Aron biður Ronaldo ekki um treyjuna og Åge vill skemma partýið Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2023 16:03 Cristiano Ronaldo varð ekki við beiðni Arons Einars Gunnarssonar um treyjuskipti, á EM 2016, og fær líklega enga slíka beiðni frá Akureyringnum á morgun. Getty/Clive Brunskill Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var spurður út í það þegar Cristiano Ronaldo neitaði honum um treyjuskipti, á EM 2016, á blaðamannafundi í dag og hann ætlar ekki að endurtaka leikinn á morgun, þegar Ísland og Portúgal mætast á Laugardalsvelli í undankeppni EM í fótbolta. Þjálfarinn Åge Hareide segir ljóst að Ísland ætli sér að koma í veg fyrir að minningar Ronaldos frá 200. landsleiknum verði of góðar: „Ég held að allir vilji eyðileggja [partýið]. En þetta er frábært afrek hjá honum. Hann er enn að skora mörk og er búinn að vera í svona góðu formi í svo mörg ár. Ég man þegar ég var hjá Manchester United í heimsókn hjá Ole Gunnari Solskjær, og Ronaldo var þá ungur strákur, hvernig hann æfði og spilaði þá þegar, fyrir næstum 25 árum síðan. Það er ótrúlegt að hann hafi getað spilað í svona langan tíma,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag og bætti við: „Við fögnum honum eftir leik en í leiknum sjálfum þurfum við að særa hann aðeins.“ Aron rifjaði upp góðan leik íslenska liðsins gegn Portúgal á EM 2016, þann fyrsta sem Ísland spilaði á stórmóti, þar sem Íslendingar fögnuðu 1-1 jafntefli. Eftir leikinn varð það að heimsfrétt þegar Ronaldo hafnaði beiðni Arons um að skiptast á treyjum, og Aron ætlar ekki að endurtaka leikinn á morgun: „Ég held að ég sleppi því. Ég held að hann kæmi líka með það að hann ætlaði að eiga treyjuna, því þetta er 200. leikurinn hans. Svo ég held að ég sleppi því,“ sagði Aron á blaðamannafundinum í dag. Aron missti af leik Íslands við Slóvakíu á laugardag en hann hefur glímt við meiðsli undanfarið og í upphitun kom í ljós að hann gæti ekki spilað. Hann kveðst enn vera tæpur fyrir leikinn á morgun og því óvíst að hann spili. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Bein útsending: Fundur Íslands fyrir slaginn við stjörnur Portúgals Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn við stórlið Portúgals í undankeppni EM í fótbolta. 19. júní 2023 15:00 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Þjálfarinn Åge Hareide segir ljóst að Ísland ætli sér að koma í veg fyrir að minningar Ronaldos frá 200. landsleiknum verði of góðar: „Ég held að allir vilji eyðileggja [partýið]. En þetta er frábært afrek hjá honum. Hann er enn að skora mörk og er búinn að vera í svona góðu formi í svo mörg ár. Ég man þegar ég var hjá Manchester United í heimsókn hjá Ole Gunnari Solskjær, og Ronaldo var þá ungur strákur, hvernig hann æfði og spilaði þá þegar, fyrir næstum 25 árum síðan. Það er ótrúlegt að hann hafi getað spilað í svona langan tíma,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag og bætti við: „Við fögnum honum eftir leik en í leiknum sjálfum þurfum við að særa hann aðeins.“ Aron rifjaði upp góðan leik íslenska liðsins gegn Portúgal á EM 2016, þann fyrsta sem Ísland spilaði á stórmóti, þar sem Íslendingar fögnuðu 1-1 jafntefli. Eftir leikinn varð það að heimsfrétt þegar Ronaldo hafnaði beiðni Arons um að skiptast á treyjum, og Aron ætlar ekki að endurtaka leikinn á morgun: „Ég held að ég sleppi því. Ég held að hann kæmi líka með það að hann ætlaði að eiga treyjuna, því þetta er 200. leikurinn hans. Svo ég held að ég sleppi því,“ sagði Aron á blaðamannafundinum í dag. Aron missti af leik Íslands við Slóvakíu á laugardag en hann hefur glímt við meiðsli undanfarið og í upphitun kom í ljós að hann gæti ekki spilað. Hann kveðst enn vera tæpur fyrir leikinn á morgun og því óvíst að hann spili.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Bein útsending: Fundur Íslands fyrir slaginn við stjörnur Portúgals Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn við stórlið Portúgals í undankeppni EM í fótbolta. 19. júní 2023 15:00 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Bein útsending: Fundur Íslands fyrir slaginn við stjörnur Portúgals Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn við stórlið Portúgals í undankeppni EM í fótbolta. 19. júní 2023 15:00
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn