Handbolti

Sannfærandi sigur kom Færeyjum í átta liða úrslit

Hjörvar Ólafsson skrifar
Elias Ellefsen á Skipagötu er mjög spennandi leikmaður. 
Elias Ellefsen á Skipagötu er mjög spennandi leikmaður.  Mynd/ IK Sävehof

Fær­eyjar tryggðu sér farseðilinn í átta liða úr­slit­um HM 2023 í handbolta karla skipuðu leikmönnum 21 árs og yngri með 33-27 sigri sínum á móti Brasilíu í annarri umferð í milliriðli mótsins í Hannover í dag.

IK SävehofEli­as Ell­ef­sen á Skipa­götu heldur áfram að gera það gott á þessu móti en hann skoraði 13 mörk í leiknum og Hák­un West av Teig­um kom næstur með 10 mörk. 

Elías sem er einn af efnilegstu handboltamönnum heims er á leið frá sænska liðinu IK Sävehof til þýska stórliðsins Kiel í sumar. 

Jan­us Dam Djur­huus, vinstri hornamaður nýkrýndra Íslands­meist­ara ÍBV, skoraði tvö mörk fyr­ir færeyska liðið.

Portúgal, sem fór með sigur af hólmi, gegn Spáni fyrri í dag mun fylgja Færeyjum í átta liða úrslitin en liðin hafa hvort um sig fjögur stig á toppi milliriðilsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×