Enski boltinn

Totten­ham að ganga frá samningum við eftir­mann Ll­oris

Smári Jökull Jónsson skrifar
Guglielmo Vicario var í ítalska landsliðshópnum í nýafstöðnum landsliðsglugga.
Guglielmo Vicario var í ítalska landsliðshópnum í nýafstöðnum landsliðsglugga. Vísir/Getty

Tottenham hefur náð samkomulagi við Empoli um kaupverð á markverðinum Guglielmo Vicario. Búist er við að gengið verði frá félagaskiptunum á næstu klukkustundum.

Tottenham hefur verið í leit að markverði til að koma í stað Hugo Lloris sem er orðinn 36 ára gamall og hefur lýst yfir áhuga á að yfirgefa Lundúnaliðið. 

Lengi vel var búist við að David Raya, markvörður Brentford, yrði fyrir valinu en Tottenham voru tregir til að borga þær 40 milljóinr sem Brentford vill fá fyrir Spánverjann.

Hinn 194 sentimetra hái Vicario kom inn í myndina fyrir skömmu og nú virðist sem Spurs sé búið að ákveða sig. Íþróttablaðamaðurinn Frabrizio Romano segir að liðin hafi komist að samkomulagi um 19 milljón evra kaupverð og að gengið verði frá samningum á allra næstu klukustundum.

Guglielmo Vicario er 26 ára gamall og hefur verið hluti af ítalska landsliðshópnum í síðustu verkefnum án þess þó að spila. Hann lék 31 leik með Empoli á síðustu leiktíð, fékk á sig 39 mörk og hélt sjö sinnum hreinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×