England byrjar af krafti og Frakkar lögðu Ítali Smári Jökull Jónsson skrifar 22. júní 2023 20:40 Emile Smith Rowe leikmaður Arsenal og U-21 árs liðs Englands skorar hér framhjá markverði Tékka í leik liðanna í dag. Vísir/Getty England vann 2-0 sigur á Tékkum í fyrsta leik liðsins á Evrópumóti U-21 árs landsliða sem hófst í Georgíu í dag. Þá unnu Frakkar góðan sigur á Ítölum í D-riðli. Keppni í C og D-riðlum á Evrópumóti U-21 árs landsliða í knattspyrnu hófst í dag. Mótið fer fram í Georgíu og Rúmeníu en alls tryggðu sextán þjóðir sér sæti í úrslitakeppninni. England er í riðli með Þjóðverjum, Ísrael og Tékklandi en þeir mættu einmitt síðastnefndu þjóðinni í dag. Jacob Ramsay, leikmaður Aston Villa, kom Englendingum yfir á 47. mínútu leiksins og Emile Smith-Rowe gulltryggði sigur Englands með marki í uppbótartíma. Anthony Gordon var í fremstu víglínu Englendinga í dag.Vísir/Getty Í hinum leik riðilsins mættust Þjóðverjar og Ísrael. Ísrael tók óvænt forystuna eftir tuttugu mínútna leik með marki frá Dor Turgeman en Yann Bisseck jafnaði metin fyrir Þýskaland úr víti sex mínútum síðar. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Eden Karzev leikmaður Ísrael sitt annað gula spjald en þrátt fyrir það tókst Þjóðverjum ekki að tryggja sér sigur í síðari hálfleik. Jaessic Ngankam komst næst því að skora en Daniel Peretz markvörður Ísrael varði vítaspyrnu hans tíu mínútum fyrir leikslok. Frakkar höfðu betur í risaslagnum Í D-riðli mættust Sviss og Noregur í fyrri leik dagsins. Emil Ceide náði forystunni fyrir Norðmenn á 19. mínútu en Dan Ndoye jafnaði fyrir Sviss níu mínútum fyrir hálfleik. Það var svo Kastriot Imeri sem skoraði sigurmark Sviss í upphafi síðari hálfleiks og tryggði Svisslendingum 2-1 sigur. Stórleikur dagsins var leikur Frakklands og Ítalíu. Ýmis þekkt nöfn mátti finna í leikmannahópum beggja liða, til dæmis Khephren Thuram sem hefur verið orðaður við Liverpool síðustu daga, Ilan Meslier markvörð Leeds og Sandro Tonali leikmann AC Milan. Khephren Thuram var í byrjunarliði Frakka í dag en hann hefur verið sterklega orðaður við Liverpool síðustu vikur.Vísir/Getty Arnaud Kalimuendo skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Frakka á 22.mínútu en Pietro Pellegri jafnaði metin þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiks. Það voru hins vegar Frakkar sem tryggðu sér sigurinn í síðari hálfleiknum. Bradley Barcola skoraði sigurmarkið á 62. mínútu en hann leikur með Lyon í frönsku úrvalsdeildinni. Frakkar voru einum færri síðustu mínútur leiksins eftir að Loic Bade var rekinn af velli en Ítalir náðu ekki að nýta sér liðsmuninn. Ítalir komust afar nálægt því að jafna í lokin þegar þeir áttu skalla í stöngina áður en varnarmaður Frakka bjargaði á línu og það mögulega með hendi. Boltinn virtist sömuleiðis fara yfir línuna en hvorki er notast við marklínutækni né myndbandsdómgæslu á mótinu. Lokatölur 2-1 og Frakkland og Sviss eru því í efstu tveimur sætum D-riðils eftir fyrstu umferð Evrópumótsins. EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Sjá meira
Keppni í C og D-riðlum á Evrópumóti U-21 árs landsliða í knattspyrnu hófst í dag. Mótið fer fram í Georgíu og Rúmeníu en alls tryggðu sextán þjóðir sér sæti í úrslitakeppninni. England er í riðli með Þjóðverjum, Ísrael og Tékklandi en þeir mættu einmitt síðastnefndu þjóðinni í dag. Jacob Ramsay, leikmaður Aston Villa, kom Englendingum yfir á 47. mínútu leiksins og Emile Smith-Rowe gulltryggði sigur Englands með marki í uppbótartíma. Anthony Gordon var í fremstu víglínu Englendinga í dag.Vísir/Getty Í hinum leik riðilsins mættust Þjóðverjar og Ísrael. Ísrael tók óvænt forystuna eftir tuttugu mínútna leik með marki frá Dor Turgeman en Yann Bisseck jafnaði metin fyrir Þýskaland úr víti sex mínútum síðar. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Eden Karzev leikmaður Ísrael sitt annað gula spjald en þrátt fyrir það tókst Þjóðverjum ekki að tryggja sér sigur í síðari hálfleik. Jaessic Ngankam komst næst því að skora en Daniel Peretz markvörður Ísrael varði vítaspyrnu hans tíu mínútum fyrir leikslok. Frakkar höfðu betur í risaslagnum Í D-riðli mættust Sviss og Noregur í fyrri leik dagsins. Emil Ceide náði forystunni fyrir Norðmenn á 19. mínútu en Dan Ndoye jafnaði fyrir Sviss níu mínútum fyrir hálfleik. Það var svo Kastriot Imeri sem skoraði sigurmark Sviss í upphafi síðari hálfleiks og tryggði Svisslendingum 2-1 sigur. Stórleikur dagsins var leikur Frakklands og Ítalíu. Ýmis þekkt nöfn mátti finna í leikmannahópum beggja liða, til dæmis Khephren Thuram sem hefur verið orðaður við Liverpool síðustu daga, Ilan Meslier markvörð Leeds og Sandro Tonali leikmann AC Milan. Khephren Thuram var í byrjunarliði Frakka í dag en hann hefur verið sterklega orðaður við Liverpool síðustu vikur.Vísir/Getty Arnaud Kalimuendo skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Frakka á 22.mínútu en Pietro Pellegri jafnaði metin þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiks. Það voru hins vegar Frakkar sem tryggðu sér sigurinn í síðari hálfleiknum. Bradley Barcola skoraði sigurmarkið á 62. mínútu en hann leikur með Lyon í frönsku úrvalsdeildinni. Frakkar voru einum færri síðustu mínútur leiksins eftir að Loic Bade var rekinn af velli en Ítalir náðu ekki að nýta sér liðsmuninn. Ítalir komust afar nálægt því að jafna í lokin þegar þeir áttu skalla í stöngina áður en varnarmaður Frakka bjargaði á línu og það mögulega með hendi. Boltinn virtist sömuleiðis fara yfir línuna en hvorki er notast við marklínutækni né myndbandsdómgæslu á mótinu. Lokatölur 2-1 og Frakkland og Sviss eru því í efstu tveimur sætum D-riðils eftir fyrstu umferð Evrópumótsins.
EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Sjá meira