England byrjar af krafti og Frakkar lögðu Ítali Smári Jökull Jónsson skrifar 22. júní 2023 20:40 Emile Smith Rowe leikmaður Arsenal og U-21 árs liðs Englands skorar hér framhjá markverði Tékka í leik liðanna í dag. Vísir/Getty England vann 2-0 sigur á Tékkum í fyrsta leik liðsins á Evrópumóti U-21 árs landsliða sem hófst í Georgíu í dag. Þá unnu Frakkar góðan sigur á Ítölum í D-riðli. Keppni í C og D-riðlum á Evrópumóti U-21 árs landsliða í knattspyrnu hófst í dag. Mótið fer fram í Georgíu og Rúmeníu en alls tryggðu sextán þjóðir sér sæti í úrslitakeppninni. England er í riðli með Þjóðverjum, Ísrael og Tékklandi en þeir mættu einmitt síðastnefndu þjóðinni í dag. Jacob Ramsay, leikmaður Aston Villa, kom Englendingum yfir á 47. mínútu leiksins og Emile Smith-Rowe gulltryggði sigur Englands með marki í uppbótartíma. Anthony Gordon var í fremstu víglínu Englendinga í dag.Vísir/Getty Í hinum leik riðilsins mættust Þjóðverjar og Ísrael. Ísrael tók óvænt forystuna eftir tuttugu mínútna leik með marki frá Dor Turgeman en Yann Bisseck jafnaði metin fyrir Þýskaland úr víti sex mínútum síðar. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Eden Karzev leikmaður Ísrael sitt annað gula spjald en þrátt fyrir það tókst Þjóðverjum ekki að tryggja sér sigur í síðari hálfleik. Jaessic Ngankam komst næst því að skora en Daniel Peretz markvörður Ísrael varði vítaspyrnu hans tíu mínútum fyrir leikslok. Frakkar höfðu betur í risaslagnum Í D-riðli mættust Sviss og Noregur í fyrri leik dagsins. Emil Ceide náði forystunni fyrir Norðmenn á 19. mínútu en Dan Ndoye jafnaði fyrir Sviss níu mínútum fyrir hálfleik. Það var svo Kastriot Imeri sem skoraði sigurmark Sviss í upphafi síðari hálfleiks og tryggði Svisslendingum 2-1 sigur. Stórleikur dagsins var leikur Frakklands og Ítalíu. Ýmis þekkt nöfn mátti finna í leikmannahópum beggja liða, til dæmis Khephren Thuram sem hefur verið orðaður við Liverpool síðustu daga, Ilan Meslier markvörð Leeds og Sandro Tonali leikmann AC Milan. Khephren Thuram var í byrjunarliði Frakka í dag en hann hefur verið sterklega orðaður við Liverpool síðustu vikur.Vísir/Getty Arnaud Kalimuendo skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Frakka á 22.mínútu en Pietro Pellegri jafnaði metin þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiks. Það voru hins vegar Frakkar sem tryggðu sér sigurinn í síðari hálfleiknum. Bradley Barcola skoraði sigurmarkið á 62. mínútu en hann leikur með Lyon í frönsku úrvalsdeildinni. Frakkar voru einum færri síðustu mínútur leiksins eftir að Loic Bade var rekinn af velli en Ítalir náðu ekki að nýta sér liðsmuninn. Ítalir komust afar nálægt því að jafna í lokin þegar þeir áttu skalla í stöngina áður en varnarmaður Frakka bjargaði á línu og það mögulega með hendi. Boltinn virtist sömuleiðis fara yfir línuna en hvorki er notast við marklínutækni né myndbandsdómgæslu á mótinu. Lokatölur 2-1 og Frakkland og Sviss eru því í efstu tveimur sætum D-riðils eftir fyrstu umferð Evrópumótsins. EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira
Keppni í C og D-riðlum á Evrópumóti U-21 árs landsliða í knattspyrnu hófst í dag. Mótið fer fram í Georgíu og Rúmeníu en alls tryggðu sextán þjóðir sér sæti í úrslitakeppninni. England er í riðli með Þjóðverjum, Ísrael og Tékklandi en þeir mættu einmitt síðastnefndu þjóðinni í dag. Jacob Ramsay, leikmaður Aston Villa, kom Englendingum yfir á 47. mínútu leiksins og Emile Smith-Rowe gulltryggði sigur Englands með marki í uppbótartíma. Anthony Gordon var í fremstu víglínu Englendinga í dag.Vísir/Getty Í hinum leik riðilsins mættust Þjóðverjar og Ísrael. Ísrael tók óvænt forystuna eftir tuttugu mínútna leik með marki frá Dor Turgeman en Yann Bisseck jafnaði metin fyrir Þýskaland úr víti sex mínútum síðar. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Eden Karzev leikmaður Ísrael sitt annað gula spjald en þrátt fyrir það tókst Þjóðverjum ekki að tryggja sér sigur í síðari hálfleik. Jaessic Ngankam komst næst því að skora en Daniel Peretz markvörður Ísrael varði vítaspyrnu hans tíu mínútum fyrir leikslok. Frakkar höfðu betur í risaslagnum Í D-riðli mættust Sviss og Noregur í fyrri leik dagsins. Emil Ceide náði forystunni fyrir Norðmenn á 19. mínútu en Dan Ndoye jafnaði fyrir Sviss níu mínútum fyrir hálfleik. Það var svo Kastriot Imeri sem skoraði sigurmark Sviss í upphafi síðari hálfleiks og tryggði Svisslendingum 2-1 sigur. Stórleikur dagsins var leikur Frakklands og Ítalíu. Ýmis þekkt nöfn mátti finna í leikmannahópum beggja liða, til dæmis Khephren Thuram sem hefur verið orðaður við Liverpool síðustu daga, Ilan Meslier markvörð Leeds og Sandro Tonali leikmann AC Milan. Khephren Thuram var í byrjunarliði Frakka í dag en hann hefur verið sterklega orðaður við Liverpool síðustu vikur.Vísir/Getty Arnaud Kalimuendo skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Frakka á 22.mínútu en Pietro Pellegri jafnaði metin þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiks. Það voru hins vegar Frakkar sem tryggðu sér sigurinn í síðari hálfleiknum. Bradley Barcola skoraði sigurmarkið á 62. mínútu en hann leikur með Lyon í frönsku úrvalsdeildinni. Frakkar voru einum færri síðustu mínútur leiksins eftir að Loic Bade var rekinn af velli en Ítalir náðu ekki að nýta sér liðsmuninn. Ítalir komust afar nálægt því að jafna í lokin þegar þeir áttu skalla í stöngina áður en varnarmaður Frakka bjargaði á línu og það mögulega með hendi. Boltinn virtist sömuleiðis fara yfir línuna en hvorki er notast við marklínutækni né myndbandsdómgæslu á mótinu. Lokatölur 2-1 og Frakkland og Sviss eru því í efstu tveimur sætum D-riðils eftir fyrstu umferð Evrópumótsins.
EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira