Alþjóða hnefaleikasambandið svipt réttindum sínum innan IOC Smári Jökull Jónsson skrifar 22. júní 2023 19:54 Thomas Bach er forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar. Vísir/Getty Alþjóða ólympíunefndin hefur svipt Alþjóða hnefaleikasambandið réttindum sínum sem æðstu samtök íþróttarinnar í heiminum. Nýtt alþjóðasamband hnefaleika var stofnað í apríl. Hnefaleikaheimurinn hefur logað síðustu mánuði vegna deilna á milli Alþjóða hnefaleikasambandsins (IBA) og fjölda annarra sérsambanda. Ástæðan eru ákvarðanir stjórnar IBA og formannsins, Umar Kremlev, á undanförnum árum og einkum eftir að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst í febrúar á síðasta ári. Kremlev hefur meðal annars fært höfuðstöðvarnar til Rússlands og gert rússneska gasrisann Gazprom að helsta bakhjarli IBA. Bandaríkjamenn hafa stofnað sérstakt hnefaleikasamband fyrir áhugamannahnefaleika, World Boxing, og sagt sig úr IBA. Fleiri þjóðir hafa gengið í sambandið en stjórn þess mynda fulltrúar Bretlands, Þýskalands, Hollands, Nýja Sjálands, Filippseyja, Svíþjóðar og Bandaríkjanna. Nú hefur Alþjóða ólympíunefndin (IOC) gripið til sinna ráða. Á fundi nefndarinnar í dag var IBA svipt réttindum sínum sem æðstu samtök íþróttarinnar í heiminum. Kosningin var afgerandi, 69 af 70 kusu með tillögu nefndarinnar. Alþjóða ólympíunefndin hefur áður gripið inn í málefni IBA og hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna árið 2020 var skipulögð af IOC vegna vandræða IBA með fjármál og spillingu. IOC mun sömuleiðis halda utan um hnefaleikakeppnina í París á næsta ári. Munu leita til IOC Hin nýstofnuðu samtök World Boxing munu að öllum líkindum sækjast eftir samþykki IOC að taka við hlutverki IBA sem æðstðu samtök. Það ferli gæti þó tekið allt að tvö ár. Forsvarsmenn World Boxing fögnuðu ákvörðun IOC í dag. Eins og staðan er núna eru hnefaleikar ekki á dagskrá leikanna sem fara fram í Los Angeles árið 2028. Christophe de Kepper, framkvæmdastjóri IOC, sagði hins vegar að hann sé þess fullviss að hnefaleikar verði hluti af leikunum árið 2028. Fyrir kosninguna í dag sagði Thomas Back, forseti IOC, að engin vandamál séu gagnvart íþróttinni sjálfri né þeim sem hana iðka. „Hnefaleikamenn eiga fullan rétt á að vera undir stjórn heiðarlegra og gegnsærra alþjóðlegra samtaka.“ Í kjölfar ákvörðunar IOC í dag gaf IBA út yfirlýsingu þar sem sambandið segir ákvörðunina hræðileg mistök og bar hana saman við framferði Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. „Við höfum farið eftir öllum tilmælum IOC. Þrátt fyrir áskoranir er IBA enn ákveðið í að þróa hnefaleikaíþróttina og skipuleggja opinber mót og heimsmeistaramót. Við getum ekki falið þá staðreynd að ákvörðun dagsins er hörmuleg fyrir hnefaleika á alþjóðavísu og gengur gegn orðum IOC um að vinna í þágu hnefaleika og hnefaleikafólks.“ Box Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira
Hnefaleikaheimurinn hefur logað síðustu mánuði vegna deilna á milli Alþjóða hnefaleikasambandsins (IBA) og fjölda annarra sérsambanda. Ástæðan eru ákvarðanir stjórnar IBA og formannsins, Umar Kremlev, á undanförnum árum og einkum eftir að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst í febrúar á síðasta ári. Kremlev hefur meðal annars fært höfuðstöðvarnar til Rússlands og gert rússneska gasrisann Gazprom að helsta bakhjarli IBA. Bandaríkjamenn hafa stofnað sérstakt hnefaleikasamband fyrir áhugamannahnefaleika, World Boxing, og sagt sig úr IBA. Fleiri þjóðir hafa gengið í sambandið en stjórn þess mynda fulltrúar Bretlands, Þýskalands, Hollands, Nýja Sjálands, Filippseyja, Svíþjóðar og Bandaríkjanna. Nú hefur Alþjóða ólympíunefndin (IOC) gripið til sinna ráða. Á fundi nefndarinnar í dag var IBA svipt réttindum sínum sem æðstu samtök íþróttarinnar í heiminum. Kosningin var afgerandi, 69 af 70 kusu með tillögu nefndarinnar. Alþjóða ólympíunefndin hefur áður gripið inn í málefni IBA og hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna árið 2020 var skipulögð af IOC vegna vandræða IBA með fjármál og spillingu. IOC mun sömuleiðis halda utan um hnefaleikakeppnina í París á næsta ári. Munu leita til IOC Hin nýstofnuðu samtök World Boxing munu að öllum líkindum sækjast eftir samþykki IOC að taka við hlutverki IBA sem æðstðu samtök. Það ferli gæti þó tekið allt að tvö ár. Forsvarsmenn World Boxing fögnuðu ákvörðun IOC í dag. Eins og staðan er núna eru hnefaleikar ekki á dagskrá leikanna sem fara fram í Los Angeles árið 2028. Christophe de Kepper, framkvæmdastjóri IOC, sagði hins vegar að hann sé þess fullviss að hnefaleikar verði hluti af leikunum árið 2028. Fyrir kosninguna í dag sagði Thomas Back, forseti IOC, að engin vandamál séu gagnvart íþróttinni sjálfri né þeim sem hana iðka. „Hnefaleikamenn eiga fullan rétt á að vera undir stjórn heiðarlegra og gegnsærra alþjóðlegra samtaka.“ Í kjölfar ákvörðunar IOC í dag gaf IBA út yfirlýsingu þar sem sambandið segir ákvörðunina hræðileg mistök og bar hana saman við framferði Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. „Við höfum farið eftir öllum tilmælum IOC. Þrátt fyrir áskoranir er IBA enn ákveðið í að þróa hnefaleikaíþróttina og skipuleggja opinber mót og heimsmeistaramót. Við getum ekki falið þá staðreynd að ákvörðun dagsins er hörmuleg fyrir hnefaleika á alþjóðavísu og gengur gegn orðum IOC um að vinna í þágu hnefaleika og hnefaleikafólks.“
Box Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira