Áhafnar kafbátarins minnst um allan heim Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. júní 2023 11:06 Stockton Rush, forstjóri OceanGate, til vinstri var meðal þeirra látnu og hefur verið minnst í dag. AP Photo/Wilfredo Lee Mannanna fimm sem létust um borð í kafbátnum Títan hefur verið minnst um allan heim undanfarinn sólarhring. Fjölskyldur þeirra hafa birt yfirlýsingar þar sem þær lýsa mikilli sorg vegna örlaga þeirra og segja þá munu lifa áfram í minningum þeirra. Bandaríska landhelgisgæslan lýsti því yfir í gær að fimm stórir hlutar úr braki kafbátsins Títan úr smiðju OceanGate hefði fundist á hafsbotni. Talið er ljóst að kafbáturinn hafi látið undan miklum þrýstingi og fallið saman með tilheyrandi hvelli. Um borð í bátnum voru hinn 77 ára franski djúpsjávarkönnuður Paul-Henri Nargeolet, pakistanski auðkýfingurinn Shahzada Dawood og nítján ára gamall sonur hans Suleman Dawood ásamt breska auðkýfingnum og könnuðinum Hamish Harding og forstjóra Stockton Rush, forstjóra OceanGate. Þeirra hefur verið minnst víða um heim, meðal annars í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Þar segir að fimmmenninganna verði minnst um ókomna tíð og er fjölskyldumeðlimum þeirra sendar samúðarkveðjur. Bresk og pakistönsk yfirvöld hafa auk þess sent fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur og segjast þau fylgjast vel með málinu. Elskaði hafið Könnunarfyrirtækið OceanGate hefur sagt í yfirlýsingu að fimmmenningarnir hafi verið alvöru landkönnuðir sem verði minnst um heim allan. Stockton Rush var stofnandi fyrirtækisins og rifjar breska ríkisútvarpið upp að hann hafi alla tíð elskað hafið. „Í hvert sinn sem ég kafa þá sé ég eitthvað sem ég hef aldrei séð áður, sem enginn maður hefur líklega séð áður,“ sagði hann eitt sinn í heimildarmynd úr smiðju BBC. Hann sagði markmið fyrirtækisins vera að gera fólk spennt fyrir hafinu og leyndardómum þess. Köfunin að Titanic væri eitthvað sem allir ættu að gera. „Ég las grein þar sem kom fram að það væru þrjú orð í enska tungumálinu sem allir þekkja. Það er Coca-Cola, Guð og Titanic.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=bRYa033eMtQ">watch on YouTube</a> Hafi haft efasemdir um ferðina með föður sínum Þá segja ættingjar franska kafarans Paul-Henri Nargeolet að hans verði minnst sem einn merkasti djúpsjávarkönnuður nútímans. Hinn 77 ára gamli könnuður hafði kafað 37 sinnum niður að braki farþegaskipsins Titanic. Fjölskylda pakistönsku feðgana Shahzada Dawood og hins nítján ára gamla Suleman Dawood, segist harmi slegin vegna fráfalls þeirra. Í tilkynningu segjast þau þakklát viðbragðsaðilum sem þau segja hafa sýnt fram á hið besta í eðli mannkyns. Frá vinstri Hamish Harding, Stockton Rush, Suleman Dawood, Shahzada Dawood og Paul-Henri Nargeolet. Þá hefur háskólinn í Strathclyde, sem staðsettur er í Glasgow í Skotlandi sent frá sér yfirlýsingu vegna fráfalls Suleman sem stundaði þar nám. Skólayfirvöld segja Suleman hafa verið góðan nemanda sem hafi átt framtíðina fyrir sér. Breska blaðið The Guardian greinir frá því að frænka hans Azmeh Dawood hafi lýst því að hinn nítján ára gamli háskólanemi hafi verið smeykur fyrir kafbátaferðina. Hann hafi hins vegar ákveðið að slást í för með föður sínum, enda hafi hún verið skipulögð á feðradaginn. Myndi vera stoltur af viðbragðsaðilum Fjölskylda breska auðkýfingsins og ævintýramannsins Hamish Harding segir að hans verði minnst sem ástríks föður og manns sem hafi verið fyrirmynd allra þeirra sem hann þekktu. „Hann var einstakur og við elskuðum hann. Hann var metnaðarfullur könnuður sama hvað og lifði fyrir fjölskyldu sína, fyrirtæki sitt og næsta ævintýri,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar. Hún segir að hann hefði verið stoltur gæti hann fylgst með viðbrögðum heimsins og vinnu viðbragsaðila sem hafi leitað að kafbátnum síðustu daga. Bandaríkin Kanada Titanic Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Bandaríska landhelgisgæslan lýsti því yfir í gær að fimm stórir hlutar úr braki kafbátsins Títan úr smiðju OceanGate hefði fundist á hafsbotni. Talið er ljóst að kafbáturinn hafi látið undan miklum þrýstingi og fallið saman með tilheyrandi hvelli. Um borð í bátnum voru hinn 77 ára franski djúpsjávarkönnuður Paul-Henri Nargeolet, pakistanski auðkýfingurinn Shahzada Dawood og nítján ára gamall sonur hans Suleman Dawood ásamt breska auðkýfingnum og könnuðinum Hamish Harding og forstjóra Stockton Rush, forstjóra OceanGate. Þeirra hefur verið minnst víða um heim, meðal annars í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Þar segir að fimmmenninganna verði minnst um ókomna tíð og er fjölskyldumeðlimum þeirra sendar samúðarkveðjur. Bresk og pakistönsk yfirvöld hafa auk þess sent fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur og segjast þau fylgjast vel með málinu. Elskaði hafið Könnunarfyrirtækið OceanGate hefur sagt í yfirlýsingu að fimmmenningarnir hafi verið alvöru landkönnuðir sem verði minnst um heim allan. Stockton Rush var stofnandi fyrirtækisins og rifjar breska ríkisútvarpið upp að hann hafi alla tíð elskað hafið. „Í hvert sinn sem ég kafa þá sé ég eitthvað sem ég hef aldrei séð áður, sem enginn maður hefur líklega séð áður,“ sagði hann eitt sinn í heimildarmynd úr smiðju BBC. Hann sagði markmið fyrirtækisins vera að gera fólk spennt fyrir hafinu og leyndardómum þess. Köfunin að Titanic væri eitthvað sem allir ættu að gera. „Ég las grein þar sem kom fram að það væru þrjú orð í enska tungumálinu sem allir þekkja. Það er Coca-Cola, Guð og Titanic.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=bRYa033eMtQ">watch on YouTube</a> Hafi haft efasemdir um ferðina með föður sínum Þá segja ættingjar franska kafarans Paul-Henri Nargeolet að hans verði minnst sem einn merkasti djúpsjávarkönnuður nútímans. Hinn 77 ára gamli könnuður hafði kafað 37 sinnum niður að braki farþegaskipsins Titanic. Fjölskylda pakistönsku feðgana Shahzada Dawood og hins nítján ára gamla Suleman Dawood, segist harmi slegin vegna fráfalls þeirra. Í tilkynningu segjast þau þakklát viðbragðsaðilum sem þau segja hafa sýnt fram á hið besta í eðli mannkyns. Frá vinstri Hamish Harding, Stockton Rush, Suleman Dawood, Shahzada Dawood og Paul-Henri Nargeolet. Þá hefur háskólinn í Strathclyde, sem staðsettur er í Glasgow í Skotlandi sent frá sér yfirlýsingu vegna fráfalls Suleman sem stundaði þar nám. Skólayfirvöld segja Suleman hafa verið góðan nemanda sem hafi átt framtíðina fyrir sér. Breska blaðið The Guardian greinir frá því að frænka hans Azmeh Dawood hafi lýst því að hinn nítján ára gamli háskólanemi hafi verið smeykur fyrir kafbátaferðina. Hann hafi hins vegar ákveðið að slást í för með föður sínum, enda hafi hún verið skipulögð á feðradaginn. Myndi vera stoltur af viðbragðsaðilum Fjölskylda breska auðkýfingsins og ævintýramannsins Hamish Harding segir að hans verði minnst sem ástríks föður og manns sem hafi verið fyrirmynd allra þeirra sem hann þekktu. „Hann var einstakur og við elskuðum hann. Hann var metnaðarfullur könnuður sama hvað og lifði fyrir fjölskyldu sína, fyrirtæki sitt og næsta ævintýri,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar. Hún segir að hann hefði verið stoltur gæti hann fylgst með viðbrögðum heimsins og vinnu viðbragsaðila sem hafi leitað að kafbátnum síðustu daga.
Bandaríkin Kanada Titanic Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira