Er Sádi-Arabía að fjármagna Chelsea? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2023 14:31 Eftir að hafa eytt miklu í leikmann á borð við Mykhailo Mudryk og Enzo Fernandez [til vinstri] þarf félagið að selja leikmenn á borð við Kai Havertz [til hægri]. Skiptir engu hvort það er til Arsenal eða Sádi-Arabíu. Ryan Pierse/Getty Images Eftir félagaskipti síðustu daga er eðlilega að margur velti fyrir sér hvort PIF, fjárfestingarsjóður Sádi-Arabíu, sé að fjármagna enska knattspyrnufélagið Chelsea. PIF á nú þegar eitt knattspyrnulið á Englandi, Newcastle United, og þó tók sjóðurinn yfir fjögur af stærstu liðum Sádi-Arabíu fyrir ekki svo löngu síðan. Í kjölfarið var farið að orða leikmenn, með stór nöfn, í hrönnum við Sádi-Arabíu. Þeir voru ekkert endilega orðaðir við ákveðið lið heldur bara eitthvað af liðunum fjórum sem PIF á. Eins og Vísir greindi frá í gær þá virðast liðin fjögur hafa sérstakan áhuga á leikmönnum Chelsea. Það vekur sérstaka athygli þar sem PIF hefur þegar fjárfest gríðarlega í gegnum Clearlake Capital, meirihluta eiganda Chelsea. Vitað er að Chelsea þarf að losa leikmenn fyrir 30. júní eftir að hafa verslað gríðarlegan fjölda leikmanna fyrr á leiktíðinni. Það er því einkar hentugt að annar hver leikmaður liðsins sé orðaður við Sádi-Arabíu. Matt Slater hjá The Athletic sérhæfir sig í fjármálum knattspyrnuliða og velti hann einfaldlega upp spurningunni: „Er Sádi-Arabía að fjármagna Chelsea?“ Slater segir það ljóst að PIF hafi fjárfest í Clearlake. Það þýðir þó ekki að það séu tengsl á milli Chelsea og PIF. Einn heimildarmaður greinarinnar bendir á að Clearlake sé magnað fyrirtæki sem hafi skilað viðskiptavinum sínum gríðarlegum hagnaði. Það sé helsta ástæða þess að PIF hafi fjárfest hjá Clearlake. Jordan Gardner, annar heimildarmaður greinarinnar, segir að þó hlutirnir líti vissulega ekki vel út að svo stöddu þá sé fólk að lesa alltof mikið í þetta. PIF sé einfaldlega einn af fjölmörgum fjárfestum hjá Clearlake. Dr. Christopher Davidson sérhæfir sig í Miðausturlöndum og því sem fram fer þar. Hann segir að áskanarnir passi einfaldlega ekki við vinnuhætti PIF. Chelsea need to raise transfer funds quickly, now multiple players are discussing moves to join N'Golo Kante in Saudi Arabia.It has fuelled a conspiracy theory... Is Saudi Arabia funding Chelsea?@mjshrimper investigates— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 21, 2023 Bæði Chelsea og enska úrvalsdeildin svöruðu The Athletic á þann veg að eignarhald félagsins standist allar kröfur deildarinnar og það hafi verið farið vel yfir mögulega hagsmunaárekstra áður en deildin gaf Clearlake grænt ljós á að kaupa félagið. Todd Boehly er einn af æðstu mönnum Clearlake Capital og andlit fyrirtækisins þegar kemur að Chelsea.Adam Davy/Getty Images Lokaniðurstaðan er því sú að Clearlake, verandi fjárfestingarfyrirtæki, hefur mikil og góð tengsl við aðrar slíkar stofnanir, þar á meðal PIF. Helsta ástæða þess að leikmenn Chelsea eru eftirsóttir af liðum í Sádi-Arabíu er einfaldlega sú að landið er að reyna gera sig gildandi í knattspyrnuheiminum og Chelsea á fjöldann allan af stórum nöfnum sem eru til sölu þessa dagana. Sem dæmi má nefna að Kai Havertz er svo gott sem genginn til liðs við nágranna þeirra í Arsenal og Mateo Kovačić er á leiðinni til til Englandsmeistara Manchester City fyrir heldur lítinn pening miðað við hvað gengur og gerist. Chelsea þarf einfaldlega að losa sig við leikmenn og leita allra lausna til þess. Það skiptir þá litlu máli hvort um sé að ræða samkeppnisaðila eða félög í Sádi-Arabíu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Sjá meira
PIF á nú þegar eitt knattspyrnulið á Englandi, Newcastle United, og þó tók sjóðurinn yfir fjögur af stærstu liðum Sádi-Arabíu fyrir ekki svo löngu síðan. Í kjölfarið var farið að orða leikmenn, með stór nöfn, í hrönnum við Sádi-Arabíu. Þeir voru ekkert endilega orðaðir við ákveðið lið heldur bara eitthvað af liðunum fjórum sem PIF á. Eins og Vísir greindi frá í gær þá virðast liðin fjögur hafa sérstakan áhuga á leikmönnum Chelsea. Það vekur sérstaka athygli þar sem PIF hefur þegar fjárfest gríðarlega í gegnum Clearlake Capital, meirihluta eiganda Chelsea. Vitað er að Chelsea þarf að losa leikmenn fyrir 30. júní eftir að hafa verslað gríðarlegan fjölda leikmanna fyrr á leiktíðinni. Það er því einkar hentugt að annar hver leikmaður liðsins sé orðaður við Sádi-Arabíu. Matt Slater hjá The Athletic sérhæfir sig í fjármálum knattspyrnuliða og velti hann einfaldlega upp spurningunni: „Er Sádi-Arabía að fjármagna Chelsea?“ Slater segir það ljóst að PIF hafi fjárfest í Clearlake. Það þýðir þó ekki að það séu tengsl á milli Chelsea og PIF. Einn heimildarmaður greinarinnar bendir á að Clearlake sé magnað fyrirtæki sem hafi skilað viðskiptavinum sínum gríðarlegum hagnaði. Það sé helsta ástæða þess að PIF hafi fjárfest hjá Clearlake. Jordan Gardner, annar heimildarmaður greinarinnar, segir að þó hlutirnir líti vissulega ekki vel út að svo stöddu þá sé fólk að lesa alltof mikið í þetta. PIF sé einfaldlega einn af fjölmörgum fjárfestum hjá Clearlake. Dr. Christopher Davidson sérhæfir sig í Miðausturlöndum og því sem fram fer þar. Hann segir að áskanarnir passi einfaldlega ekki við vinnuhætti PIF. Chelsea need to raise transfer funds quickly, now multiple players are discussing moves to join N'Golo Kante in Saudi Arabia.It has fuelled a conspiracy theory... Is Saudi Arabia funding Chelsea?@mjshrimper investigates— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 21, 2023 Bæði Chelsea og enska úrvalsdeildin svöruðu The Athletic á þann veg að eignarhald félagsins standist allar kröfur deildarinnar og það hafi verið farið vel yfir mögulega hagsmunaárekstra áður en deildin gaf Clearlake grænt ljós á að kaupa félagið. Todd Boehly er einn af æðstu mönnum Clearlake Capital og andlit fyrirtækisins þegar kemur að Chelsea.Adam Davy/Getty Images Lokaniðurstaðan er því sú að Clearlake, verandi fjárfestingarfyrirtæki, hefur mikil og góð tengsl við aðrar slíkar stofnanir, þar á meðal PIF. Helsta ástæða þess að leikmenn Chelsea eru eftirsóttir af liðum í Sádi-Arabíu er einfaldlega sú að landið er að reyna gera sig gildandi í knattspyrnuheiminum og Chelsea á fjöldann allan af stórum nöfnum sem eru til sölu þessa dagana. Sem dæmi má nefna að Kai Havertz er svo gott sem genginn til liðs við nágranna þeirra í Arsenal og Mateo Kovačić er á leiðinni til til Englandsmeistara Manchester City fyrir heldur lítinn pening miðað við hvað gengur og gerist. Chelsea þarf einfaldlega að losa sig við leikmenn og leita allra lausna til þess. Það skiptir þá litlu máli hvort um sé að ræða samkeppnisaðila eða félög í Sádi-Arabíu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Sjá meira