Stórir viðburðir frá síðasta sigri: „Risahrós á Selfoss“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2023 13:59 Selfyssingar fögnuðu fyrra marki sínu gegn Stjörnunni vel. Stöð 2 Sport Það er óhætt að segja að margt hafi gerst á milli sigranna tveggja sem Selfoss hefur unnið í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar, eins og bent var á í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Selfoss hafði síðast unnið sigur 16. maí þegar liðið náði að leggja silfurlið síðasta árs, Stjörnuna, að velli í fyrrakvöld, 2-1. Á milli sigranna var meðal annars leiðtogafundur í Reykjavík, Manchester City vann þrjá stóra titla, Gaupi hætti sem íþróttafréttamaður og Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, svo eitthvað sé nefnt. „Þegar þú tapar leik eftir leik þá sérðu bara enga gleði í því sem er að gerast,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, og Mist Rúnarsdóttir hrósaði Selfossi í hástert fyrir að brjóta sér leið út úr vonbrigðunum: „Risahrós á Selfoss. Þau sem hafa verið í þessari stöðu vita að það er ótrúlega erfitt að snúa þessu við. Það verður einhvern veginn allt á móti þér. Og það er ekki eins og þær hafi vaðið í færum. Þrjú skot á mark og tvö mörk. Baráttan og það sem þær lögðu í leikinn… ótrúlega vel gert því þetta er alveg hægara sagt en gert,“ sagði Mist en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umræða eftir sigur Selfoss Bakvörðurinn Barbára Sól Gísladóttir er lykilmaður í liði Selfoss en hún lék sem framherji í leiknum og skoraði fyrsta markið. „Hún stóð sig vel og sýndi að hún kann alveg að spila þessa stöðu,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. Lífsnauðsynlegur sigur fyrir Björn og liðið „Við höfum nú alveg sett út á Barbáru og sagt að þetta sé leikmaður sem við vitum að getur meira. Þess vegna er svo gaman að sjá að hún lætur það ekkert á sig fá og heldur áfram,“ sagði Helena og Sonný tók undir: „Hún á helling inni. Vonandi er þetta bara eitthvað upphaf að því sem hún er að fara að sýna í næstu leikjum. Ég vona innilega, hennar og Selfoss vegna, að hún sé ekki mikið frá því hún fór út af meidd í gær. Vonandi sjáum við hana uppi á topp í næsta leik.“ Helena benti á hve mikilvægur sigurinn hefði verið fyrir Björn Sigurbjörnsson þjálfara Selfoss, en liðið er eftir sigurinn enn á botni deildarinnar en nú aðeins stigi frá öruggu sæti. „Þetta var eins lífsnauðsynlegur sigur fyrir Bjössa þjálfara og liðið, eins og maður veit. Hann er búinn að liggja yfir þessu og það er engin tilviljun að Barbára sé sett þarna upp á topp,“ sagði Helena. „Nei, nei. Þú þarft að taka sénsa og stundum klikkar það, þá sitjum við hérna og drullum yfir þig. En svo virkar það og þá getum við samglaðst svo innilega,“ sagði Mist. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna UMF Selfoss Bestu mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 2-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga í 36 daga Selfoss vann langþráðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Selfyssingar höfðu tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum, en seinasti sigur þeirra kom þann 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2023 20:54 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Selfoss hafði síðast unnið sigur 16. maí þegar liðið náði að leggja silfurlið síðasta árs, Stjörnuna, að velli í fyrrakvöld, 2-1. Á milli sigranna var meðal annars leiðtogafundur í Reykjavík, Manchester City vann þrjá stóra titla, Gaupi hætti sem íþróttafréttamaður og Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, svo eitthvað sé nefnt. „Þegar þú tapar leik eftir leik þá sérðu bara enga gleði í því sem er að gerast,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, og Mist Rúnarsdóttir hrósaði Selfossi í hástert fyrir að brjóta sér leið út úr vonbrigðunum: „Risahrós á Selfoss. Þau sem hafa verið í þessari stöðu vita að það er ótrúlega erfitt að snúa þessu við. Það verður einhvern veginn allt á móti þér. Og það er ekki eins og þær hafi vaðið í færum. Þrjú skot á mark og tvö mörk. Baráttan og það sem þær lögðu í leikinn… ótrúlega vel gert því þetta er alveg hægara sagt en gert,“ sagði Mist en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umræða eftir sigur Selfoss Bakvörðurinn Barbára Sól Gísladóttir er lykilmaður í liði Selfoss en hún lék sem framherji í leiknum og skoraði fyrsta markið. „Hún stóð sig vel og sýndi að hún kann alveg að spila þessa stöðu,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. Lífsnauðsynlegur sigur fyrir Björn og liðið „Við höfum nú alveg sett út á Barbáru og sagt að þetta sé leikmaður sem við vitum að getur meira. Þess vegna er svo gaman að sjá að hún lætur það ekkert á sig fá og heldur áfram,“ sagði Helena og Sonný tók undir: „Hún á helling inni. Vonandi er þetta bara eitthvað upphaf að því sem hún er að fara að sýna í næstu leikjum. Ég vona innilega, hennar og Selfoss vegna, að hún sé ekki mikið frá því hún fór út af meidd í gær. Vonandi sjáum við hana uppi á topp í næsta leik.“ Helena benti á hve mikilvægur sigurinn hefði verið fyrir Björn Sigurbjörnsson þjálfara Selfoss, en liðið er eftir sigurinn enn á botni deildarinnar en nú aðeins stigi frá öruggu sæti. „Þetta var eins lífsnauðsynlegur sigur fyrir Bjössa þjálfara og liðið, eins og maður veit. Hann er búinn að liggja yfir þessu og það er engin tilviljun að Barbára sé sett þarna upp á topp,“ sagði Helena. „Nei, nei. Þú þarft að taka sénsa og stundum klikkar það, þá sitjum við hérna og drullum yfir þig. En svo virkar það og þá getum við samglaðst svo innilega,“ sagði Mist. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna UMF Selfoss Bestu mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 2-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga í 36 daga Selfoss vann langþráðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Selfyssingar höfðu tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum, en seinasti sigur þeirra kom þann 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2023 20:54 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 2-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga í 36 daga Selfoss vann langþráðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Selfyssingar höfðu tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum, en seinasti sigur þeirra kom þann 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2023 20:54