Sport

Benja­mín Lúkas vann gull á heims­leikunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Benjamín Lúkas gerði vel í Berlín.
Benjamín Lúkas gerði vel í Berlín. HvatiSport

Sundmaðurinn Benjamín Lúkas Snorrason úr ÍFR kom sá og sigraði á Heimsleikunum (e. Special Olympics) í Berlín um helgina. Hann vann til gullverðlauna í 50 metra skriðsundi.

Benjamín Lúkas úr ÍFR var einn þeirra Íslendinga sem skaraði fram úr í Berlín um liðna helgi. Hann vann til gullverðlauna í 50 metra skriðsundi þegar hann synti á 44,20 sekúndum og var heilli sekúndu á undan næsta manni. Alls tóku sjö manns þátt í úrslitasundinu.

Benjamín Lúkas keppti einnig í 50 metra bringusundi og endaði þar í fjórða sæti eftir að synda á 47,60 sekúndum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×