Liverpool, West Brom and Palace auk þess að vera landsliðsþjálfari Englands, Sviss, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Finnlands. Alls hefur hann stýrt 22 liðum í átta mismunandi löndum. Fyrsta starfið var hjá Halmstads BK í Svíþjóð árið 1976. Það héldu kannski margir að enska landsliðsþjálfarastarfið yrði það síðasta hjá honum eftir að Ísland vann England í sextán liða úrslitum EM 2016 en svo var alls ekki.
Enski boltinn Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira