Áhafnar kafbátarins minnst um allan heim Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. júní 2023 11:06 Stockton Rush, forstjóri OceanGate, til vinstri var meðal þeirra látnu og hefur verið minnst í dag. AP Photo/Wilfredo Lee Mannanna fimm sem létust um borð í kafbátnum Títan hefur verið minnst um allan heim undanfarinn sólarhring. Fjölskyldur þeirra hafa birt yfirlýsingar þar sem þær lýsa mikilli sorg vegna örlaga þeirra og segja þá munu lifa áfram í minningum þeirra. Bandaríska landhelgisgæslan lýsti því yfir í gær að fimm stórir hlutar úr braki kafbátsins Títan úr smiðju OceanGate hefði fundist á hafsbotni. Talið er ljóst að kafbáturinn hafi látið undan miklum þrýstingi og fallið saman með tilheyrandi hvelli. Um borð í bátnum voru hinn 77 ára franski djúpsjávarkönnuður Paul-Henri Nargeolet, pakistanski auðkýfingurinn Shahzada Dawood og nítján ára gamall sonur hans Suleman Dawood ásamt breska auðkýfingnum og könnuðinum Hamish Harding og forstjóra Stockton Rush, forstjóra OceanGate. Þeirra hefur verið minnst víða um heim, meðal annars í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Þar segir að fimmmenninganna verði minnst um ókomna tíð og er fjölskyldumeðlimum þeirra sendar samúðarkveðjur. Bresk og pakistönsk yfirvöld hafa auk þess sent fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur og segjast þau fylgjast vel með málinu. Elskaði hafið Könnunarfyrirtækið OceanGate hefur sagt í yfirlýsingu að fimmmenningarnir hafi verið alvöru landkönnuðir sem verði minnst um heim allan. Stockton Rush var stofnandi fyrirtækisins og rifjar breska ríkisútvarpið upp að hann hafi alla tíð elskað hafið. „Í hvert sinn sem ég kafa þá sé ég eitthvað sem ég hef aldrei séð áður, sem enginn maður hefur líklega séð áður,“ sagði hann eitt sinn í heimildarmynd úr smiðju BBC. Hann sagði markmið fyrirtækisins vera að gera fólk spennt fyrir hafinu og leyndardómum þess. Köfunin að Titanic væri eitthvað sem allir ættu að gera. „Ég las grein þar sem kom fram að það væru þrjú orð í enska tungumálinu sem allir þekkja. Það er Coca-Cola, Guð og Titanic.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=bRYa033eMtQ">watch on YouTube</a> Hafi haft efasemdir um ferðina með föður sínum Þá segja ættingjar franska kafarans Paul-Henri Nargeolet að hans verði minnst sem einn merkasti djúpsjávarkönnuður nútímans. Hinn 77 ára gamli könnuður hafði kafað 37 sinnum niður að braki farþegaskipsins Titanic. Fjölskylda pakistönsku feðgana Shahzada Dawood og hins nítján ára gamla Suleman Dawood, segist harmi slegin vegna fráfalls þeirra. Í tilkynningu segjast þau þakklát viðbragðsaðilum sem þau segja hafa sýnt fram á hið besta í eðli mannkyns. Frá vinstri Hamish Harding, Stockton Rush, Suleman Dawood, Shahzada Dawood og Paul-Henri Nargeolet. Þá hefur háskólinn í Strathclyde, sem staðsettur er í Glasgow í Skotlandi sent frá sér yfirlýsingu vegna fráfalls Suleman sem stundaði þar nám. Skólayfirvöld segja Suleman hafa verið góðan nemanda sem hafi átt framtíðina fyrir sér. Breska blaðið The Guardian greinir frá því að frænka hans Azmeh Dawood hafi lýst því að hinn nítján ára gamli háskólanemi hafi verið smeykur fyrir kafbátaferðina. Hann hafi hins vegar ákveðið að slást í för með föður sínum, enda hafi hún verið skipulögð á feðradaginn. Myndi vera stoltur af viðbragðsaðilum Fjölskylda breska auðkýfingsins og ævintýramannsins Hamish Harding segir að hans verði minnst sem ástríks föður og manns sem hafi verið fyrirmynd allra þeirra sem hann þekktu. „Hann var einstakur og við elskuðum hann. Hann var metnaðarfullur könnuður sama hvað og lifði fyrir fjölskyldu sína, fyrirtæki sitt og næsta ævintýri,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar. Hún segir að hann hefði verið stoltur gæti hann fylgst með viðbrögðum heimsins og vinnu viðbragsaðila sem hafi leitað að kafbátnum síðustu daga. Bandaríkin Kanada Titanic Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Bandaríska landhelgisgæslan lýsti því yfir í gær að fimm stórir hlutar úr braki kafbátsins Títan úr smiðju OceanGate hefði fundist á hafsbotni. Talið er ljóst að kafbáturinn hafi látið undan miklum þrýstingi og fallið saman með tilheyrandi hvelli. Um borð í bátnum voru hinn 77 ára franski djúpsjávarkönnuður Paul-Henri Nargeolet, pakistanski auðkýfingurinn Shahzada Dawood og nítján ára gamall sonur hans Suleman Dawood ásamt breska auðkýfingnum og könnuðinum Hamish Harding og forstjóra Stockton Rush, forstjóra OceanGate. Þeirra hefur verið minnst víða um heim, meðal annars í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Þar segir að fimmmenninganna verði minnst um ókomna tíð og er fjölskyldumeðlimum þeirra sendar samúðarkveðjur. Bresk og pakistönsk yfirvöld hafa auk þess sent fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur og segjast þau fylgjast vel með málinu. Elskaði hafið Könnunarfyrirtækið OceanGate hefur sagt í yfirlýsingu að fimmmenningarnir hafi verið alvöru landkönnuðir sem verði minnst um heim allan. Stockton Rush var stofnandi fyrirtækisins og rifjar breska ríkisútvarpið upp að hann hafi alla tíð elskað hafið. „Í hvert sinn sem ég kafa þá sé ég eitthvað sem ég hef aldrei séð áður, sem enginn maður hefur líklega séð áður,“ sagði hann eitt sinn í heimildarmynd úr smiðju BBC. Hann sagði markmið fyrirtækisins vera að gera fólk spennt fyrir hafinu og leyndardómum þess. Köfunin að Titanic væri eitthvað sem allir ættu að gera. „Ég las grein þar sem kom fram að það væru þrjú orð í enska tungumálinu sem allir þekkja. Það er Coca-Cola, Guð og Titanic.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=bRYa033eMtQ">watch on YouTube</a> Hafi haft efasemdir um ferðina með föður sínum Þá segja ættingjar franska kafarans Paul-Henri Nargeolet að hans verði minnst sem einn merkasti djúpsjávarkönnuður nútímans. Hinn 77 ára gamli könnuður hafði kafað 37 sinnum niður að braki farþegaskipsins Titanic. Fjölskylda pakistönsku feðgana Shahzada Dawood og hins nítján ára gamla Suleman Dawood, segist harmi slegin vegna fráfalls þeirra. Í tilkynningu segjast þau þakklát viðbragðsaðilum sem þau segja hafa sýnt fram á hið besta í eðli mannkyns. Frá vinstri Hamish Harding, Stockton Rush, Suleman Dawood, Shahzada Dawood og Paul-Henri Nargeolet. Þá hefur háskólinn í Strathclyde, sem staðsettur er í Glasgow í Skotlandi sent frá sér yfirlýsingu vegna fráfalls Suleman sem stundaði þar nám. Skólayfirvöld segja Suleman hafa verið góðan nemanda sem hafi átt framtíðina fyrir sér. Breska blaðið The Guardian greinir frá því að frænka hans Azmeh Dawood hafi lýst því að hinn nítján ára gamli háskólanemi hafi verið smeykur fyrir kafbátaferðina. Hann hafi hins vegar ákveðið að slást í för með föður sínum, enda hafi hún verið skipulögð á feðradaginn. Myndi vera stoltur af viðbragðsaðilum Fjölskylda breska auðkýfingsins og ævintýramannsins Hamish Harding segir að hans verði minnst sem ástríks föður og manns sem hafi verið fyrirmynd allra þeirra sem hann þekktu. „Hann var einstakur og við elskuðum hann. Hann var metnaðarfullur könnuður sama hvað og lifði fyrir fjölskyldu sína, fyrirtæki sitt og næsta ævintýri,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar. Hún segir að hann hefði verið stoltur gæti hann fylgst með viðbrögðum heimsins og vinnu viðbragsaðila sem hafi leitað að kafbátnum síðustu daga.
Bandaríkin Kanada Titanic Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira