„Ummæli mín sverta ekki íslenska knattspyrnu, svona dómgæsla gerir það“ Aron Guðmundsson skrifar 23. júní 2023 15:39 Bríet Bragadóttir dæmdi leik Vals og ÍBV í síðasta mánuði og gagnrýndi Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, frammistöðu hennar. Vísir/Samsett mynd Knattspyrnudeild ÍBV hefur verið látið sæta sekt að upphæð 100 þúsund krónum vegna opinberra ummæla formanns knattspyrnudeildar félagsins, Daníels Geirs Moritz, sem eru talin vega að heiðarleika og heilindum dómarans í leik Vals og ÍBV í Bestu deild kvenna í síðasta mánuði. Umrædd ummæli lét Daníel Geir falla í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter og birti hann í þeirri færslu texta sem og myndband af atviki í leik Vals og ÍBV. „Olga Sevcoca er leikmaður ÍBV. Hún er frá Lettlandi. Allar götur síðan hún kom til Íslands hefur mátt sparka í hana af meiri krafti en aðra leikmenn. Í gær sleppir dómari af ásetningi vítaspyrnu þar sem Olga er spörkuð niður. Þetta er ekki tilviljun en algjörlega óþolandi," skrifaði Daníel Geir í umræddi færslu. Ummælin voru tekin fyrir á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þann 13. júní síðastliðinn og er það mat nefndarinnar að Daníel hafi með færslu sinni vegið að heiðarleika og heillindum dómara leiksins, Bríeti Bragadóttur, og séu til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu. Stendur við orð sín Í tengslum við ákvörðun sína tekur aga- og úrskurðarnefnd KSÍ meðal annars til greina bréf Daníels Geirs til nefndarinnar, bréf sem nefndarmenn segja ekki bera merki iðrunar vegna hinnar kærðu „ósæmilegu framkomu.“ Í bréfinu, sem birt er með úrskurði nefndarinnar, segist Daníel standa við orð sín þess efnis að dómari leiksins hafi af ásetningi sleppt því að dæma víti í umræddum leik. „Í dómari leiksins sér atvikið mjög vel en ákveður að dæma vitlaust gegn betri vitund. Þarna er ekki hægt að skýla sér á bakvið mistök, rétt eins og urðu í leik Stjörnunnar og ÍBV á dögunum þar sem dómari sá ekki atvik. Dómarinn sér þetta mjög vel en dæmir ekki víti.“ Daníel segir ummæli sín ekki sverta íslenska knattspyrnu. „En svona dómgæsla gerir það og hafði þetta neikvæð áhrif á það lið sem ég er í forsvari fyrir. Ég hlýt að mega benda á það.“ Úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ má lesa í heild sinni hér. Besta deild kvenna ÍBV Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Umrædd ummæli lét Daníel Geir falla í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter og birti hann í þeirri færslu texta sem og myndband af atviki í leik Vals og ÍBV. „Olga Sevcoca er leikmaður ÍBV. Hún er frá Lettlandi. Allar götur síðan hún kom til Íslands hefur mátt sparka í hana af meiri krafti en aðra leikmenn. Í gær sleppir dómari af ásetningi vítaspyrnu þar sem Olga er spörkuð niður. Þetta er ekki tilviljun en algjörlega óþolandi," skrifaði Daníel Geir í umræddi færslu. Ummælin voru tekin fyrir á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þann 13. júní síðastliðinn og er það mat nefndarinnar að Daníel hafi með færslu sinni vegið að heiðarleika og heillindum dómara leiksins, Bríeti Bragadóttur, og séu til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu. Stendur við orð sín Í tengslum við ákvörðun sína tekur aga- og úrskurðarnefnd KSÍ meðal annars til greina bréf Daníels Geirs til nefndarinnar, bréf sem nefndarmenn segja ekki bera merki iðrunar vegna hinnar kærðu „ósæmilegu framkomu.“ Í bréfinu, sem birt er með úrskurði nefndarinnar, segist Daníel standa við orð sín þess efnis að dómari leiksins hafi af ásetningi sleppt því að dæma víti í umræddum leik. „Í dómari leiksins sér atvikið mjög vel en ákveður að dæma vitlaust gegn betri vitund. Þarna er ekki hægt að skýla sér á bakvið mistök, rétt eins og urðu í leik Stjörnunnar og ÍBV á dögunum þar sem dómari sá ekki atvik. Dómarinn sér þetta mjög vel en dæmir ekki víti.“ Daníel segir ummæli sín ekki sverta íslenska knattspyrnu. „En svona dómgæsla gerir það og hafði þetta neikvæð áhrif á það lið sem ég er í forsvari fyrir. Ég hlýt að mega benda á það.“ Úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ má lesa í heild sinni hér.
Besta deild kvenna ÍBV Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira