Arsenal snýr sér að Rice eftir að tilboði í Timber var hafnað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2023 13:01 Timber í baráttunni gegn Lionel Messi á HM 2022. EPA-EFE/Noushad Thekkayil Tilboði Arsenal í hinn 22 ára gamla Jurriën Timber, varnarmann Ajax, hefur verið neitað. Skytturnar hafa nú sett allt púður í að sækja Declan Rice, fyrirliða West Ham United. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, vill styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi tímabil en liðið var á toppi ensku úrvalsdeildarinnar nær allt síðasta tímabil til þess eins að sjá Manchester City lyfta titlinum. BREAKING: Arsenal are in talks with Ajax over the signing of 22-year-old Jurrien Timber Reports suggest one bid has already been rejected, but discussions have been described as "very positive" pic.twitter.com/lkRLNtmNHm— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 20, 2023 Hinn fjölhæfi Timber er talinn passa fullkomlega inn í leikstíl Arsenal-liðsins en Hollendingurinn er vel spilandi miðvörður sem getur bæði spilað í hægri bakverði eða stigið upp á miðjuna. Þrátt fyrir að vera nýorðinn 22 ára gamall er Timber frekar reynslumikill en hann hefur spilað 121 leik fyrir Ajax í öllum keppnum sem og 15 A-landsleiki. Tilboðið var talið vera upp á 30 milljónir punda [rúma 5 milljarða íslenskra króna] en Ajax er talið vilja töluvert meira fyrir leikmann sem er samningsbundinn þangað til sumarið 2025. EXCLUSIVE: Arsenal working on deal to sign Ajax defender Jurrien Timber. #AFC have made an opening offer worth ~£30m. #Ajax want ~£50m but optimism a compromise will be reached. Personal terms with Netherlands int l thought to be in place @TheAthleticFC https://t.co/mdMeSXp3ff— David Ornstein (@David_Ornstein) June 19, 2023 Vísir greindi nýverið frá því að tilboði Arsenal í Rice hefði verið hafnað þar sem Hamrarnir vildu fá meira fyrir sinn snúð. Að mati West Ham er miðjumaðurinn að minnsta kosti 100 milljóna punda virði en Skytturnar eru ekki alveg sammála. Fyrr í dag var greint frá því að Skytturnar hefði boðið 75 milljónir punda [13 milljarða króna] í leikmanninn. Kaupverðið gæti þó farið upp í 90 milljónir með öllu. Yrði hann dýrasti leikmaður í sögu Arsenal. David Ornstein hjá The Athletic er áfram með puttann á púlsinum þegar kemur að félagaskiptum á Englandi en hann telur líklegast að Hamrarnir hafni tilboðinu. Arsenal have now made a 2nd, improved offer to West Ham for Declan Rice. £75m + £15m add-ons. Club-record proposal for 24yo England midfielder expected to be turned down by #WHUFC - but #AFC getting closer to acceptable fee for top target @TheAthleticFC https://t.co/awJcPUitmf— David Ornstein (@David_Ornstein) June 20, 2023 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, vill styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi tímabil en liðið var á toppi ensku úrvalsdeildarinnar nær allt síðasta tímabil til þess eins að sjá Manchester City lyfta titlinum. BREAKING: Arsenal are in talks with Ajax over the signing of 22-year-old Jurrien Timber Reports suggest one bid has already been rejected, but discussions have been described as "very positive" pic.twitter.com/lkRLNtmNHm— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 20, 2023 Hinn fjölhæfi Timber er talinn passa fullkomlega inn í leikstíl Arsenal-liðsins en Hollendingurinn er vel spilandi miðvörður sem getur bæði spilað í hægri bakverði eða stigið upp á miðjuna. Þrátt fyrir að vera nýorðinn 22 ára gamall er Timber frekar reynslumikill en hann hefur spilað 121 leik fyrir Ajax í öllum keppnum sem og 15 A-landsleiki. Tilboðið var talið vera upp á 30 milljónir punda [rúma 5 milljarða íslenskra króna] en Ajax er talið vilja töluvert meira fyrir leikmann sem er samningsbundinn þangað til sumarið 2025. EXCLUSIVE: Arsenal working on deal to sign Ajax defender Jurrien Timber. #AFC have made an opening offer worth ~£30m. #Ajax want ~£50m but optimism a compromise will be reached. Personal terms with Netherlands int l thought to be in place @TheAthleticFC https://t.co/mdMeSXp3ff— David Ornstein (@David_Ornstein) June 19, 2023 Vísir greindi nýverið frá því að tilboði Arsenal í Rice hefði verið hafnað þar sem Hamrarnir vildu fá meira fyrir sinn snúð. Að mati West Ham er miðjumaðurinn að minnsta kosti 100 milljóna punda virði en Skytturnar eru ekki alveg sammála. Fyrr í dag var greint frá því að Skytturnar hefði boðið 75 milljónir punda [13 milljarða króna] í leikmanninn. Kaupverðið gæti þó farið upp í 90 milljónir með öllu. Yrði hann dýrasti leikmaður í sögu Arsenal. David Ornstein hjá The Athletic er áfram með puttann á púlsinum þegar kemur að félagaskiptum á Englandi en hann telur líklegast að Hamrarnir hafni tilboðinu. Arsenal have now made a 2nd, improved offer to West Ham for Declan Rice. £75m + £15m add-ons. Club-record proposal for 24yo England midfielder expected to be turned down by #WHUFC - but #AFC getting closer to acceptable fee for top target @TheAthleticFC https://t.co/awJcPUitmf— David Ornstein (@David_Ornstein) June 20, 2023
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira