Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2023 22:44 Sæmundur Ólason, trillukarl í Grímsey. Bátur hans, Óli Óla, sést við bryggjuna. Egill Aðalsteinsson Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. Í fréttum Stöðvar 2 var Grímsey heimsótt, nyrsta verstöð Íslands, en þar byggir samfélagið á sjósókn. Sæmundur Ólason er meðal þeirra sem stunda strandveiði sumarsins. „Maí er yfirleitt mjög lélegur og jafnvel fyrriparturinn af júní. Búið að vera mjög erfitt, bæði út af veðráttu, svo bara vantar fisk á slóðina. Hann er ekkert að ganga hingað fyrr en, eins og ég segi, um miðjan júní. En við kvörtum ekkert,“ segir Sæmundur. Horft yfir höfnina í Grímsey.Egill Aðalsteinsson Í Grímsey hafa menn áhyggjur af því að strandveiðikvótinn klárist of snemma. „Besti tíminn er framundan. Og það er svolítið súrt að heyra að það sé jafnvel bara fyrsta vikan í júlí, og jafnvel ekki. Við vitum ekkert hvenær stoppið kemur.“ Um tíu strandveiðibátar eru gerðir út frá Grímsey. Einnig kemur þangað fjöldi aðkomubáta, sennilega annar eins. Sæmundur segir að í gegnum tíðina hafi þetta einkum verið bátar af Eyjafjarðarsvæðinu, frá Dalvík, Grenivík, Ólafsfirði og jafnvel Siglufirði. Séð yfir meginhluta byggðarinnar.Egill Aðalsteinsson Íbúar Grímseyjar teljast núna 55 talsins. Sjálfur er Sæmundur uppalinn í eynni en segist hafa gert margar tilraunir til þess að fara. „Ég held ég sé þrisvar sinnum búinn að tæma húsið og farið í burtu. En það er eitthvað sem dregur mig alltaf til baka. Og ég er hættur að reyna að fara. Ég er bara búinn að gefast upp fyrir því og verð bara hérna,“ segir trillukarlinn Sæmundur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Akureyri Sjávarútvegur Grímsey Tengdar fréttir Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. 7. júní 2023 14:10 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var Grímsey heimsótt, nyrsta verstöð Íslands, en þar byggir samfélagið á sjósókn. Sæmundur Ólason er meðal þeirra sem stunda strandveiði sumarsins. „Maí er yfirleitt mjög lélegur og jafnvel fyrriparturinn af júní. Búið að vera mjög erfitt, bæði út af veðráttu, svo bara vantar fisk á slóðina. Hann er ekkert að ganga hingað fyrr en, eins og ég segi, um miðjan júní. En við kvörtum ekkert,“ segir Sæmundur. Horft yfir höfnina í Grímsey.Egill Aðalsteinsson Í Grímsey hafa menn áhyggjur af því að strandveiðikvótinn klárist of snemma. „Besti tíminn er framundan. Og það er svolítið súrt að heyra að það sé jafnvel bara fyrsta vikan í júlí, og jafnvel ekki. Við vitum ekkert hvenær stoppið kemur.“ Um tíu strandveiðibátar eru gerðir út frá Grímsey. Einnig kemur þangað fjöldi aðkomubáta, sennilega annar eins. Sæmundur segir að í gegnum tíðina hafi þetta einkum verið bátar af Eyjafjarðarsvæðinu, frá Dalvík, Grenivík, Ólafsfirði og jafnvel Siglufirði. Séð yfir meginhluta byggðarinnar.Egill Aðalsteinsson Íbúar Grímseyjar teljast núna 55 talsins. Sjálfur er Sæmundur uppalinn í eynni en segist hafa gert margar tilraunir til þess að fara. „Ég held ég sé þrisvar sinnum búinn að tæma húsið og farið í burtu. En það er eitthvað sem dregur mig alltaf til baka. Og ég er hættur að reyna að fara. Ég er bara búinn að gefast upp fyrir því og verð bara hérna,“ segir trillukarlinn Sæmundur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Akureyri Sjávarútvegur Grímsey Tengdar fréttir Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. 7. júní 2023 14:10 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. 7. júní 2023 14:10