Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. júní 2023 00:00 James Cameron segir ískyggilegt hve lík örlög kafbátsins Titan og farþegaskipsins Titanic séu. Það sé súrrealískt að þau hafi farist á sama stað á meðan færið væri í köfunarleiðangra um allan heim. Samsett/Getty James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. Cameron tjáði sig í fyrsta skipti um kafbátinn Titan og örlög hans í viðtali við ABC í kvöld. Sjálfur hefur hann mikla þekkingu á neðansjávarköfun, hefur kafað niður að flaki Titanic og var fyrsti maðurinn til að kafa niður á botn Maríanadjúpálsins þar sem er mesta hafdýpi á jörðinni, rúmir ellefu kílómetrar. Hafið og neðansjávarköfun hafa sömuleiðis verið fyrirferðarmikil í kvikmyndum hans, þar má nefna Titanic, Avatar 2: The Way of Water, The Abyss og Aliens of the Deep. Titanic director James Cameron on the catastrophic implosion of Titan submersible: I m struck by the similarity of the Titanic disaster itself, where the captain was repeatedly warned about ice ahead of his ship and yet he steamed at full speed into an ice field." pic.twitter.com/vO8JkCXS5f— ABC News (@ABC) June 22, 2023 Aðvaranir virtar að vettugi í báðum tilvikum Í viðtalinu sagði hann að fólk innan samfélags neðansjávarkönnunar hafi verið mjög áhyggjufullt vegna leiðangurs Titan. Fjöldi þekktra neðanjsávarverkfræðinga hafi meira að segja skrifað bréf til OceanGate til að vara við því að kafbáturinn væri of tilraunakenndur. Kafbáturinn hafi ekki verið vottaður af viðurkenndum aðilum og ferðalagið hafi verið glæfraför. Hann segir að það hafi slegið sig hve lík örlög kafbátsins og Titanic voru. En í tilfelli farþegaskipsins var skipstjórinn ítrekað varaður við ísjökunum sem voru fram undan en sigldi ótrauður áfram inn í hafísinn og vota gröfina. „Fyrir okkur er þetta mjög sambærilegur harmleikur þar sem aðvaranir voru virtar að vettugi. Að það eigi sér stað á nákvæmlega sama stað, með alla þá köfun sem á sér stað um allan heim, mér finnst það undravert. Það er í rauninni mjög súrrealískt,“ segir Cameron. Bandaríkin Titanic Tengdar fréttir Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Kafbáturinn Titan er enn ófundinn og jafnvel þótt von sé enn ekki úti um að finna hann segja sérfræðingar að afar erfitt yrði að ná honum upp á yfirborðið. 22. júní 2023 06:57 Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00 Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf. 19. júní 2023 15:06 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Sjá meira
Cameron tjáði sig í fyrsta skipti um kafbátinn Titan og örlög hans í viðtali við ABC í kvöld. Sjálfur hefur hann mikla þekkingu á neðansjávarköfun, hefur kafað niður að flaki Titanic og var fyrsti maðurinn til að kafa niður á botn Maríanadjúpálsins þar sem er mesta hafdýpi á jörðinni, rúmir ellefu kílómetrar. Hafið og neðansjávarköfun hafa sömuleiðis verið fyrirferðarmikil í kvikmyndum hans, þar má nefna Titanic, Avatar 2: The Way of Water, The Abyss og Aliens of the Deep. Titanic director James Cameron on the catastrophic implosion of Titan submersible: I m struck by the similarity of the Titanic disaster itself, where the captain was repeatedly warned about ice ahead of his ship and yet he steamed at full speed into an ice field." pic.twitter.com/vO8JkCXS5f— ABC News (@ABC) June 22, 2023 Aðvaranir virtar að vettugi í báðum tilvikum Í viðtalinu sagði hann að fólk innan samfélags neðansjávarkönnunar hafi verið mjög áhyggjufullt vegna leiðangurs Titan. Fjöldi þekktra neðanjsávarverkfræðinga hafi meira að segja skrifað bréf til OceanGate til að vara við því að kafbáturinn væri of tilraunakenndur. Kafbáturinn hafi ekki verið vottaður af viðurkenndum aðilum og ferðalagið hafi verið glæfraför. Hann segir að það hafi slegið sig hve lík örlög kafbátsins og Titanic voru. En í tilfelli farþegaskipsins var skipstjórinn ítrekað varaður við ísjökunum sem voru fram undan en sigldi ótrauður áfram inn í hafísinn og vota gröfina. „Fyrir okkur er þetta mjög sambærilegur harmleikur þar sem aðvaranir voru virtar að vettugi. Að það eigi sér stað á nákvæmlega sama stað, með alla þá köfun sem á sér stað um allan heim, mér finnst það undravert. Það er í rauninni mjög súrrealískt,“ segir Cameron.
Bandaríkin Titanic Tengdar fréttir Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Kafbáturinn Titan er enn ófundinn og jafnvel þótt von sé enn ekki úti um að finna hann segja sérfræðingar að afar erfitt yrði að ná honum upp á yfirborðið. 22. júní 2023 06:57 Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00 Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf. 19. júní 2023 15:06 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Sjá meira
Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Kafbáturinn Titan er enn ófundinn og jafnvel þótt von sé enn ekki úti um að finna hann segja sérfræðingar að afar erfitt yrði að ná honum upp á yfirborðið. 22. júní 2023 06:57
Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00
Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf. 19. júní 2023 15:06