„Ætluðu að pressa allt þetta mót og eru í formi til þess“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2023 17:00 FH hélt áfram sínu frábæra gengi með sigri gegn ÍBV á miðvikudaginn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Nýliðar FH halda áfram blússandi siglingu í Bestu deild kvenna í fótbolta eftir að hafa víðast hvar verið spáð falli úr deildinni áður en leiktíðin hófst. Liðið fékk verðskuldað hrós í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. FH vann ÍBV á miðvikudag og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og er með 16 stig í 3. sæti deildarinnar, aðeins fjórum stigum á eftir meisturum Vals nú þegar hefðbundin deildakeppni er hálfnuð (eftir 18 umferðir spila efstu sex liðin hvert við annað einu sinni enn, og neðstu fjögur hvert við annað). FH vann sig upp úr Lengjudeildinni með því að vinna hana í fyrra, og góða gengið hefur haldið áfram í efstu deild. „Við skulum kíkja á pressu FH því hún heldur bara áfram. Ég man að ég hugsaði þegar mótið byrjaði: Ætla þau bara að halda þessu gangandi? En það er gaman að lesa viðtöl við Guðna [Eiríksson, þjálfara]. Þau eru alveg búin að stúdera þetta og ætluðu að pressa allt þetta mót, og eru í formi til þess,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Umræða um FH „Algjörlega. Þær eru í toppstandi og það er gaman að horfa á pressuna hjá þeim. Þær eru allar samtaka, vita alveg sín hlutverk og í hvaða hlaup þær eiga að fara,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. Helena benti á að það hlyti að vera gaman í FH-liðinu í dag og Mist Rúnarsdóttir tók undir það: „Þetta er ungt og leikur sér, yngsta liðið í deildinni, þannig að það hlýtur að vera mjög gaman. Svo eins og við höfum komið inn á áður þá er þetta ekki ellefu manna lið. Það er verið að keyra á öllum leikmannahópnum, menn eru óhræddir við að rótera, og á meðan það gengur vel þá eykur það náttúrulega á góðan liðsanda, stuð og stemningu. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með FH-ingum og ég held að þeir hafi náð öllum með sér í lið.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
FH vann ÍBV á miðvikudag og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og er með 16 stig í 3. sæti deildarinnar, aðeins fjórum stigum á eftir meisturum Vals nú þegar hefðbundin deildakeppni er hálfnuð (eftir 18 umferðir spila efstu sex liðin hvert við annað einu sinni enn, og neðstu fjögur hvert við annað). FH vann sig upp úr Lengjudeildinni með því að vinna hana í fyrra, og góða gengið hefur haldið áfram í efstu deild. „Við skulum kíkja á pressu FH því hún heldur bara áfram. Ég man að ég hugsaði þegar mótið byrjaði: Ætla þau bara að halda þessu gangandi? En það er gaman að lesa viðtöl við Guðna [Eiríksson, þjálfara]. Þau eru alveg búin að stúdera þetta og ætluðu að pressa allt þetta mót, og eru í formi til þess,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Umræða um FH „Algjörlega. Þær eru í toppstandi og það er gaman að horfa á pressuna hjá þeim. Þær eru allar samtaka, vita alveg sín hlutverk og í hvaða hlaup þær eiga að fara,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. Helena benti á að það hlyti að vera gaman í FH-liðinu í dag og Mist Rúnarsdóttir tók undir það: „Þetta er ungt og leikur sér, yngsta liðið í deildinni, þannig að það hlýtur að vera mjög gaman. Svo eins og við höfum komið inn á áður þá er þetta ekki ellefu manna lið. Það er verið að keyra á öllum leikmannahópnum, menn eru óhræddir við að rótera, og á meðan það gengur vel þá eykur það náttúrulega á góðan liðsanda, stuð og stemningu. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með FH-ingum og ég held að þeir hafi náð öllum með sér í lið.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira