Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júní 2023 06:57 Ódagsett mynd af Titan. AP/OceanGate Expeditions Kafbáturinn Titan er enn ófundinn og jafnvel þótt von sé enn ekki úti um að finna hann segja sérfræðingar að afar erfitt yrði að ná honum upp á yfirborðið. Fimm voru um borð þegar samband rofnaði við kafbátinn á sunnudag. Þá var verið að sigla honum í átt að flaki skipsins Titanic undan ströndum Nýfundnalands. Áhöfn fylgdarskips kafbátsins hætti að ná sambandi við hann um einni klukkustund og 45 mínútum eftir að köfunarferðin hófst. Við hefðbundnar aðstæður tekur á þrjá tíma að kafa að flaki Titanic. Leitin hefur afmarkast nokkuð eftir að mælitæki námu málmhljóð á þriðjudagskvöld, sem vakti vonir um að fólkið væri á lífi. Súrefnisbirgðir Titan verða hins vegar á þrotum innan tíðar. Sérfræðingar telja að við bestu aðstæður gæti súrefni kafbátsins dugað fram að hádegi í dag, miðað við eðliega súrefnisneyslu. Sérfræðingar segja að birgðirnar gætu dugað lengur. This is why the #Oceangate Titan submersible search is so difficult. The depth of the ocean is staggering pic.twitter.com/Jiz6dCtDGg— Tom Munns (@TomMunns1) June 21, 2023 Verulega hefur dregið úr líkum á því að það takist að bjarga fimmmenningunum en sérfræðingar segja að jafnvel þótt kafbáturinn finnist þyrfti gríðarlegt átak til að ná honum upp á yfirborðið. Ef leiðangurinn náði að flaki Titanic, liggur það á um 3.800 metra dýpi, en aðeins fáeinir fjarstýrðir kafbátar geta kafað svo djúpt. Þá þyrftu aðstæður til björgunar að vera þannig að leitarmenn hefðu góða sýn á Titan, hverja þá tálma sem væru mögulega í veginum og gætu komið vírum á kafbátinn til að draga hann upp. AP fréttaveitan segir sjóher Bandaríkjanna vera að senda sérstakan kafbát á svæðið sem hannaður er til að sækja allt að 27 tonna muni á hafsbotn. Titan er rétt rúm níu tonn að þyngd. Rush er einn af þeim fimm sem týndust með kafbátnum. Einnig eru breski auðjöfurinn Hamish Harding um borð, auk feðganna Shahzada Dawood og Suleman, sem eru úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan og hinn 73 ára gamli Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Minnst 46 manns hafa áður kafað að flaki Titanic um borð í Titan á undanförnum árum. Bandaríkin Kanada Titanic Tengdar fréttir Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00 Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45 Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Umfangsmikil leit stendur nú yfir að kafbát sem hvarf nærri flaki Titanic á sunnudag. Talið er að fimm manns hafi verið um borð í skemmtiferð til að skoða flakið skipsins á tæplega fjögur þúsund metra dýpi. 20. júní 2023 07:45 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Fimm voru um borð þegar samband rofnaði við kafbátinn á sunnudag. Þá var verið að sigla honum í átt að flaki skipsins Titanic undan ströndum Nýfundnalands. Áhöfn fylgdarskips kafbátsins hætti að ná sambandi við hann um einni klukkustund og 45 mínútum eftir að köfunarferðin hófst. Við hefðbundnar aðstæður tekur á þrjá tíma að kafa að flaki Titanic. Leitin hefur afmarkast nokkuð eftir að mælitæki námu málmhljóð á þriðjudagskvöld, sem vakti vonir um að fólkið væri á lífi. Súrefnisbirgðir Titan verða hins vegar á þrotum innan tíðar. Sérfræðingar telja að við bestu aðstæður gæti súrefni kafbátsins dugað fram að hádegi í dag, miðað við eðliega súrefnisneyslu. Sérfræðingar segja að birgðirnar gætu dugað lengur. This is why the #Oceangate Titan submersible search is so difficult. The depth of the ocean is staggering pic.twitter.com/Jiz6dCtDGg— Tom Munns (@TomMunns1) June 21, 2023 Verulega hefur dregið úr líkum á því að það takist að bjarga fimmmenningunum en sérfræðingar segja að jafnvel þótt kafbáturinn finnist þyrfti gríðarlegt átak til að ná honum upp á yfirborðið. Ef leiðangurinn náði að flaki Titanic, liggur það á um 3.800 metra dýpi, en aðeins fáeinir fjarstýrðir kafbátar geta kafað svo djúpt. Þá þyrftu aðstæður til björgunar að vera þannig að leitarmenn hefðu góða sýn á Titan, hverja þá tálma sem væru mögulega í veginum og gætu komið vírum á kafbátinn til að draga hann upp. AP fréttaveitan segir sjóher Bandaríkjanna vera að senda sérstakan kafbát á svæðið sem hannaður er til að sækja allt að 27 tonna muni á hafsbotn. Titan er rétt rúm níu tonn að þyngd. Rush er einn af þeim fimm sem týndust með kafbátnum. Einnig eru breski auðjöfurinn Hamish Harding um borð, auk feðganna Shahzada Dawood og Suleman, sem eru úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan og hinn 73 ára gamli Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Minnst 46 manns hafa áður kafað að flaki Titanic um borð í Titan á undanförnum árum.
Bandaríkin Kanada Titanic Tengdar fréttir Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00 Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45 Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Umfangsmikil leit stendur nú yfir að kafbát sem hvarf nærri flaki Titanic á sunnudag. Talið er að fimm manns hafi verið um borð í skemmtiferð til að skoða flakið skipsins á tæplega fjögur þúsund metra dýpi. 20. júní 2023 07:45 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00
Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45
Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Umfangsmikil leit stendur nú yfir að kafbát sem hvarf nærri flaki Titanic á sunnudag. Talið er að fimm manns hafi verið um borð í skemmtiferð til að skoða flakið skipsins á tæplega fjögur þúsund metra dýpi. 20. júní 2023 07:45