Óttast að síðasti hvalurinn hafi verið veiddur Lovísa Arnardóttir skrifar 23. júní 2023 19:28 Teitur Björn segir svör ráðherra ófullnægjandi Vísir/Vilhelm Nefndarmenn atvinnuveganefndar eru ekki allir sáttir við ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum. Nefndin fundaði í dag með ráðherra. Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar, segir ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum skýrari eftir fund nefndarinnar í dag. „Ég held að menn séu komnir á svipaðar slóðir með hvert við erum að stefna í þessu máli,“ sagði hann í kvöldfréttum í kvöld. Hann sagði að næst verði stjórnvöld að vinna með leyfishafa að útfæra veiðarnar þannig að þær uppfylli skilyrðin sem lög um velferð dýra tilgreini svo hægt verði að hefja veiðarnar sem fyrst. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem kallaði til fundarins sagði svör ráðherra á fundinum ófullnægjandi og telur hana eiga að draga ákvörðun sína til baka. Hann óttast að ef ekki fáist skýr svör fyrir 31. ágúst, þegar frestur reglugerðar ráðherra rennur út, verði veiðum frestað á ný. „Þá er hún í raun og veru að segja að hún hafi ótakmarkað vald til að fresta veiðunum, ótímabundið þess vegna, og í því felst algert bann og það stenst ekki stjórnarskrá,“ segir Teitur Björn. Matvælaráðherra stendur áfram föst á sinni ákvörðun um að fresta veiðunum á meðan farið er yfir aðferðir veiðanna. „Grundvallaratriðið er það að ég ber ábyrgð á framkvæmd laga um velferð dýra og dýrin hafa ekki annan málsvara en þessi lög og ríkið. Og eins og ég sagði á fundinum þá halda langreyðar ekki baráttufundi. Það er enginn í þeirra hópi sem púar eða klappar þannig að það er í raun og veru okkar skylda að taka þeirra rétt og framkvæma í samræmi við það. Hún segir mikilvægt að nýta tímann vel til 31. ágúst. „Við þurfum að hafa hraðar hendur en númer eitt, tvö og þrjú er að við þurfum að stunda vandaða stjórnsýslu og byggja á faglegum rökum,“ segir Svandís og að hún standi enn föst á sinni ákvörðun. Hvalveiðar Hvalir Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir „Hvalir fylla enga sali“ „Hvalir fylla enga sali og það er enginn sem púar eða klappar í hópi langreyða en þingið hefur falið mér að lögum, að gæta að þessum hagsmunum, og það er það sem ég er að gera.“ 23. júní 2023 14:30 Táraðist og gekk út þegar Svandís sýndi myndband af hvalveiðum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, táraðist og gekk út af fundi atvinnuveganefndar þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sýndi eftirlitsmyndband MAST við upphaf hans. 23. júní 2023 13:26 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar, segir ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum skýrari eftir fund nefndarinnar í dag. „Ég held að menn séu komnir á svipaðar slóðir með hvert við erum að stefna í þessu máli,“ sagði hann í kvöldfréttum í kvöld. Hann sagði að næst verði stjórnvöld að vinna með leyfishafa að útfæra veiðarnar þannig að þær uppfylli skilyrðin sem lög um velferð dýra tilgreini svo hægt verði að hefja veiðarnar sem fyrst. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem kallaði til fundarins sagði svör ráðherra á fundinum ófullnægjandi og telur hana eiga að draga ákvörðun sína til baka. Hann óttast að ef ekki fáist skýr svör fyrir 31. ágúst, þegar frestur reglugerðar ráðherra rennur út, verði veiðum frestað á ný. „Þá er hún í raun og veru að segja að hún hafi ótakmarkað vald til að fresta veiðunum, ótímabundið þess vegna, og í því felst algert bann og það stenst ekki stjórnarskrá,“ segir Teitur Björn. Matvælaráðherra stendur áfram föst á sinni ákvörðun um að fresta veiðunum á meðan farið er yfir aðferðir veiðanna. „Grundvallaratriðið er það að ég ber ábyrgð á framkvæmd laga um velferð dýra og dýrin hafa ekki annan málsvara en þessi lög og ríkið. Og eins og ég sagði á fundinum þá halda langreyðar ekki baráttufundi. Það er enginn í þeirra hópi sem púar eða klappar þannig að það er í raun og veru okkar skylda að taka þeirra rétt og framkvæma í samræmi við það. Hún segir mikilvægt að nýta tímann vel til 31. ágúst. „Við þurfum að hafa hraðar hendur en númer eitt, tvö og þrjú er að við þurfum að stunda vandaða stjórnsýslu og byggja á faglegum rökum,“ segir Svandís og að hún standi enn föst á sinni ákvörðun.
Hvalveiðar Hvalir Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir „Hvalir fylla enga sali“ „Hvalir fylla enga sali og það er enginn sem púar eða klappar í hópi langreyða en þingið hefur falið mér að lögum, að gæta að þessum hagsmunum, og það er það sem ég er að gera.“ 23. júní 2023 14:30 Táraðist og gekk út þegar Svandís sýndi myndband af hvalveiðum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, táraðist og gekk út af fundi atvinnuveganefndar þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sýndi eftirlitsmyndband MAST við upphaf hans. 23. júní 2023 13:26 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
„Hvalir fylla enga sali“ „Hvalir fylla enga sali og það er enginn sem púar eða klappar í hópi langreyða en þingið hefur falið mér að lögum, að gæta að þessum hagsmunum, og það er það sem ég er að gera.“ 23. júní 2023 14:30
Táraðist og gekk út þegar Svandís sýndi myndband af hvalveiðum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, táraðist og gekk út af fundi atvinnuveganefndar þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sýndi eftirlitsmyndband MAST við upphaf hans. 23. júní 2023 13:26
Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41